Leita í fréttum mbl.is

Breytt ESB án Íslands?

Morgunverđarfundur á vegum Alţjóđamálastofnunar Háskóla Íslands og Samtaka iđnađarins - Fimmtudaginn 17. apríl milli 8:30 og 9:30 í Odda 101

Fimmtudaginn 17. apríl heldur Diana Wallis, ţingmađur og varaforseti Evrópuţingsins, opinn fyrirlestur um tengsl Íslands og Evrópusambandsins á morgunfyrirlestri. Ţar mun hún rćđa hvađa áhrif ţađ hefur á Ísland ađ standa utan ESB í ljósi nýgerđs sáttmála sambandsins og stefnu ţess á sviđi Norđurskautsmála. Alţjóđamálastofnun Háskóla Íslands og Samtök iđnađarins standa ađ fyrirlestrinum.

Diana Wallis hefur setiđ á Evrópuţinginu frá ţví áriđ 1999 og veriđ varaforseti ţingsins frá ţví í desember 2006. Hún hefur lengi haft mikinn áhuga á málefnum Norđurlandanna og var kosin forseti fastanefndar Evrópuţingsins gagnvart Íslandi, Noregi og Sviss í september 2004. Ţá var hún einnig kosin forseti sameiginlegu EES ţingnefndarinnar í september 2004 og ţeirri stöđu gegndi hún í ţrjú ár. Wallis hefur veriđ fulltrúi Evrópuţingsins á fundum Norđurlandaráđsins, ţingmannaráđs landa viđ Eystrasalt (the Baltic Sea Parliamentarians Conference) og fastanefnd ţingmanna í Norđurskautslöndum.

Wallis skrifađi bókina ,,Forgotten Enlargement: Future EU Relations with Iceland, Switzerland and Norway” ásamt Stewart Arnold and Ben Idris Jones. Bókin seldist mjög vel og var endurútgefin í október 2004.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Ađgangur ókeypis. Bođiđ verđur upp á kaffi og međlćti áđur en fundurinn hefst.

Sjá einnig á http://www.hi.is/ams og nánar um Diana Wallis á http://www.dianawallismep.org.uk/.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband