Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið ekki valkostur - heldur nauðsyn

Þórður MagnússonÞórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest, sagði á Iðnþingi í dag að aðild okkar að Evrópusambandinu væri ekki valkostur heldur brýn nauðsyn. „Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að stjórn efnahagsmála á Íslandi hefur aukið traust á okkur en það sama myndi gerast með aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu. Við eigum mikið undir því að öðlast traust á alþjóðavettvangi,“ sagði Þórður og bætti við að óbreytt ástand gengi ekki til lengdar: „Án aðildar munu fyrirtækin okkar ekki geta vaxið nema flytja höfuðstöðvar til útlanda. Einhliða upptaka evru er heldur ekki valkostur.“

Þórður lagði þunga áherslu á að bætt lífskjör þjóðarinnar héldust í hendur við árangur okkar í alþjóðavæðingu og frekari útflutningi. „Mælikvarði á árangur er aukning útflutningsverðmæta fremur en vöxtur í landsframleiðslu. Það eykur getu okkar til að greiða niður erlendar skuldir og auka velmegun,“ sagði Þórður

Erindi Þórðar í heild: http://www.si.is/media/idnthing/2009-Idnthing-ThordurM.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er einhverra hluta vegna ekki hlyntur aðild. Ég tel að það muni rýra álit á okkur ef við getum ekki náð ókkur upp úr þessari lægð án aðstoðar Esb. Ég tel að upptaka á Evru núna auki hættu á að þjóðin fái á sig aðra gengisfellingu.

Ég viðurkenni hinsvegar að ég hef aldrei prófað að lifa í ESB svo það má vel vera að ég sé óþarfa svarsýnn en yfirleitt tel ég Esb sinna of bjartsýna og því ekkert ólíklegt að þeir sem á móti eru séu of svartsýnir.

Offari, 6.3.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband