20.5.2009 | 17:30
Norðmenn og Nei-sinnar
Í gær héldu tveir fulltrúar Nei-samtakanna í Noregi fund í Háskóla Ísland og um kvöldið var rætt við þá í löngu máli í Kastljósinu. Fulltrúar norskra-nei sinna eru frá samtökunum "Nei till EU", en þau fá mest af sínum stuðningi frá norsku bændasamtökunum. Varla er því hægt að segja að um sé að ræða hlutlausa aðila. Annar þessara manna er Dag Seierstad (pabbi rithöfundarins Åsne Seierstad), en hann er gamall vinstri pólitíkus og eðlisfræðingur.
Egill Helgason skrifar um heimsókn Nei-sinnanna á bloggi sínu og segir þar:
,,Hér á landi hafa gamlir kommar haft sig mjög í frammi í baráttunni gegn ESB. Raunar er mjög merkilegt að sjá hvernig þeir ná saman við nýja félaga utarlega af hægrivængnum.
Og nú er farið að flytja inn gamla komma frá Noregi.
Dag Seierstad hefur verið áhrifamaður í pólitíkinni yst í vinstrinu í Noregi álíka lengi og Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds á Íslandi. Raunar hefur hann ekki náð svo langt að verða ráðherra eins og þeir, en hann er sprottin upp úr svipuðum jarðvegi dvaldi til dæmis mikið í sæluríkjunum í Austur-Evrópu á árunum á sjötta og sjöunda áratugnum.
Sjálfur skrifar hann reyndar aðallega greinar í Klassekampen, blað norskra marx-lenínista, meðan Hjörleifur og Ragnar skrifa í Moggann."
Jón Baldvin Hannibalsson fjallar einnig um Norðmennina á heimasíðu sinni og segir m.a.:
,,Menn geta velt því fyrir sér, hvort meirihluti Norðmanna væri jafn staffírugur gegn aðild að Evrópusambandinu, ef það væri jafnilla fyrir Norðmönnum komið og hinum fjarlægu frændum þeirra á sögueynni. Ætli Norðmenn myndu ekki hugsa sig um tvisvar, ef þeir væru sokknir í skuldir; ef þeir þyrftu að fara með betlistaf í hendi til grannríkja og fjölþjóðasamtaka til þess að biðja um endurfjármögnun skulda eða bara um lánstraust frá degi til dags vegna innflutnings á nauðþurftum; ef meginið af norskum fyrirtækjum væri úrskurðað tæknilega gjaldþrota; ef skuldir fyrirtækja og heimila hefðu tvöfaldast í einu vettvangi vegna gengisfalls norsku krónunnar.
Varla mundi það bæta úr skák, ef Norðmenn yrðu að búa við gjaldeyrisskömmtun og gjaldeyrishöft; ef norsk fyrirtæki og heimili yrðu að borga nær 20% vexti af skuldum sínum á sama tíma og grannþjóðir borguðu um 5%; ef forráðamenn norska velferðarríkisins yrðu að skera velferðarþjónustuna þ.m.t. heilbrigðisþjónustu og menntakerfi inn að beini, á sama tíma og Norðmenn yrðu að taka á sig verulega skattahækkun, þrátt fyrir kaupmáttarhrun. M.ö.o. ef Noregur væri ekki olíufurstadæmi heldur a failed economic state eða eins konar fátækranýlenda, eins og Ísland kallast nú í fréttunum hjá þeim á BBC World. Ætli það myndi ekki kveða við annan tón?"
Sjá á www.jbh.is
GAGNRÝNISLAUST VIÐTAL
Í Kastljósinu í gærkvöldi var svo viðtal við Seierstad og Jostein Lindland, framkvæmdastjóra Nei-samtakanna, sem var ótrúleg laust við alla gagnrýni og ögrandi spurningar. Seierstad sagði m.a. að Íslendingar ættu að bíða eftir því hvort það fyndist olía við landið!
Þá væri enn mikilvægara fyrir okkur að ganga EKKI í ESB, sagði hann. Hér er því enn og aftur á ferðinni sú goðsögn að ESB ræni aðildarríkin auðlindunum. Af hverju eiga Bretar enn olíu? Af hverju er ESB ekki búið að höggva niður öll tré í Svíþjóð?
Nei-sinnar geta ekki nefnt eitt einasta dæmi um slíkt og hafa ekki gert. Þetta eru því bölsýnisspár.
Og nú á tímum nútíma samskipta, er ESB virkilega spurning um fjarlægðir?
Viðtal Kastljóssins: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431387/2009/05/19/2/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.