Leita í fréttum mbl.is

Grímur um sjávarútveg

Grímur Atlason, fyrrum bćjarstjóri í Bolungavík, núverandi sveitastjóri Dalabyggđar og liđsmađur í VG skrifar áhugaverđa fćrslu um sjávarútvegsmál (og Heimssýn) á bloggi sínu. Ţar segir m.a.:

,,Einföldun Heimssýnar í tengslum viđ sjávarútvegsstefnu ESB og áhrif hennar á Skotland er fyrirséđ. Hrun fiskistofna og ofveiđi sl. 100 ára er samkvćmt Heimssýn sjávarútvegsstefnu ESB ađ kenna. Hér er auđvitađ bara veriđ ađ slíta hlutina úr samhengi. Hinar dreifđu byggđir Skotlands gengu í gegnum ţađ sama og viđ erum enn ađ ganga í gegnum. Ég held ađ misheppnuđ byggđastefna Íslands sl. áratugi geti vart talist fyrirmyndarstefna. Stöđug fólksfćkkun og hrun sjávarbyggđa og landbúnađarhérađa er stađreynd. Ţađ ţurfti ekkert ESB ţar - bara okkur sjálf."

Öll fćrslan: http://eyjan.is/grimuratlason/2009/06/16/heimssyn-vs-highlands-and-islands/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Ég hef kynnt mér skoskan sjávarútveg. Ţađ eru miklar ýkjur ađ ţađ hafi veriđ einhver ofveiđi í Norđusjónum og hvađ ţá í 100 ár. Ţađ eru líka ýkjur ađ skoskur sjávarútvegur hafi lifađ á miklum styrkjum. Drjúgur hluti af styrkjum Evrópusambandsins hefur fariđ í úreldingu á fiskiskipaflotanum, en mig minnir ađ samkvćmt mikilli úttekt sem Tony Blair lét gera fyrir nokkrum árum á breskum sjávarútvegi, Net Benefit, ţá hafi veriđ sýnt fram á hagnađ bresks sjávarútvegs.

Breskur sjávarútvegur hefur fariđ mjög illa út úr sömu stefnu og fylgt hefur veriđ hér hvađ varđar vitavonlausa uppbyggingu fiskistofna sem hefur gengiđ út á ađ veiđa minna til ađ veiđa meira seinna en ţetta seinna hefur aldrei komiđ ţar frekar en hér. Ţađ er nánast búiđ ađ eyđa skoska fiskiskipaflotanum og veiđin er brot af ţví sem hún var ţegar hin meinta uppbygging hófst, en samt er stöđugt reiknuđ út meiri og meiri ofveiđi.
ICES, Alţjóđa hafrannsóknarráđiđ hefur mikil tök á útfćrslu og stefnu Brussel í fiskveiđimálum og eru sumar hverjar mjög í ćtt viđ ţađ sem er ađ finna í stefnu Vg í sávarútvegsmálum s.s. ađ takmarka veiđar í blönduđum botnfiskveiđum út frá ţeirri tegund sem reiknast minnst hverju sinni! Ef lítiđ reiknast af ýsu en mikiđ af ţorski ţá lagt til ađ dregiđ verđi ennfrekar úr veiđum til ađ ná upp ýsunni.

Nýleg útfćrsla Evrópusambandsins á ţví hvernig á ađ stjórna veiđum í Norđursjónum til ţess ađ “byggja upp stofninn” er brjálćđislega flókin ţar sem takmarkanir á veiđi verđa ekki einungis ákveđnar međ kvótum sem reiknađir eru út frá meintri stofnstćrđ, heldur á einnig ađ takmarka veiđar međ ađ takmarka ennfrekar sókn međ ţeim litla fiskveiđiflota sem eftir er.

Ţessari óábyrgu stjórn hér og í Norđursjónum er haldiđ áfram ţrátt fyrir ađ veiđar ganga sinn vanagang í Fćreyjum og Barentshafinu ţar sem veitt er ár eftir ár langt umfram ráđlagđa veiđi reiknisfiskifrćđinganna.

Sigurjón Ţórđarson, 16.6.2009 kl. 23:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband