Leita í fréttum mbl.is

Evran er framtíðin: Endurreisnarnefnd

Í Fréttablaðinu í dag er frétt undir fyrirsögnini: ENDURREISNARNEFND SEGIR EVRU FRAMTÍÐINA. Hún hefst svona:

Í niðurstöðum draga að ályktun endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins um samkeppnismál segir að ganga eigi til samninga við Evrópusambandið um gjaldeyrismál „sem tryggi Íslendingum aðild að evrópsku myntsamstarfi sem fyrst". Krónan, ein á báti, skapi ekki þá umgjörð um efnahagslífið sem það þarfnast. Drögin voru skrifuð af Ólafi Ísleifssyni hagfræðingi, að beiðni Sjálfstæðisflokksins.

Lesa má alla fréttina á eftirfarandi slóð: http://www.visir.is/article/2009489675634

euro


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Skrifuð af Ólafi Ísleifssyni - þeim hinum sama og sagði að "Icesave" bullið væri viðskipti ársins 2007. 

Hver á að trúa þessum manni ???

Annar hagfræðiprófessor við mun virtari háskólal, Harvard, segir að Íslsendingar megi þakka fyrir að hafa ekki haft Evruna. 

Ég legg nú meiri trúnað við þann mann heldur en hagfræðikennarann í HR  !!!!

Sigurður Sigurðsson, 5.3.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Og hvað er "framtíðin" í þessu sambandi? Eftir 5 ár, 10 ár, 15 ár .... ?

Til þess eru vítin að varast þau.

Grikkland, Ítalía og fleiri lönd tóku upp evru án þess að hafa efni á því. Ef evran verður tekin upp á Íslandi á næstu 10 árum, áður en við höfum efni á því, lendum við í sama ruglinu.

Það á að salta þessa umræðu næstu 2-3 kjörtímabil. Hin "alþjóðlega fjármálamiðstöð", sem menn ætluðu að reisa hér, er sprungin. Krónan getur aðeins orðið til góðs í fyrirsjáanlegri framtíð. Að taka upp evru núna væri algjört brjálæði.

Fjármálin eru að breytast um allan heim og skynsamlegt að bíða og sjá hverju fram vindur. Ekki stökkva á einhverjar reddingar sem enginn veit hvert leiða okkur.

Haraldur Hansson, 5.3.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband