Leita í fréttum mbl.is

Það sem skiptir máli...

FréttablaðiðÓli Kristján Ármannsson ritstjóri Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins, hittir naglann á höfuðið í leiðara í blaðinu í dag. Þar fjallar hann um þau mál sem mestu máli skipta  í enduruppbyggingu efnahagslífs íslensku þjóðarinnar. Hann segir meðal annars:

,,Þá er ekki síður mikilvægt að fyrir liggi í hvaða efnahagsumhverfi við ætlum að standa að uppbyggingunni. Verður það með krónu og gjaldþrota stjórn peningamála, eða í umhverfi einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem seint mun teljast traustvekjandi, enda uppspretta viðvarandi gjaldeyrishafta án lánveitanda til þrautavara sem stutt geti við stærri fjármálafyrirtæki. Besti kosturinn er augljós, en hann er að lýsa þegar yfir þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka í kjölfarið upp evru. Liggi sú leið ljós fyrir hefur það strax áhrif á þau vaxtakjör sem ríkinu standa til boða. Þarna getur munað milljörðum, ef ekki tugmilljörðum á ári.........Þá er rétt að hafa í huga að sú yfirlýsing ein að hér verði stefnt að Evrópusambandsaðild kemur líklega til með að spara ríkinu meira fé í vaxtagreiðslum en aflað verði með góðu móti með skattahækkunum. Á tímum sem þessum er rétt að beina kröftunum í hluti sem skipta í alvörunni máli."

Evrópusamtökin taka undir þessi orð ritstjórans. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur á Íslandi geri sér grein fyrir þessari staðreynd. Því miður virðast upphrópanir og innantómur áróður hafa náð eyrum margra landsmanna og því er mikilvægt að allt framsýnt fólk ræði þessi mál hvar sem það hefur tækifæri til, hvort sem það er í fjölskylduboðum, á vinnustöðum, eða í hópi vina og kunningja. Annars er hætt við að endurreisn efnhagslífsins seinki um mörg ár.

Hægt er að lesa leiðarann á þessari slóð.

http://www.visir.is/article/20090325/VIDSKIPTI08/126531452


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hárrétt.  Svona upplýsingum þarf að koma til fólks eins og Lilju Mósesdóttur sem heldur að eignarskattur og hátekjuskattur sé lausnin á öllu.  Praktískar lausnir sem hægt er að framkvæma hratt og örugglega er það sem vantar nú. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.3.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband