Leita í fréttum mbl.is

AMX, Bildt og Norðursvæðin

Carl BildtFréttavefurinn AMX, gerir ummæli Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía að umtalsefni sínu. Smáfugl AMX, vitnar í vefsíðu Bildt, þar sem hann gerir Norðursvæðin s.k. að umtalsefni sínu og telur að aðild Íslands að ESB muni styrkja ESB sem ,,geranda” í hinum ýmsu málefnum sem tengjast þessu. Bildt segir nefnilega það sem allir eru sammála um varðandi þessi mál, að þau verða sífellt mikilvægari. Hann telur þarmeð að það sé í þágu allrar EVRÓPU að ESB komi fram sem sterkur gerandi í þessum málum.  

Hvað er í húfi? Talið er að á Norðursvæðunum séu að finna, olíu, gas, málma ofl. Hverjir telja sig eiga hagsmuna að gæta? Jú, Bandaríkin, Kanada, Grænland, Danmörk, Ísland, Noregur, og Rússland. Jafnvel Finnland og Svíþjóð. En að sjálfsögðu er þetta svæði sem skiptir alla jarðkringluna máli!

 Evrópa fær stóran hluta af orku sinni úr austurátt, þ.e.a.s. frá Rússlandi. Þetta gefur Rússum mikil völd. Þeir lýstu yfir ótvíræðum áhuga sínum á Norðursvæðunum með því að setja rússneska fánann á botninn fyrir nokkrum misserum síðan. Hagsmunir Evrópu er án nokkurs vafa að fá þá orku sem Evrópa þarf. AMX velur hinsvegar að gera ummæli Bildt tortryggileg og að nú sé ESB og Brussel komin í hagsmunagæslu. Orðrétt segir AMX um veffærslu Bildt: ,, Smáfuglunum finnst síðasta setningin forvitnilegust. Hún staðfestir þá skoðun, að meginrök þeirra, sem vilja mæla með aðild Íslands að ESB, byggjast á þörf Evrópusambandsins fyrir að koma ár sinni betur fyrir borð, þegar kemur að hagsmunagæslu frá Brussel og auðlindanýtingu á norðurslóðum.” Hér nánast fullyrðir smáfugl AMX að tilgangur aðildarsinna og aðildar sé að tryggja aðgang ESB að þessum auðlindum. Slíkt er auðvitað fásinna.

Aðild Íslands gæti hinsvegar gert það að verkum að Ísland gæti innan ESB unnið að skynsamlegri nálgun varðandi Norðursvæðin. Deilur og skoðanaskipti eigi mjög líklega eftir að koma fram um Norðursvæðin. En þau eru hinsvegar alþjóðlegt hafsvæði og um þau gilda alþjóðlegar reglur. Því verða menn að semja og komast að samkomulagi. Og þá erum við komin að kjarna ESB; að semja um hlutina, ekki hrifsa, taka eða krefjast. 

Sjálfur lýsir Bildt yfir ánægju með ferð sína hingað til lands og segir að stór hluti samstarfs Norðurlanda á komandi árum muni snúast um ,,ný viðfangsefni nýrra tíma," eins og hann orðar það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband