30.7.2009 | 22:41
Nei-sinnar og ESB(!)-miðlar
Nei-sinnar Íslands kvarta og kveina yfir fjölmiðlum landsins í ESB-umræðunni. Sérstaklega er áhugavert að fylgjast með vefnum AMX að þessu leyti. Þar eru nánast allir helstu fjölmiðlar flokkaðir og skilgreindir sem ESB-miðlar: Dæmi: ESB-Moggi, ESB-RÚV o.s.frv. AMX-mönnum finnst s.s. sem allir fjölmiðlar séu hlutdrægir, að ESB-sinnar fái alltof mikla umfjöllun o.s.frv. Frosti Sigurjónsson, einn helsti Nei-sinni landsins og mögulegur ,,krónprins" í kjölfar Ragnars Arnalds, skrifar pistil á AMX, þar sem hann gerir þetta að umtalsefni sínu. Er honum ,,hlutleysi" RÚV t.d. umhugað, svona sem dæmi.
Hann kemur með "áhugaverða" tillögu í lokin: ,,Núna er rétti tíminn til að láta hlutlausan aðila gera úttekt á því hvort fyllsta hlutleysis hafi örugglega verið gætt í fréttaflutningi og umfjöllun um ESB og ICESAVE málin og birta þjóðinni niðurstöðuna."
Bloggari spyr: Hver á þessi hlutlausi aðili að vera? Hver á að skipa hann? Hvernig? Hver á að borga?
Bloggari veit ekki betur en að ein helstu rök Nei-sinna gegn aðild séu að nú þurfi að eyða peningunum í eitthvað annað en aðildarviðræður. Vilja Nei-sinnar eyða peningunum í þetta í staðinn? Það þyrfti væntanlega að fara í gegnum allt fjölmiðlaefni sem tengist málunum og það tekur jú tíma. Og þá þarf væntanlega að borga einhverjum tímakaup, ekki satt?
Frosti kynnir sig sem framkvæmdastjóra Dohop, fyrirtækis sem þróar flugleitarvélina Dohop. Kannski hann geti fundið upp ,,hlutleysisleitarvél" líka?
Sérkennilegir snúningar ESB-málsins!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Mbl og Fréttablaðið eru yfirlýstir ESB sinnar. Fréttatúlkunin á RUV er fráleitt
Eini af þessum stóru miðlum sem hefur sinnt ESB andstæðingum er Moggabloggið en þar hafa andstæðingar verið mjög duglegir að skrifa og fengið heitar umræður
Núna fer gang mikill umræða og er mér mest umhugað um RÚV. Ég vona að sá miðil standi sig en það hefur hann alls ekki gert
Það verða fjölmiðlarnir sem ráða úrslitunum i þessu máli
Ég vil leggja til að RÚV setji á laggirnar 7 manna nefnd 3 andstæðingar aðildar 3 aðildarsinnar og einn sem þessar fylkingar kom sér saman um sem oddamaður. nefndin sjái til þess að umræðan í þessu mikilvægasta máli lýðveldisins frá upphafi verð eðlileg og sanngjörn
Silfur Egils hefur verið eini stjórnmála umræðuþátturinn en þar hefur hallað verulega á hlut andstæðinga
Hvernig væri að fá Frosta Sigurjónsson til að stýra öðrum þætti og velja viðmælendur
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.7.2009 kl. 23:24
Þessi oddamður sem þú nefnir Gunnar yrði þá að hafa eitthvað hundsvit á ESB. Það er gjörsamlega óþolandi þegar það er verið að ræða ESB í fjölmiðlum, til dæmis Kastljósi, en ennþá verra til dæmis á útvarpi sögu og ÍNN þegar andstæðingar ESB drulla bara einhverju helvítis rugli yfir þjóðina án þess að fá neina leiðréttingu frá þáttastjórnenda.
Og nánast undantekningalaust, þá eru andstæðingar ESB í drottningarviðtölum á útvarpi sögu og ÍNN.
Varðandi moggabloggið, það er nóg að líta yfir forsíðu moggabloggsins að það er einhver undarlegar hvatir að baki þeirra sem stýra því hverjir fá pláss á forsíðunni hjá moggablogginu, nánast eingöngu andstæðingar ESB, sumir hverjir hreinir talíbanar sem bulla bara eitthvað út í loftið og skrifa hreinar og beinar lygar um ESB.
Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 00:41
ÍNN og Útvarp Saga er í raun mun áreiðanlegri miðlar en Rúv.
Maður fer aldei í grafgötur með skoðanir ÍNN manna en svæsnasti áróður RÚV er venjulegast kallaður "fræðsluefni" og spunameistararnir eru kallaðir "hlutlausir fræðimenn".
Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 06:13
Það hefur auðvitað aldrei verið mikilvægara en að fjölmiðlar gæti sanngirni í umfjöllunum sínum um Evrópumál og einmitt núna fyrst opnað hefur verið á umsóknarferli að Evrópusambandinu. Það hljóta allir að geta verið sammála um. En ef Evrópusambandssinnum vex í augum hugsanlegur kostnaður vegna úttektar í þessu sambandi er til einföld lausn á því. Hætta við umsóknina ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 10:50
Og Jón Gunnar, það er ekki málefnalegri umræðu um þessi mál til framdráttar að uppnefna pólitíska andstæðinga og saka þá um bull og lygar án einu sinni tilraunar til rökstuðnings.
Hjörtur J. Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 10:53
Þeir eru fáir sem taka amx alvarlega.
Reyndar er sá málflutningr andsinna um að umfjöllun fjölmiðla sé hliðholl esb bara í takt við málflutning þeirra heilt yfir. Öllu snúið á haus og lesið afturábak,
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2009 kl. 11:12
Aðild að ESB er ekki smámál. Þar er ekki tjaldað til einnar nætur. Innganga myndi hafa varanleg áhrif á samfélagið til framtíðar.
Þess vegna hlýtur það er vera öllum í hag, hvort sem menn eru með eða á móti, að umfjöllun um þetta stóra mál sé fagleg, málefnaleg og hlutlaus. Að allir geti myndað sér ómengaða skoðun og tekið upplýsta ákvörðun, hver fyrir sig.
RUV hefur dýpri skyldum að gegna en aðrir fjölmiðlar. Ef vafi leikur á að fulls hlutleysis sé gætt þarf að eyða þeim vafa, á hvora hliðina sem hallar. Það ætti að vera eðlilegur þáttur í gæðastjórnun RUV að fara reglulega í eins konar naflaskoðun. Ekki síst þegar stórmál sem ESB eru í gangi. Kostnaður er léttvæg afsökun í því sambandi.
Því miður gengur þessi bloggfærsla meira út á að benda á þann sem talar en fjalla um það sem hann segir. Hann kallaður krónprins og gerður tortryggilegur með því að setja orðið "hlutleysi" innan gæsalappa, auk þess sem fyrirtæki hans er dregið inn í málið.
Ég vona að það sé ekki vísbending um að Frosti hafi of mikið til síns máls og að Evrópusamtökin óttist vandaða, hlutlausa umfjöllun.
Haraldur Hansson, 31.7.2009 kl. 14:10
"Það er fullveldi að mega afsala sér fullveldi" - segir Eiríkur Bergmann, launaður áróðursmaður ESB.
Evrópusambandið greiðir tugi milljóna á hverju ári til áróðursmeistara til að koma landinu undir erlend yfirráð. Allt undir því yfirskini að hér sé um fræðimennsku að ræða sbr. "Evrópufræðasetur" á Bifröst sem og hina lítt dulbúnu áróðursþætti á RÚV. Hvað skyldi RÚV fá í styrki þaðan?
Okkur Nei-sinnum þykir það heldur óskemmtilegt viðfangsefni að þurfa að fást við Evru-launaða vandræðamenn samhliða erfiðu endurreisnarverkefni.
Haukur Nikulásson, 6.8.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.