Leita í fréttum mbl.is

Ísland og Evrópa - Mótum eigin Framtíđ

Í dag halda samtök iđnađarins ársţing sitt á Grand Hótel í Reykjavík. Ţar verđur međal annars efnt til umrćđu um Evrópumál, yfirskriftin er ,,Ísland og Evrópa-Mótum eigin Framtíđ". Ţađ hefst kl.13.00 og er öllum opiđ. Hćgt er ađ sjá dagskrána á ţessari slóđ.

Jón Steindór Valdimarsson, nýr framkvćmdastjóri Samtakanna, skrifar skemmtilegan leiđara í nýjasta fréttabréf SI undir yfirskriftinni; ,,Ađ búa sig til ferđar" Ţar segir Jón međal annars:

Ţađ er hrein rökleysa ađ halda ţví fram ađ ţeir, sem vilja ađild ađ ESB og evru, séu ađ bjóđa fram skyndilausn til ađ bregđast viđ bráđum vanda. Skyndilausn sem taki í raun mörg ár ađ ná fram og ţess vegna sé hún ekki tćk. Međ ađild ađ ESB og evru er bent á leiđ til ađ breyta til langs tíma ţeirri umgjörđ sem viđ setjum efnahags- og ţjóđlífi okkar, leiđ sem tekur nokkur ár ađ feta ţar til settu marki er náđ.


Í dag birtist svo ţessi greining eftir Auđunn Arnórsson í Fréttablađinu á stöđu Evrópumála og hver afstađan sé hjá samtökum atvinnulífs og samtaka iđnađarins, en ţađ segir međal annars;

Margt bendir ţví til ađ ráđandi öfl í íslenzku atvinnulífi hafi sannfćrzt um ađ ekki sé viđ íslenzku krónuna búandi til framtíđar og eina raunhćfa lausnin á gjaldmiđilsvandanum sé innganga í ESB og evrópska myntbandalagiđ. Kostnađurinn af krónuhagkerfinu er nú á tímum hnattvćđingar, frjáls fjármagnsflćđis og útrásar íslenzkra fyrirtćkja einfaldlega miklu meiri en ávinningurinn af ţví ađ hafa sjálfstćđa mynt á minnsta myntsvćđi heims. Meirihluti almennings, sem ber megniđ af kostnađi hins óstöđuga krónuhagkerfis, gerir sér einnig grein fyrir ţví ađ hag íslenzkra neytenda vćri líka bezt borgiđ međ evrunni. Ţađ endurspeglast í skýrri niđurstöđu nýjustu skođanakönnunar Fréttablađsins; 55 prósent ţjóđarinnar vilja ađildarumsókn.


Ţađ verđur gaman ađ sjá hvađa skilabođ koma frá SI eftir ársţing ţeirra í dag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband