Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurbréf um ESB

MBLReykjavíkurbréf MBL í dag fjallar alfarið um ESB-málið og gerir m.a. að umtalsefni sínu meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis. Kíkjum aðeins á bréfið þar sem höfundur ræðir framleiðslustyrki í landbúnaði:

,,Slíkur stuðningur er á undanhaldi í Evrópusambandinu. Það er í samræmi við þróunina í viðræðum um aukna fríverzlun á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Á undanförnum árum hefur margoft komið fram að þegar samkomulag næst um að draga úr tollum, ríkisstyrkjum og öðrum hindrunum á frjálsum milliríkjaviðskiptum með búvörur, muni Ísland þurfa að laga sig að reglum ESB, burtséð frá aðild að sambandinu. (feitletrun, bloggari)

Í meirihlutaálitinu er réttilega bent á að ákveðið svigrúm er fyrir framleiðslutengda styrki norðan 62. breiddargráðu í núverandi landbúnaðarstefnu ESB. Það er „heimskautalandbúnaðurinn“ svokallaði, sem var skilgreindur innan landbúnaðarstefnunnar við inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í ESB. En meirihlutinn vill ganga enn lengra og kanna „til hlítar hvort sérákvæði Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands.“

Um sjávarútvegsmál:

,,Í umfjöllun meirihlutans um sjávarútvegsmál gætir raunsæis að því leyti að þar gera menn því ekki skóna að hægt sé að fá fulla eða varanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hins vegar er talið mikilvægt að tryggja forræði Íslendinga yfir sjávarauðlindinni. Það telur nefndin t.d. gerlegt með því að íslenzka efnahagslögsagan verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði, þar sem réttindi verði ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða úr staðbundnum íslenzkum stofnum. Raunar má telja víst að það sé þegar nokkuð öruggt mál vegna reglu ESB um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika; réttur ríkja til að veiða í lögsögu annarra byggist á hefð, sem ekki er lengur til staðar eftir að erlendum fiskiskipum var ýtt út fyrir 200 mílurnar.

Það er stærri spurning hvort hægt yrði að fella reglur Íslands um stjórnun fiskveiða inn í sjávarútvegsstefnu ESB. Fordæmið í því máli er aðildarsamningur Noregs á sínum tíma, þar sem gert var ráð fyrir að stjórnunarreglur Norðmanna norðan 62. breiddargráðu yrðu felldar inn í stefnuna."

Reykjavíkurbréfið má lesa í heild sinni hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Í sambandi vil Landbúnaðinn vil ég nefna, að eftir því sem menn reyna að kafa ofan í styrkjakerfi ESB því meira verður það meira og meira fráhrindandi og aðal vandamálið að það er ekkert gegnsæi. Um 50-60% af útgjöldum sambandsins fara í stuðning við landbúnað en það er engin leið til þess að rekja það og svo bætist hin ýmsi stuðningur viðkomandi ríkja. (Á Íslandi fer 3% af ríkisútgjöldum til Landbúnaðar) Þetta er ein aðalástæðan fyrir því að endurskoðendur neita að skrifa upp reikninga sambandsins.  Þetta vandamál hefur stóraukist eftir að ESB hætti með framleiðslutengingar

Þetta gerir það vekum að það er nánast ekki nokkur leið til búa til grundvöll til samnings. Menn tala um Finnland og rétt þeirra til að styrkja sinn landbúnað sérstaklega en þrátt fyrir það fá kjarnaríkin langmest í stuðning miðað við framleiðslumagn 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 26.7.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Aðalmálið í dag hjá bændum í ESB er að koma grænum stimpli á allar framkvæmdir og er hugmyndaflugið ótrúlegt í þeim efnum. Við það virðist veskið hjá ESB galopnast. Eitt það fáránlegasta er svo að ef landbúnaðarframkvæmdin fær grænan stimpil er hún ekki skilgreind sem styrkur í OECD en megnið af fjáraustrinum er orðið skilgreindur sem grænn hjá ESB. Það er aðalskýringin fyrir því að við komum svona illa út í samanburðinum hjá OECD. Okkar landbúnaður ekki skilgreindur grænn en þeir virðast vera snillingar í því

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 26.7.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég ætla að taka eitt dæmi

Ég byggði Svínahús fyrir 200 milljónir árið 2000. af þessari upphæð fóru 70 miljónir í grunn, flórlagnir og skítatank.

Það er ekki óeðlilegt að af bændaverði fer 25-35% í að borga stofnfjárfestingu

Kollegi minn í Belgíu byggði álíka svínahús og ég 2002. Hann gat skilgreint grunnin. flórlagnir og skítatank sem grænt verkefni vegna þess að hann notar skítinn í gasframleiðslu.  Út þetta náði hann að kreista 70% styrk þó að sjálfur gastæknibúnaðurinn væri aðeins lítið brotabrot. Svínarækt er ekki sögð bera styrki í ESB. Til viðbótar þessu byggði hann húsið í nokkru þéttbýli þannig að hann neyddist til útbúa húsið með lofthreinsibúnað. Þar náði hann skilgreina húsið með nýrri grænni tækni og fékk 40% styrk

Segjum að núna göngum við í ESB. Báðir erum við að framleiða á sama markaðinn

Ég þurfti að borga fullt verð en Belginn 40%

Ég fæ lá til 15 ára verðtryggt eða gengistrygg. Belginn fær lán til 40 ára á 4% vöxtum óverðtryggt

Hvernig á að taka á svona málum í aðildarviðræðum?

Hvað haldið Þið að það taki Belgann langan tíma til að taka markaðinn hér?

Kveðja

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 26.7.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sæll aftur Gunnar, áhugavert að lesa skrif þín.

1) Hefur Belginn áhuga á að taka markaðinn hér?

2) Er grænn landbúnaður ekki eitthvað fyrir okkur? Getum við sýnt sömu útsjónarsemi?

3) Að öllum líkindum eiga landbúnaðarmál eftir að breytast mjög mikið innan ESB og fjármagn til þeirra að minnka.

4) Mín "aðalpæling" er í raun hvernig íslenskir bændur sjá stöðu sína í þessu alþjóðkerfi og það eiga eftir að verða breytingar. Hvernig ætlar greinin t.d. að laða að sér ungt fólk til endurnýjunar?? Í hverju á "sjarmur" íslensks landbúnaðar að liggja?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.7.2009 kl. 21:03

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta eru fínustu punktar frá þér Gunnar. Oft finnst mér rök andstæðinga ESB aðildar ekki vera rök í sjálfu sér heldur einhvers konar hræðsla og misskilningur og mjög svo ánægjulegt að sjá frávik frá því. Vil þó nefna samt að þú setur dæmið svolítið villandi upp hérna:

"Um 50-60% af útgjöldum sambandsins fara í stuðning við landbúnað en það er engin leið til þess að rekja það og svo bætist hin ýmsi stuðningur viðkomandi ríkja. (Á Íslandi fer 3% af ríkisútgjöldum til Landbúnaðar)."

Fyrir þá sem ekki þekkja málið gæti þetta litið út sem svo að 50-60% af útgjöldum ESB ríkja fari í landbúnað en aðeins 3% hér á landi.

En svo því sé haldið til haga þá er verið að ræða um 50-60% af útgjöldum ESB sem stofnunar. Man ekki hver er meðaltals framlag ESB ríkja til ESB, minnir að það sé 1-2% af þjóðarframleiðslu(er ekki með þessar tölur á hreinu), og því er þetta sumsé 50-60% af þeirri upphæð sem 1-2% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis fyrir sig nemur sem fer í landbúnaðarstyrki. Sumsé eitthvað um 0,5-1,2% af þjóðarframleiðslu í ESB ríkja á meðan eins og þú segir það er 3% á íslandi. 

En svo er auðvitað rétt að ofan á þenna 0,5-1,2% stuðning til landbúnaðar bætist svo annað sem er fyrir utan ESB framlögin, eins og til dæmis landbúnaðarstyrkir Finna vegna heimskautalandbúnaðar sérlausnarinnar(sem við ættum að geta landað líka) því það er greitt af Finnum sjálfum og kæmi því ekki inn í þessi "opinberu" framlög ESB sem slíks. Vera má að svo megi bæta ýmsum styrkjum ofan á þetta eins og þessa grænu styrki sem þú nefnir að séu í raun landbúnaðarstyrkir en séu ekki skilgreindir sem slíkir í opinbera framlaginu og séu því ekki taldir fram, ég þora ekki að fara með það, það má vel vera, en á móti kemur að um slíkt gæti þá líka verið um að ræða hér á landi. ESB styrkir mjög mikið dreifbýl landsvæði til að reyna stuðla að jöfnum lífskjörum þvert yfir þéttbýli/dreifbýli en það er auðvitað líka gert á Íslandi, og ekki er ég viss um að það skili sér alltaf í uppgefnum stuðningi til landbúnaðar hér á landi. Hitt veit ég að OECD gerði mjög viðamikla rannsókn á ríkisstuðningi bæði hvað varðar niðurgreiðslur og tolla, og þeir komust að afgerandi niðurstöðu að Ísland, Noregur og Sviss væru að styðja sinn landbúnað mest.

Varðandi samanburðinn sem þú gerðir á þér og kollega þínum, þá getur verið að hann hafi yfirhöndina eins og staðan er núna og þú fullyrðir, en á það að vera ástæða til að ganga ekki í ESB, út af því að bændum hérna býðst verri stuðningur? Ætti það þá ekki frekar að vera enn meiri ástæða til að reyna ná hagstæðum samningum og ganga í ESB svo þið getið farið að hafa það jafngott? Værir þú þá ekki betur settur ef við hefðum gengið inn fyrir löngu, ekki væri ónýtt fyrir þig að geta notið sömu vaxtakjara eins og hann til dæmis. Hvernig verður samkeppnisstaða þín gagnvart þessum sama bónda þegar farið verður að ganga á tollamúra okkar og niðurgreiðslur í landbúnaði vegna skuldbindinga okkar í alþjóðaviðskiptastofnunni? Svo má líka nefna að þessi belgíski bóndi mun ekki njóta sama stuðnings sem þið munuð eflaust njóta, til dæmis vegna þess að við hljótum að ná inn skilgreiningu sem hrjóstrugt landsvæði og jaðarsvæði svo og heimskautalandbúnaðar sérlausninni. Á móti kemur reyndar að hann hefur hentugri veðráttu til landbúnaðarstarfa sem er honum mjög til bóta. En þú hefur greinilega yfirhöndina hvað varðar aðgang að orku/rafmagni og verði á því. Hversu mikið mun það bæta hans starfsemi ef nú myndi opnist 300.000 manna markaður fyrir hans vörur, og svo hversu mikið mun það bæta þína stöðu að nú opnast 500 milljóna manna markaður. Ekki get ég séð að þú ættir að koma illa út úr þessum samanburði. 

Að lokum, varðandi hvort við styrkjum okkar landbúnað meira eins og OECD fullyrðir, eða hvort bændur í ESB njóta meiri styrkja eins og þú virðist gefa í skyn, þá dettur mér í hug 2 spurningar sem menn mættu velta fyrir sér:

1. Ef niðurstaða OECD er sanngjörn og réttmæt að við höldum Evrópumetinu(og þá heimsmetinu væntanlega) í landbúnaðarstyrkjum. Höfum við ennþá efni á því í kreppunni þar sem allstaðar er verið að skera niður? Þetta sýnist mér vera borðleggjandi að við höfum ekki efni á. Þá mun væntanlega verið skorið niður í þessum styrkjum hvort eð er niður á eitthvað plan sem er nálægara því sem bændur í ESB þurfa að sætta sig við. Hver er þá hindrunin fyrir ykkur bændur að ganga inn, alltsvo ef að hvort eð er sé búið ýta úr vegi þeim rökum að ganga ekki í ESB vegna þess að styrkir til ykkar muni minnka.

2. Ef að bændur í ESB njóta meiri styrkja eins og mér sýndist þú gefa í skyn, hver er þá hindrunin í vegi fyrir því að þið gangið inn, mun það ekki bara bæta ykkar lífskjör?

Jón Gunnar Bjarkan, 26.7.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Gott er líka að hafa í huga hvernig sum iðnfyrirtæki óttuðust um hag sinn fyrir inngöngu í EES. Ég sá athyglisvert viðtal á INN við einhvern af talsmönnum Samtaka Iðnaðarins og hann kom með athyglisverða punkta í því sambandi. Fyrir þann tíma þá var verið að framleiða allskyns vörur hér á landi sem voru engan veginn samkeppishæfar út í heimi. Mikil hræðsla greip um sig um að erlend stóriðnfyrirtæki kæmu hérna og yfirbuguðu allan íslenskan iðnað og íslendingar stæðu allir eftir sem einn atvinnulausir. Nú var það rétt að margt af þessum iðnaði datt niður, en á móti kom miklu betra í staðinn, hátækniiðnaður. Mun betur launaðari sem krefst miklar menntunar og upp spruttu fyrirtæki eins og Össur, Marel, Actavis og CCP, fyrirtæki sem plumma sig fantavel í samkeppni hvar sem er í heiminum. Og þessi iðnfyrirtæki hafa það líka fram yfir "gamla iðnaðinn" að skapa gjaldeyristekjur. Á móti kemur að við kaupum nú "gömlu iðnvörurnar" erlendis frá og það dregur úr gjaldeyristekjum, en líka á miklu hagstæðara verði. Að vega þetta upp og meta þá er nokkuð ljóst að þetta var mjög vel heppnuð umskipti í íslenskum iðnaði og nú eru samtök iðnaðarins orðinn einir mestir stuðningsmenn ESB aðildarumsóknar þar sem áður þeir stóðu á móti EES inngöngu.

Með þessu er ég ekkert að reyna gera lítið úr áhyggjum bænda og stimpla þær sem eitthvað taut. Hver atvinnugrein hefur sína sérstöðu, sínar þarfir og sitt eigið sjónarmið og þarf bara að taka þá umræðu málefnalega. Persónulega tel ég að landbúnaðarkaflinn verði mikilvægasti kaflinn í aðildarviðræðunum og það verði að ná góðri niðurstöðu þar til að þjóðin samþykki samninginn. Ég hef eiginlega engar áhyggjur af sjávarútveginum, það ríkir mikill misskilningur hér á landi um sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB hér á landi og hvað hún muni hafa í för með sér fyrir íslendinga. Um leið og umræðan um hana verður kominn betur á skrið og farinn að þróast lengra þá mun þjóðan að mínu mati snúa sér yfir í landbúnaðarmálin sem hitamálið fyrir inngöngu.

Það ætlar enginn að segja mér það að hátæknivæddasti fiskiskipafloti í heiminum og einhver samþjappaðasti útgerðabransi, okkar floti og kerfi, muni fara halloka í samkeppni við Evrópska hobbý sjómenn um flökkustofna(fyrir utan okkar eigin staðbundnu stofna sem við sitjum einir að). Ef að það, ásamt niðurfelling tolla á óunnar vörur og sérstaklega 20-30% tollar á fullunnar fiski héðan til ESB muni ekki gefa íslenskum fiskiiðnaði bæði rækilegt vítamínboost og spark í rassgatið, þá skal ég hundur heita. Fiskveiðar hafa aldrei spilað stóra rullu í efnahagi Evrópuríkja, og er langa leið frá því að stundað sé þarna einhverskonar arðbær útgerðar iðnaður eins og hér á landi, þetta eru mest megnis gamlir trillukarlar(að þeim öllum ólöstuðum annars) sem prýða sig bara sæla með að eiga sinn bát og hafa ofan í sig og á, og alveg með ólíkindum vesældómur útgerðarmanna að pissa í buxurnar af þeirri hugsun að mæta slíkrí samkeppni. Eina landið sem ég held að gæti komist eitthvað nálægt því að hafa í við okkar fiskveiðiiðnað eru Spánverjar, og þeir eru nú aldeilis sagðir hafa nýtt sín tækifæri vel og þá væntanlega á kostnað þessara smærri báta í samkeppni á flökkustofnum.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.7.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband