Leita í fréttum mbl.is

Grímur um sjávarútveg

Grímur Atlason, fyrrum bæjarstjóri í Bolungavík, núverandi sveitastjóri Dalabyggðar og liðsmaður í VG skrifar áhugaverða færslu um sjávarútvegsmál (og Heimssýn) á bloggi sínu. Þar segir m.a.:

,,Einföldun Heimssýnar í tengslum við sjávarútvegsstefnu ESB og áhrif hennar á Skotland er fyrirséð. Hrun fiskistofna og ofveiði sl. 100 ára er samkvæmt Heimssýn sjávarútvegsstefnu ESB að kenna. Hér er auðvitað bara verið að slíta hlutina úr samhengi. Hinar dreifðu byggðir Skotlands gengu í gegnum það sama og við erum enn að ganga í gegnum. Ég held að misheppnuð byggðastefna Íslands sl. áratugi geti vart talist fyrirmyndarstefna. Stöðug fólksfækkun og hrun sjávarbyggða og landbúnaðarhéraða er staðreynd. Það þurfti ekkert ESB þar - bara okkur sjálf."

Öll færslan: http://eyjan.is/grimuratlason/2009/06/16/heimssyn-vs-highlands-and-islands/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef kynnt mér skoskan sjávarútveg. Það eru miklar ýkjur að það hafi verið einhver ofveiði í Norðusjónum og hvað þá í 100 ár. Það eru líka ýkjur að skoskur sjávarútvegur hafi lifað á miklum styrkjum. Drjúgur hluti af styrkjum Evrópusambandsins hefur farið í úreldingu á fiskiskipaflotanum, en mig minnir að samkvæmt mikilli úttekt sem Tony Blair lét gera fyrir nokkrum árum á breskum sjávarútvegi, Net Benefit, þá hafi verið sýnt fram á hagnað bresks sjávarútvegs.

Breskur sjávarútvegur hefur farið mjög illa út úr sömu stefnu og fylgt hefur verið hér hvað varðar vitavonlausa uppbyggingu fiskistofna sem hefur gengið út á að veiða minna til að veiða meira seinna en þetta seinna hefur aldrei komið þar frekar en hér. Það er nánast búið að eyða skoska fiskiskipaflotanum og veiðin er brot af því sem hún var þegar hin meinta uppbygging hófst, en samt er stöðugt reiknuð út meiri og meiri ofveiði.
ICES, Alþjóða hafrannsóknarráðið hefur mikil tök á útfærslu og stefnu Brussel í fiskveiðimálum og eru sumar hverjar mjög í ætt við það sem er að finna í stefnu Vg í sávarútvegsmálum s.s. að takmarka veiðar í blönduðum botnfiskveiðum út frá þeirri tegund sem reiknast minnst hverju sinni! Ef lítið reiknast af ýsu en mikið af þorski þá lagt til að dregið verði ennfrekar úr veiðum til að ná upp ýsunni.

Nýleg útfærsla Evrópusambandsins á því hvernig á að stjórna veiðum í Norðursjónum til þess að “byggja upp stofninn” er brjálæðislega flókin þar sem takmarkanir á veiði verða ekki einungis ákveðnar með kvótum sem reiknaðir eru út frá meintri stofnstærð, heldur á einnig að takmarka veiðar með að takmarka ennfrekar sókn með þeim litla fiskveiðiflota sem eftir er.

Þessari óábyrgu stjórn hér og í Norðursjónum er haldið áfram þrátt fyrir að veiðar ganga sinn vanagang í Færeyjum og Barentshafinu þar sem veitt er ár eftir ár langt umfram ráðlagða veiði reiknisfiskifræðinganna.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband