Leita í fréttum mbl.is

Umsókn Íslands fékk grænt ljós

f_mydocumentsmaria_mina_bilder_esb-merki_885262.jpgSkýrt var frá því í dag að utanríkisráðherrar ESB hefðu á fundi fyrr í dag samþykkt einróma að gefa umsókn Íslands að ESB grænt ljós. Á www.MBL.is segir:

,,Mikil undirbúningsvinna mun nú væntanlega hefjast. Stækkunarskrifstofa ESB, undir forystu Ollis Rehn, setur saman litla deild til að taka saman skýrslu um hversu vel Ísland er í stakk búið til aðildar, hvort við fullnægjum þeim skilyrðum sem nýjum aðildarríkjum eru sett og hvaða vandamál geta komið upp í viðræðum. Fullbúin skýrsla verður svo lögð fyrir leiðtogafund sambandsins, þar sem einnig verður óskað eftir umboði til samningsviðræðna. Íslensk stjórnvöld vonast til að þetta hafist fyrir leiðtogafundinn í desember, í lok formennskumisseris Svía. "

Á www.ruv.is segir:

,,Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að aðildarviðræður Íslands muni að öllum líkindum ganga hratt fyrir sig, en Íslendingum muni þó ekki verða veitt nein forréttindi umfram aðrar aðildarþjóðir sambandsins. Svíar eru nú í forsæti sambandsins. Bildt tjáði fréttamönnum fyrir fund utanríkisráðherranna að ekki væri um að ræða að Ísland fengi að stytta sér leið, heldur væri einfaldlega um skemmri veg að fara fyrir Ísland þar sem það væri þegar aðili að sameiginlegum markaði ESB og Schengen-svæðinu."

Viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar voru þessi: ,,...utanríkisráðherra, fagnar því sérstaklega að tímasett áætlun um aðildarviðræður við Evrópusambandið virðist ganga upp. Hann segir ákvörðun ráðherranna 27 mikinn sigur fyrir Ísland enda tekin einróma."

Sjá: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item291635/

Ekkert varð því af andstöðu frá Hollandi og Bretlandi, eins og ýmsir voru að spá í. Þetta sýnir því að Icesave og aðildarumsókn að ESB eru ótengd mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband