Leita í fréttum mbl.is

Marktæk könnun?

Um helgina birtist könnun sem félagsskapur þriggja manna, Andríki, lét gera fyrir sig um afstöðuna til ESB. Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Niðurstöður urðu þær, að „mjög hlynntur“ reyndust vera 17,1%, „frekar hlynntur“ 17,6%, „frekar andvígur“ voru 19,3% og „mjög andvígur“ 29,2%. „Hvorki né“ sögðust 16,9% vera.Samkvæmt því voru 48,5% mjög andvíg eða frekar andvíg, en 34.7% frekar hlynnt eða mjög hlynnt, en 16,9% hvorki hlynnt né andvíg. Ef þeim, sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niðurstöðunum, eru því 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.

Fljótt á litið kemur þessi könnun frekar illa út fyrir Evrópusinna, en athyglisvert er að geta eftirfarandi: Ekki er talað um s.k. vikmörk í könnuninni, sem geta haft verulega þýðingu í könnunum.

Og það sem verra er að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Af þeim 1273, sem voru með í úrtakinu, svöruðu aðeins 717, eða um 56%. Marktækni þessarar könnunar er því vægast sagt vafasamt og ber að líta á niðurstöður hennar í því ljósi.

Allir sem eitthvað hafa lært í aðferðafræði vita að æskilegt svarhlutfall, til þess að kannanir verði marktækar, er 70-80% og yfir.

Þessi ,,merkilega" koönnun er væntanlega ekki síðasta könnunin á þessum málum, Nei-sinnarnir í Heimssýn gerðu eina um daginn og sjálfsagt á Félag ljósmæðra eftir að láta gera könnun um afstöðuna til ESB! Með fullri virðingu fyrir ljósmæðrum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Zaraþústra

Einfaldast fyrir þá að birta bara PDF skýrsluna sem þeir fá senda frá Capacent.  Þetta er samt ein af mörgum könnunum sem sýnir klárlega að Íslendingar vilja fá að kjósa um þessi mál, sem þeir hafa ekki fengið að gera.

Zaraþústra, 4.8.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það var skynsamlegt út frá hagsmunum þjóðarinnar að sækja um í sumar.

Það er samt sennilega svo að út frá stjórnmálum séð var þetta ekki skynsamlegur tímapunktur, þar sem Icesave málið er í gangi. Það er líka rétti tíminn að ganga frá Icesave samningunum núna.

Hugsanlega hefði verið betra út frá pólitíkinni að bíða til haustsins með ESB aðildina og það sama gildir um Icesave.

Almenningur í landinu gerir sér enga grein fyrir ástandinu á meðan atvinnuleysið er enn "bara" 9%!

Fólkið í landinu sér fyrst ljósið þegar öll sund lokast og það er sennilega það sem þjóðin þarf, því hrokinn er enn svo mikill. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 07:53

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þessi sem og aðrar kannanir hafa nákvæmlega enga merkingu á meðan að þjóðin veit ekki hverju hún er að svara. Þegar hún fær að sjá aðildarsamninginn, afsal auðlinda, lítil sem engin áhrif smáþjóða og sú staðreynd að ESB er með gerspillt stjórnkerfi, þá fyrst verður eitthvað að marka þessar kannanir.

Guðbjörn af orðum þínum má dæma að við séum að fara skríðandi með allt niður um okkur inn í ESB. Að ESB sé leiðin út úr þessari kreppu sem að er þvættingur. Við munum ekki geta notið kosta ESB, það er sterkari gjaldmiðill og stöðugri vextir fyrr en kreppan hér á Íslandi hefur verið leyst. Alveg sama þótt að við göngum í ESB, Evran mun ekki streyma til landsins nema að ástanið í efnahagslífi þjóðarinnar lagist. Það þurfum við að laga upp á eigin spítur.

Svo vil ég spyrja ykkur stuðningsmenn ESB að einu. Fyrir skömmu fullyrti Spænski Evrópumálaráðherrann að hann myndi gæta spænskra hagsmuna varðandi veiðar á Íslandi þegar kæmi að því að semja um aðild Íslendinga. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ hroll þegar menn í Evrópu tala um að komast í auðlind sem að veitir þúsundum störf. Fáið þið ekki hroll líka eða er auðlind hafsins eitthvað sem að má bara fórna til þess að þið komist í fyrirheitna landið?

Bestu kveðjur

Jóhann Pétur Pétursson, 5.8.2009 kl. 08:02

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samkvæmt þessu er ekkert að marka nær allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um Evrópumál hér á landi undanfarin ár enda hefur svarhlutfallið í þeim allajafna verið í kringum 60%.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.8.2009 kl. 09:11

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Benedikt:
Það sem málið snýst ekki sízt um er það hverjir myndu hafa yfirráðin yfir þessum auðlindum í krafti ákvörðunarvalds, hverjir settu þau lög sem giltu um þær og tækju ákvarðanir um það hvernig þeim mætti ráðstafa og ekki ráðstafa. Það er deginum ljósara að það yrðum seint við ef við gengjum í Evrópusambandið enda færi vægi okkar þar innandyra eftir því hversu fjölmenn þjóðin er samanborið við aðrar þjóðir innan þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.8.2009 kl. 09:14

6 Smámynd: hs

Þú sérð aldrei stóra könnun sem nær svarhlutfalli 70-80%.

hs, 5.8.2009 kl. 09:43

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þessi pistill er grátbrosleg tilraun til að draga viðkomandi könnun í efa.  Það skiptir til dæmis engu máli hvað margir eru í þeim félagskap (persónulega hef ég ekki hugmynd um hve margir teljast í félagsskapnum, enda skiptir það engu máli) sem greiddi Gallup (sem virðist viljandi sleppt að nefna í pistlinum) fyrir könnunina. 

Hve margir eru í félagsskap hefur ekkert með áreiðanleika könnunar að gera.

Þó að æskilegt sé að svarhlutfall væri hærra í þessari könnun líkt og mörgum öðrum, þá ber að hafa í huga að þessi könnun staðfestir niðurstöðu margra kannana sem hafa verið gerðir áður.

Meirihluti Íslendinga er mótfallinn því að ganga í "Sambandið", en meirihluti þeirra hefur sömuleiðis í skoðanakönnunum lýst sig reiðubúna til að fara í "aðildarviðræður".

Þeir búast með öðrum orðum við því að fella þann samning sem kæmi úr viðræðum.

Það er enda lang líklegasta niðurstaðan að mínu mati eins og staðan er í dag.

Og sömuleiðis sú besta úr því er komið er.

G. Tómas Gunnarsson, 5.8.2009 kl. 12:53

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Hinum "hlutlausa" ríkismiðli RÚV þótti ekki ástæða til að fjalla um þessa skoðanakönnun. Líklegra þykir mér að ástæðan sé að niðurstaðan hafi ekki verið nógu "rétt", heldur en að þau á fréttastofunni hafi ekki talið niðurstöðu Capacent Gallup nógu marktæka.

Haraldur Hansson, 5.8.2009 kl. 14:54

9 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Svarhlutfall upp á aðeins 56% er mjög lágt. Það verður að gera meiri kröfur til fyrirtækja á borð við Capacent. Hér "í den" þegar Félagsvísindastofnun H.Í. gerði sínar kannanir (í gegnum síma) hættu þeir ekki fyrr en þeir náðu amk. 70% svarhlutfalli. Af hverju ætli það hafi verið?

Orðað á skringilegan hátt má því segja að rétt rúmlega einn af hverjum tveimur hafi svarað í þessari könnun Andríkis. Hvað fannst hinum? Fáum ekki að vita það.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 5.8.2009 kl. 21:05

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Það þarf líka að líta á úrtakið, ekki hversu marga náðist í úr úrtakinu. Í "den" var oft miðað við 800 manna úrtak.

Ef úrtakið er 800 manns og svarhlutfall 70% fást 560 svör.

Ef úrtakið er 1.273 og svarhlutfallið 56% fást 717 svör.

Auðvitað er æskilegt að svarhlutfallið sé sem hæst. En ég efast um að fréttastofa RÚV hafi litið á svarhlutfallið og ákveðið að þess vegna hafi ekki verið ástæða til að minnast orði á könnunina í fréttum.

Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband