Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandsađild í síđasta lagi 2010, og evra 2013

Ađalsteinn Leifsson, lektor viđ Háskólann í Reykjavík sem situr í Evrópunefnd forsćtisráđuneytisins, sagđi fyrr í mánuđinum ađ ef Ísland myndi hefja ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ á ţessu ári gćtum viđ veriđ orđin ađilar ađ sambandinu í byrjun árs 2010 og komin međ evruna áriđ 2013. Ţetta mat sitt lét hann í ljós eftir ferđ Evrópunefndarinnar til Brussel ţar sem ţeir hittu ráđamenn Evrópusambandsins.

Fréttamenn á Visir.is hafa veriđ duglegir viđ ađ greina frá athugasemdum embćttismanna Evrópusambandsins á erlendri grundu upp á síđkastiđ. Fyrst sögđu ţeir frá ţví ađ Diana Wallis, ein af varaforsetum Evrópuţingsins, hafi skrifađ Olli Rehn sem sér um stćkkunarmál sambandsins ađ Íslendingar ćttu ađ fá skyndimeđferđ ef ţeir skyldu sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu. Haft er eftir Wallis ađ;

Mín tilfinning er sú, eftir ađ hafa fylgst međ samskiptum ESB og Íslands í um áratug, er ađ međ sérreglum um sjávarútveg vćri hćgt ađ semja um fulla ađild Íslands ađ ESB á nokkrum vikum fremur en mánuđum. Ţetta hljóta ađ vera góđ tíđindi fyrir Ísland ţar sem ég tel ađ svo fljót afgreiđsla myndi binda enda á efnahags­óvissuna í landinu ađ miklu leyti.


Nú síđast í gćr greindi Visir.is frá ţví ađ Olli Rehn ítrekađi ţađ í samtali viđ AFP fréttastofuna ađ Íslendingar gćtu gengiđ í sambandiđ mjög hratt ef óskađ vćri eftir ţví. Ţađ er ţví spurning hvort mat Ađalsteins sé bara frekar svartsýnt í ljósi núverandi ađstćđna!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Drífa ţetta af.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.10.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Friđrik Hansen Guđmundsson

 Sammála.

Vandamáliđ er hinsvegar ţađ ađ á međan ţjóđin er klofin í tvćr ámóta fylkingar í aftöđu sinni  í stćrsta hagsmunamáli ţjóđarinnar, afstöđunnar til Evrópusambandsins og upptöku Evru, ţá er ţingflokkur Sjálfstćđisflokksins ţađ ekki. Ţađ er mjög einkennilegt ađ ţessi fjölmenni ţingflokkur skuli ekki endurspegla afstöđu ţjóđarinnar í málinu. Ég vildi óska ađ í ţingflokknum vćri bara einn sem talađi fyrir upptöku evru og inngöngu í sambandiđ. Ţađ gerđi flokkinn svo mikiđ trúverđugri. Ţađ er hreint ótrúlegt ađ ţetta skuli geta hafa gerst ţegar meirihluti kjósenda flokksins vill Evrópusambandsađild. Eins einkennilega og ţađ hljómar ţá er eins og ósýnileg hönd hafi stýrt og stjórnađ vali á ţingmönnum flokksins síđustu áratugi ţví eingöngu hafa valist til starfans andstćđingar Evrópusambandsins.  

Nú er ég harđur fylgismađur ţess ađ Íslandi gangi inn í Evrópusambandiđ og tekin verđi upp Evra. Ţví fyrr, ţví betra. Eins og stađa mála á Íslandi er í dag ţá er ţetta mál málanna. Kjósi ég Sjálfstćđisflokkinn í mínu kjördćmi, eins og ég hef alltaf gert, ţá er ég jafnframt ađ gefa varaformanni Heimsýnar, Sigurđi Kára, atkvćđi mitt. Illugi Gunnarsson situr einnig í stjórn Heimsýnar. Ef ég kýs Sjálfstćđisflokkinn ţá er ég ađ kjósa gegn ađild ađ Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa gegn ađild ađ Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa varaformann Heimsýnar á ţing fyrir mig. 

Ţađ verđa ţung skref ađ kjósa Sjálfstćđisflokkinn í dag ţar sem ekki einn einasti ţingmađur flokksins styđur inngöngu í Evrópusambandiđ og upptöku Evru. Ţar fyrir utan bćtist ţađ forustuleysi í efnahagsmálum sem ţjóđin horfir nú uppá ţar sem embćttismenn virđast stjórna för.  

Verđi engin breyting á nćstu misserum ţá vil ég sjá annan valkost fyrir nćstu ţingkosningar. Ég vil geta kosiđ hćgri flokk sem vill inngöngu í Evrópusambandiđ.

Friđrik Hansen Guđmundsson, 21.10.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já, en ég held reyndar ađ fylkingarnar međ og á móti ađild eru ekki ámóta stórar. Máliđ er ađ alltaf ţegar kemur skođanakönnun hvort hefja eigi ađildarviđrćđur, ganga í ESB og taka upp evru ţá er niđurstöđum könnuninnar lýst einhvern veginn svona: 60% ţjóđarinnar vildu hefja ađildarviđrćđur, 49% vildu ganga inn í ESB og 52% vildu taka upp evru. Stundum er ekki einus sinni tekiđ fram neitt meira og ef betur er á lítiđ ţá eru margir í könnunni óákveđnir og ţar sem óákveđnir teljast ekki međ í já eđa nei kosningu ţá vćri kannski réttar ađ lýsa niđurstöđunum svona: 78% ţjóđarinnar vildi hefja ađildarviđrćđur á međan 22% voru mótfallinn, 59% vildu ganga inn í ESB og 65% vildu taka upp evru. Bara dćmi.

Ég man ađ fyrir einhverju ári síđan eđa meira, ţá gerđi capacent gallup könnun fyrir samtök iđnađarins og voru niđurstöđurnar ţessar (ég birti ţennan pistil sem ég skrifađi á wikipedia.org):

A new extensive poll, released on 11 september 2007, by Capacent Gallup showed that 48% of respondents were in favour of EU membership while 34% opposed. Furthermore a whole 58.6% wanted to begin admission negotiations with EU while only 26.4% opposed, and 53% were in favour of adopting the euro, 37% opposed and 10% undecided. The poll also showed that supporters of the 4 biggest political parties in Iceland, were all in favour of starting admission negotiations in a "clean" majority, that is to say more were in favour of negotiations than those who opposed and those who were undecided combined.

Og hérna er sjálf könnunin á vef samtökum iđnađarins. Nýrri skođanakannanir gefa enn meiri stuđning viđ ESB.

http://www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/frettir-og-greinar-um-althjodamal/nr/3037

Ísland er held ég eina landiđ í Vestur-Evrópu sem hefur ekki  fengiđ ađ kjósa um ađ hefja ađildarviđrćđur í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.10.2008 kl. 13:53

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Mađur er í rauninni ađ komast ađ ţeirri niđurstöđu ađ ríkistjórnin ćtti bara ađ klára málin gagnvart IMF, sćkja svo um ađild ađ Evrópusambandinu ásamt ţví ađ leggja fram ţćr breytingar á stjórnarskránni sem ţarf fyrir inngöngu. Eftir ţađ ćtti ríkistjórnin ađ bođa til alţingiskostninga og halda um leiđ ţjóđaratkvćđi um Evrópusambands ađild - vonandi bara snemma á nćsta ári.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.10.2008 kl. 09:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband