4.4.2008 | 09:04
Skammtímalausnir og langtímalausnir
Það er að bera í bakkafullan lækinn að agnúast út í Seðlabanka og ráðamenn fyrir aðgerðaleysi. Við erum land skuldara og þrátt fyrir sterkar undirstöður þá hafa markaðir einhverra hluta vegna sýnt okkur gulaspjaldið, eins og Intrum orðar það og það gengur ekki að gera ekki neitt. Til skamms tíma þarf að standa enn þéttar við bakið á fjármálastofnunum og ríkisstjórn að koma einhuga og fumlaust fram til að styrkja trúverðugleika íslensks efnhagslífs. Til lengri tíma er skynsamlegt að huga að grundvallarþáttum sem snerta stöðugleika í viðskiptum við útlönd, krónuna og tiltrú erlendra viðskiptaaðila og fjárfesta. Evrópusambandsaðild getur verið mikilvægur þáttur í að ná öllum þessum markmiðum, að því gefnu að ásættanleg niðurstaða náist í aðildarviðræðum.
Engin skammtímalausn?
Bent hefur verið á að upptaka evrunnar sé ekki skamtímalauns vegna þess að það taki tíma að ganga í gegnum umsóknarferli, samningaviðræður, þjóðaratkvæðagreiðslu og ganga frá lögformlegum atriðum fyrir aðild að ESB. Eftir að til aðildar kemur þarf Ísland að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru og þar bætast við nokkur ár til viðbótar. Þetta er hárrétt. Ísland mun ekki taka upp evru á einni nóttu. Á sama hátt og kyrrsetumaður mun ekki komast í form við það eitt að kaupa sér kort í líkamsrækt og ráða einkaþjálfara mun Ísland ekki fá evru við umsókn um aðild að ESB. Hins vegar skiptir máli að taka ákvörðun að taka fyrsta skrefið og senda skilaboð um ásetning. Að mæta í ræktina. Reynsla þeirra aðildarríkja ESB sem hafa tekið upp evruna er sú að áhrifa gætir þegar í stað eftir að ákvörðun um evruaðild hefur verið tekin. Áhrifin koma fram vegna væntinga markaðarins um stöðugleika, aðgerða í efnhagsmálum og ríkisfjármálum og samstarfs við Seðlabanka Evrópu sem eru hluti af aðlögun að upptöku evrunnar. Yfirlýsing um ásetning um Evrópusambandsaðild og upptöku evru gefur til kynna áform um að uppfylla skilyrði um verðbólgu, hallalaus fjárlög og takmörkun skulda við útlönd. Hún sendir skilaboð um að efnahagsumhverfi aðlagist í skrefum þeim viðmiðunum sem gilda á evrusvæðinu. Að viðskiptaumhverfi hér veri allt hið sama og í Evrópusambandinu.
Ekkert ríki er eyland
Ekkert ríki er eyland í alþjóðlegu efnhagslífi. Íslenskt hagkerfi er fremur opið og viðskipti eru að langstærstum hluta við Evrópu. Ríflega 70% viðskipta eru við rík Evrópska efnhagssvæðisins og um helmingur viðskipta er við evrusvæðið. Inngangan í EES var stórt, jákvætt skref fyrir Ísland. Sú einkavæðing og frelsi í fjármálaviðskiptum sem átti sér stað í kjölfarið hafa skapað hér mikinn hagvöxt, ný tækifæri og aukna þjóðarframleiðslu til langframa. Aðild að ESB og evrunni, með ásættanlegum aðildarsamningi, er rökrétt skref fram á við. Skref sem mun fjarlægja viðskiptakostnað við evrusvæðið og á sama tíma losa útflytjendur og innflytjendur undan þeim óþolandi sveiflum sem þau þurfa að búa við. Athuganir hafa sýnt að ESB-aðild og evran muni auka utanríkisviðskipti og þjóðarframleiðslu til langframa.
Trúverðugleiki
Minnsti gjaldmiðill í heimi og staða Íslands utan ESB vekur eðlilega spurningar erlendra aðila um viðskiptaumhverfi, framtíðarhorfur og sveiflur á íslenskum markaði. Aðild að Evrópusambandinu eyðir óvissu um aðstæður á íslenskum markaði. Allt viðskiptaumhverfi hér verður það sama og í ESB, þar sem helstu samstarfsfyrirtæki okkar og samkeppnisfyrirtæki okkar eru. Útskýringar á markaðsaðstæðum, peningamálastefnu og lagalegu umhverfi fyrir fjárfestum og viðskiptaaðilum verða einfaldar og skýrar. Aðstæður hér verða einfaldlega þær sömu og í Evrópu, því alþjóðlega umhverfi sem við erum þegar hluti af og getum kallað okkar heimamarkað. Lagaumhverfi verður það sama og samkeppnisskilyrði verða í stórum dráttum þau sömu. Að sjálfsögðu leysir Evrópusambandsaðild ekki öll vandamál. Það verða áfram sveiflur í hagkerfinu og það koma til nýjar áskoranir koma vegna sameiginlegrar peningamálstefnu á evrusvæðinu. Hins vegar verður stöðugleikinn meiri, trúverðugleikinn meiri og rekstarumhverfi fyrirtækja breytist þegar viðskiptakostnaður við evrur hverfur og breytingar á gengi gjaldmiðilsins gagnvart helstu viðskiptaaðilum sömuleiðis.
Aðalsteinn Leifson er lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Greinin birtist í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 3. apríl 2008
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.