Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandsaðild í síðasta lagi 2010, og evra 2013

Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík sem situr í Evrópunefnd forsætisráðuneytisins, sagði fyrr í mánuðinum að ef Ísland myndi hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu ári gætum við verið orðin aðilar að sambandinu í byrjun árs 2010 og komin með evruna árið 2013. Þetta mat sitt lét hann í ljós eftir ferð Evrópunefndarinnar til Brussel þar sem þeir hittu ráðamenn Evrópusambandsins.

Fréttamenn á Visir.is hafa verið duglegir við að greina frá athugasemdum embættismanna Evrópusambandsins á erlendri grundu upp á síðkastið. Fyrst sögðu þeir frá því að Diana Wallis, ein af varaforsetum Evrópuþingsins, hafi skrifað Olli Rehn sem sér um stækkunarmál sambandsins að Íslendingar ættu að fá skyndimeðferð ef þeir skyldu sækja um aðild að Evrópusambandinu. Haft er eftir Wallis að;

Mín tilfinning er sú, eftir að hafa fylgst með samskiptum ESB og Íslands í um áratug, er að með sérreglum um sjávarútveg væri hægt að semja um fulla aðild Íslands að ESB á nokkrum vikum fremur en mánuðum. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Ísland þar sem ég tel að svo fljót afgreiðsla myndi binda enda á efnahags­óvissuna í landinu að miklu leyti.


Nú síðast í gær greindi Visir.is frá því að Olli Rehn ítrekaði það í samtali við AFP fréttastofuna að Íslendingar gætu gengið í sambandið mjög hratt ef óskað væri eftir því. Það er því spurning hvort mat Aðalsteins sé bara frekar svartsýnt í ljósi núverandi aðstæðna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Drífa þetta af.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.10.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

 Sammála.

Vandamálið er hinsvegar það að á meðan þjóðin er klofin í tvær ámóta fylkingar í aftöðu sinni  í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar, afstöðunnar til Evrópusambandsins og upptöku Evru, þá er þingflokkur Sjálfstæðisflokksins það ekki. Það er mjög einkennilegt að þessi fjölmenni þingflokkur skuli ekki endurspegla afstöðu þjóðarinnar í málinu. Ég vildi óska að í þingflokknum væri bara einn sem talaði fyrir upptöku evru og inngöngu í sambandið. Það gerði flokkinn svo mikið trúverðugri. Það er hreint ótrúlegt að þetta skuli geta hafa gerst þegar meirihluti kjósenda flokksins vill Evrópusambandsaðild. Eins einkennilega og það hljómar þá er eins og ósýnileg hönd hafi stýrt og stjórnað vali á þingmönnum flokksins síðustu áratugi því eingöngu hafa valist til starfans andstæðingar Evrópusambandsins.  

Nú er ég harður fylgismaður þess að Íslandi gangi inn í Evrópusambandið og tekin verði upp Evra. Því fyrr, því betra. Eins og staða mála á Íslandi er í dag þá er þetta mál málanna. Kjósi ég Sjálfstæðisflokkinn í mínu kjördæmi, eins og ég hef alltaf gert, þá er ég jafnframt að gefa varaformanni Heimsýnar, Sigurði Kára, atkvæði mitt. Illugi Gunnarsson situr einnig í stjórn Heimsýnar. Ef ég kýs Sjálfstæðisflokkinn þá er ég að kjósa gegn aðild að Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa gegn aðild að Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa varaformann Heimsýnar á þing fyrir mig. 

Það verða þung skref að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag þar sem ekki einn einasti þingmaður flokksins styður inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru. Þar fyrir utan bætist það forustuleysi í efnahagsmálum sem þjóðin horfir nú uppá þar sem embættismenn virðast stjórna för.  

Verði engin breyting á næstu misserum þá vil ég sjá annan valkost fyrir næstu þingkosningar. Ég vil geta kosið hægri flokk sem vill inngöngu í Evrópusambandið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já, en ég held reyndar að fylkingarnar með og á móti aðild eru ekki ámóta stórar. Málið er að alltaf þegar kemur skoðanakönnun hvort hefja eigi aðildarviðræður, ganga í ESB og taka upp evru þá er niðurstöðum könnuninnar lýst einhvern veginn svona: 60% þjóðarinnar vildu hefja aðildarviðræður, 49% vildu ganga inn í ESB og 52% vildu taka upp evru. Stundum er ekki einus sinni tekið fram neitt meira og ef betur er á lítið þá eru margir í könnunni óákveðnir og þar sem óákveðnir teljast ekki með í já eða nei kosningu þá væri kannski réttar að lýsa niðurstöðunum svona: 78% þjóðarinnar vildi hefja aðildarviðræður á meðan 22% voru mótfallinn, 59% vildu ganga inn í ESB og 65% vildu taka upp evru. Bara dæmi.

Ég man að fyrir einhverju ári síðan eða meira, þá gerði capacent gallup könnun fyrir samtök iðnaðarins og voru niðurstöðurnar þessar (ég birti þennan pistil sem ég skrifaði á wikipedia.org):

A new extensive poll, released on 11 september 2007, by Capacent Gallup showed that 48% of respondents were in favour of EU membership while 34% opposed. Furthermore a whole 58.6% wanted to begin admission negotiations with EU while only 26.4% opposed, and 53% were in favour of adopting the euro, 37% opposed and 10% undecided. The poll also showed that supporters of the 4 biggest political parties in Iceland, were all in favour of starting admission negotiations in a "clean" majority, that is to say more were in favour of negotiations than those who opposed and those who were undecided combined.

Og hérna er sjálf könnunin á vef samtökum iðnaðarins. Nýrri skoðanakannanir gefa enn meiri stuðning við ESB.

http://www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/frettir-og-greinar-um-althjodamal/nr/3037

Ísland er held ég eina landið í Vestur-Evrópu sem hefur ekki  fengið að kjósa um að hefja aðildarviðræður í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.10.2008 kl. 13:53

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Maður er í rauninni að komast að þeirri niðurstöðu að ríkistjórnin ætti bara að klára málin gagnvart IMF, sækja svo um aðild að Evrópusambandinu ásamt því að leggja fram þær breytingar á stjórnarskránni sem þarf fyrir inngöngu. Eftir það ætti ríkistjórnin að boða til alþingiskostninga og halda um leið þjóðaratkvæði um Evrópusambands aðild - vonandi bara snemma á næsta ári.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.10.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband