Leita í fréttum mbl.is

AMX, Bildt og Norđursvćđin

Carl BildtFréttavefurinn AMX, gerir ummćli Carl Bildt, utanríkisráđherra Svía ađ umtalsefni sínu. Smáfugl AMX, vitnar í vefsíđu Bildt, ţar sem hann gerir Norđursvćđin s.k. ađ umtalsefni sínu og telur ađ ađild Íslands ađ ESB muni styrkja ESB sem ,,geranda” í hinum ýmsu málefnum sem tengjast ţessu. Bildt segir nefnilega ţađ sem allir eru sammála um varđandi ţessi mál, ađ ţau verđa sífellt mikilvćgari. Hann telur ţarmeđ ađ ţađ sé í ţágu allrar EVRÓPU ađ ESB komi fram sem sterkur gerandi í ţessum málum.  

Hvađ er í húfi? Taliđ er ađ á Norđursvćđunum séu ađ finna, olíu, gas, málma ofl. Hverjir telja sig eiga hagsmuna ađ gćta? Jú, Bandaríkin, Kanada, Grćnland, Danmörk, Ísland, Noregur, og Rússland. Jafnvel Finnland og Svíţjóđ. En ađ sjálfsögđu er ţetta svćđi sem skiptir alla jarđkringluna máli!

 Evrópa fćr stóran hluta af orku sinni úr austurátt, ţ.e.a.s. frá Rússlandi. Ţetta gefur Rússum mikil völd. Ţeir lýstu yfir ótvírćđum áhuga sínum á Norđursvćđunum međ ţví ađ setja rússneska fánann á botninn fyrir nokkrum misserum síđan. Hagsmunir Evrópu er án nokkurs vafa ađ fá ţá orku sem Evrópa ţarf. AMX velur hinsvegar ađ gera ummćli Bildt tortryggileg og ađ nú sé ESB og Brussel komin í hagsmunagćslu. Orđrétt segir AMX um veffćrslu Bildt: ,, Smáfuglunum finnst síđasta setningin forvitnilegust. Hún stađfestir ţá skođun, ađ meginrök ţeirra, sem vilja mćla međ ađild Íslands ađ ESB, byggjast á ţörf Evrópusambandsins fyrir ađ koma ár sinni betur fyrir borđ, ţegar kemur ađ hagsmunagćslu frá Brussel og auđlindanýtingu á norđurslóđum.” Hér nánast fullyrđir smáfugl AMX ađ tilgangur ađildarsinna og ađildar sé ađ tryggja ađgang ESB ađ ţessum auđlindum. Slíkt er auđvitađ fásinna.

Ađild Íslands gćti hinsvegar gert ţađ ađ verkum ađ Ísland gćti innan ESB unniđ ađ skynsamlegri nálgun varđandi Norđursvćđin. Deilur og skođanaskipti eigi mjög líklega eftir ađ koma fram um Norđursvćđin. En ţau eru hinsvegar alţjóđlegt hafsvćđi og um ţau gilda alţjóđlegar reglur. Ţví verđa menn ađ semja og komast ađ samkomulagi. Og ţá erum viđ komin ađ kjarna ESB; ađ semja um hlutina, ekki hrifsa, taka eđa krefjast. 

Sjálfur lýsir Bildt yfir ánćgju međ ferđ sína hingađ til lands og segir ađ stór hluti samstarfs Norđurlanda á komandi árum muni snúast um ,,ný viđfangsefni nýrra tíma," eins og hann orđar ţađ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband