Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn og Björn ræddu ESB

Fjöldi manns mætti á hádegisfund HR í dag um ESB. Þar voru mættir Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason (sjá einnig eldri bloggfærslu). Björn tók það skýrt fram að hann væri andvígur ESB-aðild og taldi m.a. óþarfa að fara í samningaferli við ESB, sagði að Íslendingar hefðu allar upplýsingar sem þeir þyrftu.

Þorsteinn Pálsson gerði gjaldmiðils og bankahrunið að umræðuefni og sagði það endurspegla nauðsyn þess að ganga í ESB og taka upp Evruna sem gjaldmiðil. Ísland og íslenskt efnahagslíf, fyrirtæki og fjölskyldur, þyrftu á samkeppnishæfum gjalmiðli að halda. Það væri sá raunveruleiki að þjóðin stæði frammi fyrir. Sá stöðugleiki sem fylgja myndi aðild taldi Þorsteinn mjög æskilegan.

Frétt MBL: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/24/kappraett_um_esb/

Frétt HR: http://www.hr.is/?PageID=2434&NewsID=3157

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband