Leita í fréttum mbl.is

Bjarni og Illugi, des. 2008

illugiBjarni BenediktssonÍ kjölfar umræðu dagsins um ESB er kannski ekki úr vegi að rifja upp grein sem Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu í Fréttablaðið þann 13.des í fyrra. Þar fjölluðu þeir um viðbrögð við kerfishruninu sem átti sér stað siðastliðið haust. Í greininni, sem bar yfirskriftina Endurreisn á nýjum grunni, fjölluðu þeir m.a. um Evrópumál. Í þeim hluta segir orðrétt:

,,Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Ræður þar úrslitum að halda ber á hagsmunum Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu með það að leiðarljósi að sem víðtækust sátt og samstaða takist um niðurstöðuna."

Einnig segir: ,,Verði það niðurstaða endurmats Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum þjóðarinnar sé enn betur borgið utan ESB væri það engu síður mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna, þar sem ítrustu hagsmuna hefur verið gætt. Varðstaða um auðlindir þjóðarinnar skiptir þar höfuðmáli." (Bloggari getur fyllilega tekið undir orð þeirra varðandi auðlindir þjóðarinnar).

Þetta skrifuðu Illugi og Bjarni áður en hinn síðarnefndi varð formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mars s.l. Síðar varð útkoma landsfundar sjálfstæðismanna  ,,leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu."

Um er að ræða leið sem bloggara er ekki kunnugt um að nokkur önnur þjóð hafi farið eða notfært sér, þ.e.a.s að spyrja þjóðina fyrst hvort hún vilji aðildarviðræður og síðan spyrja um niðurstöðu aðildarviðræðna, ef svarið við fyrri atkvæðagreiðslunni hefði orðið já.

Öll grein Bjarna og Illluga: http://www.visir.is/article/2008246220732


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband