Leita í fréttum mbl.is

AMX fjallar um Andrés og Agnesi

Svargrein Andrésar Péturssonar í MBL s.l. mánudag viđ pistli Agnesar Bragadóttur í sama blađi deginum áđur heldur áfram ađ vekja athygli og eftirköstin ekki síđur. Hér á bloggi Evrópusamtakanna var sagt frá ţví í gćr ađ frétt um ţetta mál hefđi veriđ mesta lesna fréttin á Eyjunni, međ yfir 100 ummćli. Ţetta sýnir ađ mati bloggara ađ: 1) Agnes vekur athygli, 2) grein Andrésar vakti ekki síđur athygli og 3) Evrópuumrćđan er á bullandi ferđ! Sem er gott.

SmáfuglFréttavefurinn www.AMX.is,  sem er einskonar athvarf Nei-sinna á Íslandi gerđi bloggfćrsluna um fréttina á Eyjunni, ađ umtalsefni sínu. Ţađ er gert undir liđnum, ,,Fuglahvísl" sem er svona ţađ sem menn og konur eru ađ spjalla sín á milli. AMX birtir bloggfćrsluna í heild sinni og fullyrđir ađ ţar sé Andrés Pétursson, formađur Evrópusamtakanna ađ blogga um sjálfan sig! Svo er hinsvegar ekki, ţađ er einhver allt annar sem skrifar ţessi orđ og sér ţví um blogg Evrópusamtakanna!

En AMX getur hinsvegar ekki látiđ tćkifćriđ sér úr greipum renna og endurtekur aftur ţá fullyrđingu ađ ESB ćtli sér ađ sölsa undir sig fiskimiđ Íslands. Ţađ er greinilegt ađ allt verđur gert til ţess ađ halda ţessari gođsögn lifandi. Orđrétt segir í ,,fuglahvísli" AMX:

,,Smáfuglarnir verđa hins vegar ađ játa, ađ ţeir eru frekar á máli Agnesar en Andrésar, ţegar hugađ er ađ áformum ESB varđandi fiskimiđ og orkulindir. ESB stefnir örugglega ađ ţví ađ fćra yfirráđ ţessara auđlinda undir hiđ miđstýrđa alvitra vald í Brussel – vísbendingar um slíkt markmiđ ESB í framtíđinni skiptir meiru en dćmi úr fortíđinni, sem eru ađ verđa ađ engu međ nýrri stefnu ESB."

Athyglisvert er ađ huga ađ orđavali ,,smáfuglanna"; ,,áform ESB varđandi fiskimiđ og orkulindir." Hér er hreinlega veriđ ađ gefa í skyn ađ ţađ sé hluti af einhverskonar áćtlun ađ ESB taki yfir öll miđin í kringum landiđ! Ennfremur; ,,vísbendingar um slík markmiđ ESB...skiptir meiru en dćmi úr fortíđinni..."

Hvađa dćmi úr fortíđinni? Af hverju nefna ,,smáfuglarnir" ekki ţessi dćmi máli sínu til stuđnings? Kannski vegna ţess ađ ţau eru ekki til! Bloggari vill beina ţví til ,,smáfulganna" hvort ekki sé kominn tími til ađ horfast í augu viđ raunveruleikann og játa ţađ ađ ESB vinnur ekki međ ţessum hćtti. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband