Leita í fréttum mbl.is

Evrópuvefur Utanríkisráðneytisins opnaður

Össur SkarphéðinssonÍ tilefni umsóknar Íslands að ESB, og á opnu húsi vegna menningarnætur í Utanríkisráðuneytinu, opnaði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sérstakan Evrópuvef kl. 15.15 í dag. Í opnunarávarpi á vefnum segir m.a.:

"Í þingsályktunartillögu Alþingis sem fól ríkisstjórninni að sækja um ESB-aðild er mikil áhersla lögð á samráð og gegnsæi í öllu umsóknar- og aðildarviðræðurferlinu. Við í utanríkisráðuneytinu erum þessu algjörlega sammála og ætlum að kappkosta að veita allar upplýsingar jafnóðum og með eins einföldum og skýrum hætti og kostur er, og eiga náið samráð við alla hlutaðeigandi. Umsókn Íslands um aðild að ESB og fyrirhugaðar aðildarviðræður er ekki bara verkefni íslenskra stjórnvalda eða stjórnmálamannanna - það er verkefni allrar þjóðarinnar.

Á þessari heimasíðu verður að finna upplýsingar íslenskra stjórnvalda um það sem lýtur að umsókn Íslands og aðildarviðræðum við ESB. Hér verður meðal annars lýsing á skipulagi umsóknar- og aðildarviðræðuferilsins, helstu gögn og aðrar upplýsingar um þátttöku Íslands í Evrópusamvinnunni. Einnig er hér að finna tengla á aðrar heimasíður um Ísland og ESB."

Vefslóðin er: http://evropa.utanrikisraduneyti.is/

Evrópusamtökin hvetja alla áhugamenn um þessi mál að kynna sér vefinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband