Leita í fréttum mbl.is

ESB tekur ekki auðlindir

Eins og sjá má í eldri færslu var s.k. fjarfundur haldinn í gær í Utanríkisráðuneytinu. Þar var opið hús og var það hluti af Menningarnótt Reykjavíkur. Til viðtals voru starfsmenn sendiráðs Íslands í Brussel, undir forystu Stefáns Hauks Jónssonar(mynd). Fjöldi fólks kíkti við og spurði spurninga. M.a. var Stefán spurður um auðlindamálin, en talsvert hefur borið á þeim fullyrðingum í umræðunni að ESB muni hrifsa til sín auðlindir Íslands. "ESB tekur ekki auðlindir," sagði Stefán Haukur skýrt.

Hann hefur ekki áhyggjur af svokallaðri "stækkunarþreytu," sem einnig hefur verið nefnd og sagði hana frekar eiga við Búlgaríu og Rúmeníu, frekar en Ísland. "Ísland er hreinlega á öðrum stalli varðandi aðlögun að ESB og við uppfyllum Kaupmannarhafnarskilyrðin," sagði Stefán.

Mörg lönd boðið aðstoð

Hann sagði einnig að hann fyndi fyrir mjög miklum velvilja gagnvart Íslandi og að fjöldi þjóða hefði boðið fram aðstoð sína, t.d. Slóvakía vegna gjaldmiðilsmála, en ekki er langt síðan Slóvakar tóku upp Evruna. Stefán sagðist ekki finna fyrir neikvæðni eða gagnrýni gagnvart Íslandi vegna kreppunnar sem Ísland glímir við.

Fram kom á fundinum að kostnaður vegna umsóknar er talinn vera um 900 milljónir króna og að allt verði gert til þess að halda honum í lágmarki. Meðal annars væri hægt að sækja um framlag til ESB vegna kostnaðarins. Líklegt er því að beinn kostnaður Íslands við aðildarferlið verði undir þessari tölu.

Til samanburðar má nefna að framleiðslustyrkir íslenska ríkisins til bænda námu 8.8 milljörðum árið 2005. Heildarútgjöld íslenska ríkisins til landbúnaðar árið 2005 voru rúmlega 10 milljarðar. (heimild: Hagtölur landbúnaðarins 2007). Þetta gerir tæpar 130.000 krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Sendiráðið einskonar upplýsingaveita

Stefán sagði aðalhlutverk sendiráðsins vera að liðka fyrir öllum samskiptum, afla upplýsinga og veita upplýsingar, "halda boltanum rúllandi," eins og hann orðaði það. Þá væri EES-samningurinn enn í fullu gildi og það þyrfti að halda honum gangandi.

Fram kom á fundinum að Ísland þyrfti að fara í gegnum fjögur stig, fram að atkvæðagreiðslu um aðild: 1) Formleg umsókn (lokið), 2) Undirbúningur fyrir opnun aðildarviðræðna. Á þessu stigi er gerð skýrsla til framkvæmdastjórnar ESB og verðu hún vonandi tekin fyrir á leiðtogafundi í Desember. Takist þetta leiðir það til 3) Aðildarviðræðna. Stefán sagði að þær gætu jafnvel tekið eitt ár og að mögulega yrði þeim lokið í byrjun 2011. Þá tæki við 4) Fullgildingarferli, en það getur tekið 12-18 mánuði. Aðild (með fyrirvara um útkomu úr þjóðaratkvæðagreiðslu) væri því möguleg árið 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þá liggur það ljóst fyrir. Innrásin í Írak var bara vondur draumur. Eru Bretar nokkuð í ESB?

Guðmundur Guðmundsson, 23.8.2009 kl. 14:00

2 identicon

Góðan dag !

Nei; kannski, leggur ESB ekki hramm sinn, á náttúruauðlindirnar, þessi misserin, en, ............ hvenær; kynni það ferli ekki að hefjast, íslenzkir ESB sinnar, og annað leiguþý Brussel heimsvaldasinna ?

Með; afar nöprum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Guðmundur, hvað hefur ESB með Írak að gera? Geturðu útskýrt það?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.8.2009 kl. 19:33

4 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Það er dálítið sérkennilegt að ræða við einhvern sem heitir „Evrópusamtökin“ en látum það liggja á milli hluta.

Innrásin í Írak var rán á auðlindum þjóðar. Ekki satt?

Eins og allir vita þá voru Bretar samstíga Bandaríkjamönnum fyrir stríðið og tóku öflugan þátt í sjálfri innrásinni. Pólverjar lögðu einnig fram fámennt lið. Þeir gengu í ESB skömmu síðar.

Fjölmörg önnur ESB-ríki tóku virkan þátt í hernámi Íraks svo sem Ítalía, Spánn, Holland, Danmörk og Portúgal.

Auðvitað hefur þetta ekkert með ESB að gera eða hvað?

Guðmundur Guðmundsson, 23.8.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Nei, nákvæmlega ekkert. Hvaða hagsmuni hefur ESB af innrás í Írak? Kynntu þér friðarþáttinn í sögu ESB, Guðmundur.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.8.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvílíkt rugl í þessum Guðmundi. Hvað með Norðmenn og Ástrali? Tóku þeir ekki þátt í þessum aðgerðum?

Páll Geir Bjarnason, 23.8.2009 kl. 21:56

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og Ísland.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2009 kl. 23:08

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það sem umræðan hefur snúist um er ekki að Evrópusambandið taki auðlindir okkar heldur að sambandið fái yfirráð yfir þeim í formi pólitísks og lagalegs valda yrði Ísland að hluta þess. Þau yfirráð yrðu þá ekki lengur á Íslandi og í höndum Íslendinga heldur fyrst og fremst embættismanna Evrópusambandsins og fulltrúa stærri ríkja sambandsins í krafti íbúafjölda þeirra sem er mælikvarðinn á vægi ríkja innan þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.8.2009 kl. 12:36

9 Smámynd: Jón Þór Helgason

Nei það er rétt, ESB tekur ekki auðlindir. En þeir endurútdeila þeim, svona eins og gert er með fiskveiðiauðlindirnar.  Þetta er svipuð hugsun og hjá Stalin á sínum tíma, en hann endurskipulagði landbúnaðinn í Sovétríkjunum.  Að vísu sló hann eign á allar eignir bænda í leiðinni.  En það skiptir engu máli hver á auðlyndirnar ef ESB ætlar að útdeila þeim. afnotaréttur skiptir meira máli en eign til lengri tíma. Þetta ætti kratafuglarnir sem eru að berjast á móti fiskveiðikerfinu að vita. Þeir eru alltaf að röfla um að þjóðin eigi að eiga auðlindirnar og skv stjórarskrá eiga þjóðin auðlindirnar.  Sjávarútvegsfyrirtækinn ráðstafa þeim hinsvegar og það eru þau að berjast á móti.

Síðan er sorglegt að þetta risastóra bákn sem heitir ESB og minnir á Gömlu Sovétríkinn eru þannig gerð að þau vilja ekki taka ábyrgð á eigin reglum. Það er ekki hægt að fara í mál við þetta glataða bákn. 

Eru ekki annars 14 ár síðan síðast var ársreiknreiknigur ESB samþykktur?  ég skil vel að menn eins og Helgi Hjörvar finnist það eðlilegt en hann kveikti í bókhaldinu sínu til að forðast skatta!!!  

Síðan er hálf ömurlegt að Evrópusamtokinn séu að blogga án þess að ábyrgðamaður færslu komi fram en það er í samræmi við allt annað sem kemur frá ESB, það er enginn ábyrgð á neinu. 

Sem dæmi í þessu sambandi má nefna lög um innistæðutryggingar sem ESB ætlar ekki að bera ábyrgð á en láta okkur Islendinga gera í staðinn.

kv.
Jón Þór

Jón Þór Helgason, 24.8.2009 kl. 12:53

10 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Svar til „Evrópusamtökin“ 23.8.2009, kl. 21:43Fjölmörg ríki ESB tóku þátt í því að hernema og ræna auðlindum Íraks. Hagsmunir þessara ríkja voru sjálfsagt margvíslegir en ítök í olíulindum Íraks hefur trúlega vegið þyngst ásamt því að sýna Bushstjórninni hollustu. Evrópusambandið verður ekki stikkfrítt vegna þess að það hefur ekki her undir vopnum. Bandalagsþjóðirnar eru á kafi í stríðsrekstri víða um lönd; Afganistan, Miðafríkulýðveldið, Kongó, Tjad... Þetta eru viðbjóðsleg stríð þar sem hátækniherir berja á snauðustu íbúum jarðarinnar. Og uppskeran er ekki amaleg; olía og eðalsteinar. Hvernig er hægt að láta eins og þetta komi ESB ekki við? Er það vegna þess að skriffinnarnir í Brussel hafa ekki skrifað upp á þessi stríð? Það gera þeir auðvitað ekki. Þeir gera bara þróunarsamninga til að efla menntun og heilsugæslu í gömlu nýlendunum. Já og kannski löggæslu.

Árásarstríð eru hástig ofbeldisins en oftast eru önnur meðul notuð til þess að þess komast yfir auðlindir ríkja. Skuldsetning er ein þeirra.

Guðmundur Guðmundsson, 24.8.2009 kl. 21:24

11 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Hjörtur, þú getur nú varla neitað því að fjölmargir Nei-sinnar hamra á þeirri rangfærslu að ESB ætli að sölsa undir sig allar helstu auðlindir Íslands. Og hverjir eru það sem myndu raunverulega veita veiðráðgjöfina ef við gengjum í ESB? Íslenskir vísindamenn. ESB myndi s.s. samþykkja ráðgjöf þeirra. Slakiði nú aðeins á í "paranojunni" !!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 24.8.2009 kl. 21:37

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér sýnist nú að sjálfstæðismennirnir hérna ættu að berjast fyrir því að ísland fari úr NATO - en þeir vita líklega eigi að ísland er aðili að NATO.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2009 kl. 16:39

13 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Svar til Jóns Frímanns 25.8.2009 kl. 09:08  Mér finnst þetta aumt yfirklór. Það er ekki hægt að sýkna ESB-ríkin af þjófnaði með því segja að þá séu þau í Nató-gallanum! Þegar ESB-ríki beiti hernum séu þau í Nató en þegar þau boði frelsi og lýðræði séu þau í Evrópusambandinu! Auk þess er þetta alrangt.   Hernaðurinn í Afganistan er hluti af stefnu Evrópusambandsins í þeim heimshluta. Þetta sést t.d. ef lesin er samstarfsyfirlýsing Evrópusambandsins og ríkisstjórnar Afganistans frá 2005:   „Stofnanir og aðildarríki Evrópusambandsins hafa verið í fararbroddi við að aðstoða Afgana við uppbygginguna í landinu og skuldbundið sig til þess að leggja fram 4,1 milljarð evra á tímabilinu 2002 til 2006. Í ljósi þessa viðurkenna báðir aðilar sérstaklega, framlag þeirra aðildarríkja sem hafa tekið forystu í að skipuleggja ýmis konar umbætur svo sem við uppbyggingu þingræðislegra stofnanna, dómskerfis, lögreglu og lagt mikið af mörkum í baráttunni gegn eiturlyfjum. Aðildarríkin hafa einnig lagt til umtalsvert herlið í alþjóðasveitirnar í Afganistan (e. Member States have also made important troop commitments to international forces in Afghanistan).“  Þarna kemur fram að Evrópusambandið lítur ekki aðeins á hernaðarframlag aðildarríkjanna með velþóknun heldur einnig sem hluta af samstarfi þess og ríkisstjórnar Afganistans.   Einnig má benda á að í Miðafríkulýðveldinu, Kongó og Tjad heyja Frakkar viðurstyggileg stríð til þess að tryggja stöðugan straum olíu og eðalmálma frá þessum heimshluta. Ég spyr: Eru þessi stríð háð af þeim hluta Frakklands sem hvorki er í Nató né ESB?

Guðmundur Guðmundsson, 25.8.2009 kl. 19:40

14 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Svar til Jóns Frímanns 25.8.2009 kl. 09:08   Mér finnst þetta aumt yfirklór. Það er ekki hægt að sýkna ESB-ríkin af þjófnaði með því segja að þá séu þau í Nató-gallanum! Þegar ESB-ríki beiti hernum séu þau í Nató en þegar þau boði frelsi og lýðræði séu þau í Evrópusambandinu! Auk þess er þetta alrangt.    Hernaðurinn í Afganistan er hluti af stefnu Evrópusambandsins í þeim heimshluta. Þetta sést t.d. ef lesin er samstarfsyfirlýsing Evrópusambandsins og ríkisstjórnar Afganistans frá 2005:    „Stofnanir og aðildarríki Evrópusambandsins hafa verið í fararbroddi við að aðstoða Afgana við uppbygginguna í landinu og skuldbundið sig til þess að leggja fram 4,1 milljarð evra á tímabilinu 2002 til 2006. Í ljósi þessa viðurkenna báðir aðilar sérstaklega, framlag þeirra aðildarríkja sem hafa tekið forystu í að skipuleggja ýmis konar umbætur svo sem við uppbyggingu þingræðislegra stofnanna, dómskerfis, lögreglu og lagt mikið af mörkum í baráttunni gegn eiturlyfjum. Aðildarríkin hafa einnig lagt til umtalsvert herlið í alþjóðasveitirnar í Afganistan (e. Member States have also made important troop commitments to international forces in Afghanistan).“   Þarna kemur fram að Evrópusambandið lítur ekki aðeins á hernaðarframlag aðildarríkjanna með velþóknun heldur einnig sem hluta af samstarfi þess og ríkisstjórnar Afganistans.    Einnig má benda á að í Miðafríkulýðveldinu, Kongó og Tjad heyja Frakkar viðurstyggileg stríð til þess að tryggja stöðugan straum olíu og eðalmálma frá þessum heimshluta. Ég spyr: Eru þessi stríð háð af þeim hluta Frakklands sem hvorki er í Nató né ESB?

Guðmundur Guðmundsson, 25.8.2009 kl. 19:41

15 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ég biðst afsökunar á því að langhundarnir skuli vera tveir en ekki einn.

Guðmundur Guðmundsson, 25.8.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband