Leita í fréttum mbl.is

Bjart er yfir Sumarhúsum!

Sumarhús?Í laugardagsblaði MBL birtist opnuviðtal við íslenskan bónda, Þorgrím E. Guðbjartsson, bónda, sveitastjórnarmann og VG-liðsmann. Það var áhugavert, kannski sérstaklega í ljósi stöðu hans sem bónda. Í viðtalinu segir hann frá fjölskylduaðstæðum, hvernig búskapurinn gangi. Athyglisverðast er kannski þegar hann segir: "Búskapurinn stendur undir rekstri búsins en litlum sem engum fjárfestingum."

Er hér komin staða margra íslenskra bænda í hnotskurn? Hversvegna er þetta svona? Gæti það verið vegna mikillar skuldabyrði, hárra vaxta, mikils kostnaðar við aðföng, áburð og þess háttar? Þetta rúllar, en ekki mikið meira en það, framþróun virðist samkvæmt þessum orðum hans sjálfs vera lítil sem engin! Þrátt fyrir massíva ríkisstyrki! 

Þorgrímur ræðir síðan ESB og segist ekki hafa neina trú á því. "Við Íslendingar erum ekki sambandssinnar, við fórnuðum meira að segja Samvinnuhreyfingunni. Við erum einyrkjar og viljum fá að vera í friði með okkar...Við flúðum hingað út á ballarhaf til að fá frið og geta verið kóngar, hver í sínu horni."

Bloggara er spurn: Hefur möguleg ESB-aðild eitthvað með Samvinnuhreyfinguna að gera? Var ekki hlutverki þeirrar ágætu hreyfingar lokið vegna breyttra aðstæðna í (alþjóða)umhverfinu, sem og hér heima?

Og vilja allir vera einyrkjar, er það víst? Þetta með smákóngana getur bloggari fallist á, en er það kostur?

Fyrr í viðtalinu segir Þorgrímur: "Ég held að fáum dyljist að ég er Bjartur í Sumarhúsum. Ég fer mínar eigin leiðir bæði í búskap og lífinu sjálfu...Ég veit að það eru ekki margir bændur sem hafa það gott af búskapnum eingöngu."

Er þetta eftirsóknarvert hlutskipti? Er þetta ekki frekar döpur lýsing á íslenskum landbúnaði? Er þetta landbúnaðurinn sem á að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar í framtíðinni? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

 ESB leggur atvinnulífið í dróma skriffinsku

Svona flæða ESB reglugerðirnar yfir okkur. Aðalstarfið hjá bændum Í ESB er skýrslugerð megnið einskis nýtar skýrslur

Það eina sem vantar upp á er skýrsla um það þegar ég fer fram úr á morgnana en hún kemur þegar við erum gemgin inn

Lítið Dæmi

Tilskipun EES til bænda sem blanda fóður

(sbr. 5.d) í D kafla 14. viðauka reglugerðar nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri).


�� Skipurit – skipting ábyrgðar stjórnenda. (5.d) 2., 3. 1.mgr. og 4. 1.mgr.)
�� Upplýsingar um menntun og hæfni ábyrgðarmanns vinnslu. (5.d) 3. 1.mgr. og , 4. 1.mgr.)
�� Yfirlit yfir starfsmenn, þekkingu og hæfni þeirra. (5.d) 2.)
�� Lýsing á verkefnum hvers starfsmanns, ábyrgð hans og valdsviði. (5.d) 3. 2.mgr.)
�� Grunnmynd vinnslustöðvar sem sýnir uppröðun véla og tækja og hvernig vöruflæðið er, þ.á.m. mörk
hráefnasvæðis og svæðis fullunninnar vöru, geymslu hráefna og afurða. (5.d) 1. og 5. 1.mgr.)
�� Grunnmynd sem sýnir aksturssvæði lyftara og umferð starfmanna um vinnslusvæðið. (5.d) 1.)
�� Flæðirit sem sýnir öll þrep framleiðsluferils. (5.d) 4. 2.mgr.)
�� Lýsing á vinnslu- og verkunarferli (stutt lýsing á hvað fer fram á hverju framleiðsluþrepi). (5.d) 4.
2.mgr.)
�� Sýnatökuáætlun, aðferð við sýnatöku, tíðni og frágangur ásamt geymslutíma. (5.d) 4. 3.mgr.)
�� Áætlun um efnagreiningu lokaafurða. (5.d) 4. 2.mgr.)
�� Lýsing á lokaafurðum og merkingu þeirra. (5.d) 3. 2.mgr. og 5. 2.mgr.)
�� Greining áhættuþátta (líf-, eðlis- og efnafræðilegra þátta) á hverju þrepi framleiðslunnar. (5.d) 3.
2.mgr. og 4. 2.mgr.)
�� Ákvörðun fyrirbyggjandi aðgerða og viðmiðunarmarka við eftirlit í ferlinum. (5.d) 3. 2.mgr. og 4. 2.mgr.)
�� Vöktunaráætlun með framleiðsluferlinu. (5.d) 3. 2.mgr. og 4. 2.mgr.)
�� Reglur um úrbætur og úrbótaáætlun. (5.d) 3. 2.mgr. og 4. 2.mgr.)
�� Reglur um prófun mælitækja (hitamæla, voga, sýrumæla, rakamæla o.s.fr.). (5.d) 3. 2.mgr. og 4. 2.mgr.)
�� Reglur um sannprófun gæðakerfis. (5.d) 3. 2.mgr. og 4. 2.mgr.)
�� Reglur um eigin úttektir á byggingum og búnaði. (5.d) 1.)


Skráningareyðublöð fyrir eftirfarandi:
�� Eftirlit með móttöku hráefna (ferskleikamat, skynmat, hitastig, síðasti söludagur, lotunúmer)
�� Þjálfunarskrá starfsmanna
�� Eftirlit með mikilvægum stöðum í framleiðslu (t.d. hitastigi, sýrustigi o.s.fr.)
�� Annað framleiðslueftirlit
�� Sannprófun innra eftirlits
�� Meindýraeftirlit ásamt viðbragðaskráningu
�� Þrifaeftirlit ásamt viðbragðaskráningu
�� Eigin úttektir á byggingum og búnaði
�� Úrbótaáætlun vegna bygginga og búnaðar


Skjalahald: (5.d) 6.c))
�� Skrá yfir nöfn og heimilisföng birgja.
�� Fylgiseðlar hráefna og vottorð
�� Skrá yfir seldar framleiðsluvörur, kaupendur, framleiðsludagsetningu og/eða lotunúmer vörunnar.
�� Önnur þau skjöl sem tryggja rekjanleika framleiðslunnar


Hérna er bara verið að tala um fóðrið.

Þetta eru allt atrið sem eru gerð nema skráningin bætist við og allt þarf að vera sett upp eftir kúnstarinnar reglum svo eftirlitið geti sett stimpil fremst möppuna um þeir hafi mætt til mín og svo kemur eftirlitið sem hefur eftirlit með eftirlitinu En þeir koma frá Brussel en eftirlitið hér heima óttast það eftirlit mjög mikið og því passa þeir mjög vel upp á mig að ég geri enga vitleysu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Svo er spurning hver er Bjartur í sumarhúsum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Ekki veit bloggari betur en að t.d. sjómenn þurfi að fylla út aflaskýrslur, heilbrigðisstarfsfólk veður í pappír, löggur þurfa að skrifa skýrslur, o.s.frv. 

Eru bændur alveg sér á parti í þessum efnum? Eiga þeir að vera stikkfrí frá öllu því sem heitir pappírsvinna?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.8.2009 kl. 17:20

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Já þetta er nákvæmlega viðhorfið, skrifa skýrslur í engum tilgangi bara til eftirlitsiðnaður hafi eitthvað að gera.. Þeim sem langar til að framleið vörur hagkvæmt finnst skítt að eyða 60-70%af tíma sínum tilgangslausa skýrslugerð sem engin gerir neitt annað með annað en að sjá til þess að þær séu gerðar

Já það er mikil og góð framtíð í þessum skýrslugerðum eða þangað til þetta bull hrynur um sjálft sig

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ps

Ég  gæti fyllt hjá ykkur bloggið af álíka reglugerðar vísindum sem ég þarf að sýsla með daginn út og daginn inn, ættað frá Brussel og hryllir við meira af því góða

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 19:54

6 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þessi pistill ber með sér að bloggari hefur því miður ekki náð þeim grundvallarsjónarmiðum sem Þorgrímur bóndi er að tjá sig um og fram koma að mér finnst með heiðskírum hætti í greininni. Það er dapurlegt. Mér fannst efni greinarinnar hins vegar frábært og Þorgrími til mikils sóma. Þarna koma fram mörg gildi sem ekki mega glatast með þjóðinni.
Ég bendi bloggara á í mestu vinsemd að lesa greinina aftur með opnum huga um hið góða, fagra og sanna í mannlegri tilveru. Vísa ég þar til orða Fjölnismanna, hinna miklu föðurlandsvina, er þeir fylgdu fyrsta tölublaði sínu úr hlaði 1835 í ávarpi þess, s. 1-17. Þar er drepið á ýmis tengd atriði er í heiðri mætti hafa. Þeir vildu með framtaki sínu vinna landi sínu til heilla.

Grunn-matvælaframleiðsla landbúnaðar hefur sérstöðu í hverju landi. Landið verður örugglega að vera sjálfu sér nægt um matföng og ekki upp á útlönd komið með þau. Land sem ekki er sjálfbært varðandi matföng fyrir þegna sína er ekki sjálfstætt í raun og veru og yrði að vera og standa eins og öðrum þjóðum þóknast. Það þarf að hlú að íslenskum landbúnaði og tryggja matvælaöryggi okkar. Öryggi kostar vissulega fjármuni, en kosta ekki til dæmis heimilistryggingar peninga? Fólk kaupir þær samt sjálfviljugt. Hversu fremur þá ekki mataröryggi!

Kristinn Snævar Jónsson, 12.8.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Kristinn: Las greinina frá a-ö, Fjölnismenn, fínir kallar, gömul og góð gild; gott mál! Er það ekki hinsvegar sorglegt þegar menn rétt bara skrimta í greininni (ef þeir þá gera það) og neita svo alfarið að ræða mál sem er alls ekki útilokað að muni bæta hag þeirra? Bændur vilja nefnilega ekki einu sinni RÆÐA ESB! Hvað segir það okkur? Bloggari elskar lambakjöt, nýjar kartöflur, skyr og rjóma!

Gunnar: Segjum að þú farir á sjúkrahús. Þú ert í blóðflokki A. En það er hvergi skráð. Þú ferð í aðgerð, en færð allt annan blóðflokk í aðgerðinni. Úpps! 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.8.2009 kl. 21:46

8 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Við bændur erum búnir að sökkva okkur niður í Esb fræði enda snýst ESB 60% um landbúnað. Ég hef verið að kynna mér þetta síðustu 20 árin og leist alls ekki svo illa á þetta í byrjun en eftir því sem áttar sig betur því verr líst mér á þetta.  Það versta að það getur ekki nokkur maður hent reiður á hvert peningarnir fara. Það er ekkert gegnsæi og gríðarleg spilling.  Aðalástæðan fyrir því að bændasamtökin vilja ekki koma nálægt þessu að það er ekki nokkur leið átta sig hvert peningarnir fara þarna en það er grundvallarforsenda  til þess að skapa samningsgrundvöll. Endurskoðendur hafa neitað að skrifa upp á reikninga sambandsins í fjöldamörg af sömu ástæðu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 23:07

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú ósköp eðlilegt að það þurfi eftirlit með dýrafóðri og eg tala nú ekki um ef fóðrið er ætlað dýrum til manneldis.  Eðlilegasta mál í heimi og mundi vera til staðar hvort sem esb væri til eða ekki - allavega í alvörulöndum.

Skriffinska hefur stóraukist á íslandi á undanförnum árum hjá bændum og td. með tilkomu gæðastýringar.  Hvort sem ísland er í esb eða ekki fylgir það eftir menningunni - ja, nema að menn séu að tala um að fara inná heiði.  Þá gildir kannski eitthvað annað.

Svona skráningar eru fyrst og fremst handavinna og er pís og keik þegar menn eru búnir að gera það einu sinni.  Annað er bara væl.

Tal um að ekki sé vitað hvert peningarnir fara og endurskoðun skrifi ekki uppá reikninga er bull og þvæla sem hefur verið leiðrétt allt að 1000 sinnum - jafnvel oftar.

Merkilgt með þessa andsinna að þeir segja aldrei neitt af viti.  Eitthvert helv. kjaftæði endalaust.  Eins og róbotar sem taka hvorki sönsum né rökum.

Stórmerkilegt háttalag.  Eins og þeir haldi að ef þeir endurtaka sömu vitlausuna nógu oft - þá verði hún smám saman eitthvað annað en vitleysa !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband