Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert um sænskan landbúnað í DV

Jóhann HaukssonHinn reyndi blaðamaður DV, Jóhann Hauksson, hefur töluvert skrifað um sænskan landbúnað og reynslu sænskra bænda af ESB. Fyrir skömmu birtist mjög áhugvert viðtal við helsta sérfræðing sænsku bændasamtakanna, Peter Lundberg. Hann talar m.a. um það sem sænskir bændur stóður frammi fyrir, við aðild:

,,Við stóðum frammi fyrir erfiðleikum vegna ákvarðana stjórnvalda um umfangsmiklar breytingar á stýringu landbúnaðarframleiðslunnar. Við sáum líka mikil tækifæri á sameiginlegum Evrópumarkaði fyrir sænskar landbúnaðarafurðir. Almennt séð töldu sænsku bændasamtökin að Evrópusambandið væri eftirsóknarvert sem vettvangur fyrir sameiginlegan markað. Þessi afstaða tók ekki aðeins til beinna hagsmuna bænda og búvöruframleiðslunnar, heldur einnig til leitarinnar að meiri stöðugleika fyrir landbúnaðinn í heild sinni. Þarna voru vitanlega tækifæri fyrir sænskar búvörur á stórum markaði. Það er löng hefð fyrir frjálsri verslun í Svíþjóð en bændur eins og aðrir vita einnig að allar breytingar fela í sér áhættu."

Um Ísland og Noreg og bændur þessara landa segir Peter síðar í viðtalinu:

„Ég mundi mjög gjarnan vilja sjá Íslendinga og Norðmenn ganga í Evrópusambandið. Þannig gætum við þróað og samhæft samvinnu landanna enn frekar innan sambandsins. Það bendir allt til þess að norskur og íslenskur landbúnaður geti átt góða framtíð innan Evrópusambandsins. Það er nefnilega þannig að framtíð landbúnaðar í einstökum aðildarlöndum ræðst að mestu innan hvers þjóðríkis en ekki af Evrópusambandinu."

Þetta áhugaverða viðtal er að finna hér í heild sinni:

http://www.dv.is:80/brennidepill/2009/4/29/saenskir-baendur-og-esb/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband