Leita í fréttum mbl.is

Rétt og ekki rétt tímasetning?

Björn BjarnasonAlţjóđasinninn(?) Björn Bjarnason, skrifar pistil á www.amx.is, helsta athvarfi Nei-sinna á Íslandi, um tímasetningu ađildarumsóknar Íslands ađ ESB. Ţar segir Björn m.a:

,,Ţegar litiđ er á stöđu mála hér á landi og innan Evrópusambandsins er auđvelt ađ rökstyđja ţá niđurstöđu, ađ óđagot Samfylkingarinnar í ESB-málum hafi leitt til ţess, ađ tímasetning ađildarumsóknar Íslands sé óskynsamleg. Nćr hefđi veriđ ađ fresta málinu um fjögur til fimm ár.

Í raun er óskiljanlegt međ íslenska hagsmuni í huga, ađ nú sé skynsamlegast ađ verja tíma og fjármunum á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu til ađ rćđa viđ ESB og deila um máliđ á heimavelli."

Björn vill s.s. bíđa í allt ađ hálfan áratug međ ađ sćkja um! Fresta málinu! Hvađ vakir fyrir BB? Ekki frestuđu Svíar eđa Finnar umsókn sinni, međ allt í kalda koli. Eitt af ţví fyrsta sem fyrrum ríki Austur-Evrópu gerđu eftir ađ hafa losnađ undan kommúnismanum, var ađ sćkja um ađild. Spánn, Grikkland og Portúgal gerđust ađilar ađ ESB í kjölfar herforingjastjórna og fasisma. Slóvenía í kjölfar grimmilegra brćđravíga, ađ ekki sé minnst á Króatíu! Áhugavert vćri ađ fá álit frá Birni hvenćr hefđi veriđ ,,rétti tíminn" fyrir ţessi lönd ađ sćkja um?

Er ekki máliđ ađ Björn er í raun ađ vonast ađ allt verđi bara í himnalagi hér eftir 4-5 ár, svo hćgt sé ađ segja, ,,viđ höfum ţađ svo fínt, viđ ţurfum ekkert ađ sćkja um." Bloggari kveikir ekki alveg á röksemdafćrslu Björns.

Og hvenćr hafa Íslendingar tekiđ stórar utanríkispólitískar ákvarđanir án innanlandsdeilna? Ađildin ađ NATO, EFTA, EES, o.s.frv?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđbjörn Guđbjörnsson

Ţetta er nú ekki flóknara en ţú rekur hér!

Guđbjörn Guđbjörnsson, 27.7.2009 kl. 16:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband