Leita í fréttum mbl.is

Efnahagsleg bremsa

Áhugavert efni úr Úr MBL, 2.6.09, bein tilvitnun:

Ingimar G. Bjarnason"FYRIRTÆKIÐ Applicon ehf., dótturfélag Nýherja, hefur allt frá því bankarnir fóru á hliðina hér á landi í október á síðasta ári lagt áherslu á að koma starfsmönnum fyrirtækisins í störf á erlendri grundu.

Ingimar G. Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon, segir að unnið hafi verið markvisst að þessu. Nú þegar hafi átta sérfræðingar fyrirtækisins farið til starfa erlendis í mislangan tíma og stefnt sé markvisst að því að koma fleirum út á næstu misserum.

„Við gerðum okkur grein fyrir því hvert stefndi síðastliðið haust og hófumst strax í nóvember handa við að reyna að verða okkur úti um verkefni erlendis,“ segir Ingimar. „Enn sem komið er höfum við einungis náð að tryggja okkur um 5-10% af þeim fyrirspurnum sem okkur berast. Þetta er því enn óplægður akur fyrir okkur. Í sumum tilvikum höfum við ekki haft þekkinguna, en í öðrum hafa keppinautar orðið fyrir valinu eða talið áhættusamt að bjóða í stærri verkefni vegna óvissu með gengisþróun. Sveiflur í gengi krónunnar hafa mikil áhrif á hvort okkur tekst að koma fólki í verkefni út. Það er því lykilatriði að hér skapist jafnvægi í gengismálum á næstunni. Þrátt fyrir þessa annmarka er verulegur áhugi á íslensku starfsfólki í þekkingariðnaði. Við höfum orð á okkur fyrir að vera vel menntuð, með breiða þekkingu á viðfangsefnunum og göngum með réttu hugarfari að þeim verkefnum sem okkur eru falin hverju sinni. Starfsmenn Applicon hafa fengið mjög góða umsögn hjá þessum erlendu viðskiptavinum. Við gerum okkur ágætar vonir um að þessi leið skili okkur fleiri og spennandi verkefnum þegar fram líða stundir. Það má líta á þessa vinnu sem maraþon; árangurinn næst ekki strax heldur þurfum við að vera vakandi yfir þeim tækifærum sem bjóðast og styrkja enn frekar þá reynslu sem við höfum af alþjóðlegum verkefnum. Þannig getum við viðhaldið þekkingu innan fyrirtækisins og verðum í stakk búin til að takast á við ný verkefni þegar þau bjóðast hér á landi síðar.“ (Feitletrun, bloggari ES)

Þessi rödd úr viðskiptalífinu segir kannski það sem segja þarf um þau höft sem krónan og staða gjaldeyrismála halda þjóðinni í. Þetta er lýsing á efnahagslegri bremsu!

Fyrirsögn fréttar: Sveiflur í gengi krónunnar hafa mikil áhrif á árangurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband