Leita í fréttum mbl.is

Hriplek rök gegn inngöngu í ESB

Andstćđingar ESB-inngöngu hamast margir hverjir á ţeirri röksemd ađ Íslendingar muni glata sjálfstćđinu viđ inngöngu í ESB. En hvernig útskýra ESB-andstćđingar ţá stađreynd ađ ţau lönd í Miđ- og austur-Evrópu sem losnuđu undan járnhćl kommúnismans létu ţađ verđa forgangsverkefni ađ sćkja um ađild ađ ESB? Pólland, Rúmenía, Búlgaría, Ungverjaland, Tékkland og Slóvakía eru nú öll ađildarríki ESB.

Fengu ţessi nýfrjálsu ríki frelsiđ bara til ţess eins ađ kasta ţví í burtu, "augnabliki" síđar? Ţessi lönd hafa sjaldan eđa aldrei veriđ frjálsari en einmitt nú. Gott dćmi: Slóvenía, sem nú fer međ formennsku í ESB, en var áriđ 1991 ađeins lýđveldi í Júgóslavíu kommúnismans, áđur en ţađ sagđi sig úr ríkjasambandinu sama ár. Ţá réđist Alţýđuher Júgóslavíu inn í Slóveníu og stóđ ţar yfir stríđ í tíu daga. Ţví lauk međ ađ Alţýđuherinn hraktist ţađan. Frá ţeim tímapunkti hefur Slóvenía markvisst unniđ sig inn í innsta kjarna ESB, en áriđ 2004 gekk landiđ međ formlegum hćtti í ESB og NATO. Slóvenar gegna nú, eins og áđur sagđi, formennsku í ESB. Ţessi árangur á ađeins fjórum árum frá gildistöku ađildar! Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir og gjaldmiđill landsins er Evra.

Annađ dćmi: Eystrasaltslöndin, sem öll voru undir járnhćl Sovétríkjanna. Eftir ađ ţau fengu frelsi frá ţeim var stefnan sett á ESB. Eistland, Lettland og Litháen gengu öll í NATO og ESB sama ár, ţ.e. 2004. Hagvöxtur og framţróun í ţessum löndum er međ mesta móti nú um stundir, ţau einfaldlega blómstra.

Í Svíţjóđ, sem gekk í ESB áriđ 1995, er ţađ nánast ađeins í Vinstriflokknum (sem er arftaki Kommúnistaflokksins) ţar sem raddir, sem tala um miđstýringu frá Brussel, heyrast. Nú heyrast einnig raddir frá sćnska Umhverfisflokknum (til vinstri á hinum pólitíska skala) sem vilja kasta fyrir róđa ţeirri fyrri skođun sinni ađ Svíţjóđ beri ađ segja sig úr ESB. Maria Wetterstrand, annar leiđtoga flokksins, tilkynnti ţađ fyrir skömmu ađ henni fyndist vćnlegra til árangurs ađ vera međ í ESB.

Á komandi áratugum verđa umhverfismál einn mikilvćgasti málaflokkurinn sem mannkyniđglímir viđ. Hvađa áhrif og HVERNIG vilja Íslendingar og íslensk stjórnvöld hafa í ţeim málaflokki (sem er ţó ađeins einn af mörgum)? Er ekki sjálfstćđi einmitt faliđ í ţví ađ geta valiđ ađ vera međ í ESB sem fullgilt ađildarríki, sem hlustađ er á og hefur eitthvađ til málanna ađ leggja á réttum stöđum? Eđa er betra ađ velja ađ vera nánast áhrifalaus í útjađrinum? Og hvađ "sjálfstćđisrök" andstćđinga ESB-ađildar varđar, ţá tel ég ţau vera hriplek. Ísland hćttir ekki ađ vera sjálfstćtt land viđ inngöngu í ESB.

Veröldin hefur breyst og ţađ allverulega síđan Ísland fékk sjálfstćđi. Ađstćđur í alţjóđamálum eru gjörbreyttar, ekki síst eftir ađ ,,Kalda stríđinu” lauk. Er hćgt ađ horfa framhjá ţeim breytingum ţegar fjallađ er um stöđu Íslands í samfélagi ţjóđanna og hvert skuli stefna?

Gunnar Hólmsteinn Ársćlsson, stjórnmálafrćđingur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband