31.8.2009 | 13:37
Sundurlyndisfjandinn
Jón Steindór Valdimarsson (mynd), framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar merkilegan leiðara í nýjasta tölublað fréttabréfs SI. Þar fjallar hann um það harðræði sem gekk yfir Ísland á 19. öld og dregur upp hliðstæðu við núverandi ástand. Jón segir meðal annars:
,,Því er ekki að neita að ótrúlega auðvelt er að draga hliðstæður frá þessum löngu liðnu tímum til orðræðu nútímans og afstöðu til þeirra viðfangsefna sem við stöndum frammi fyrir. Sannar það sjálfsagt að mannskepnan er ávallt söm við sig. Við eigum þó ekki annan kost en gera allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að hið nýja Ísland nútímans hljóti sömu örlög og hið fyrra. Við verðum að velja veg samvinnu og samskipta í stað einangrunar.
,,Því er ekki að neita að ótrúlega auðvelt er að draga hliðstæður frá þessum löngu liðnu tímum til orðræðu nútímans og afstöðu til þeirra viðfangsefna sem við stöndum frammi fyrir. Sannar það sjálfsagt að mannskepnan er ávallt söm við sig. Við eigum þó ekki annan kost en gera allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að hið nýja Ísland nútímans hljóti sömu örlög og hið fyrra. Við verðum að velja veg samvinnu og samskipta í stað einangrunar.
Sameiginleg sýn
Við þurfum að sameinast um grundvallaratriði, langtímamarkmið og viðhorf, sem stuðla m.a. að því að gera atvinnulífið þróttmikið og samkeppnishæft og þjóðina upplitsdjarfa. Við þurfum að:
- leggja áherslu á útflutning vöru og þjónustu með miklum virðisauka
- standa vörð um iðn-, verk- og tæknimenntun hvers konar
- nýta auðlindir af skynsemi
- ganga í Evrópusambandið og taka upp evru
- endurvinna traust á alþjóðavettvangi
- viðurkenna að margt er gott að vinna í samvinnu við aðrar þjóðir
- viðurkenna að Íslendingar eru dugmiklir en það eru aðrar þjóðir líka
- koma í veg fyrir að ungt og vel menntað fólk hverfi úr landi
- gera íslenskum fyrirtækjum unnt að vaxa og dafna og sækja á erlenda markaði
- gera Ísland fýsilegt fyrir erlenda fjárfesta, t.d. á sviði gagna- og tölvuvinnslu
- örva nýsköpunar- og sprotastarfsemi
- muna að dramb er falli næst
Látum ekki sannast að við Íslendingar séum þrjóskir, sjálfumglaðir og þykjumst geta allt best sjálfir og einir. Látum ekki okkar drauma verða að martröð."
Hægt er að lesa greinina í heild sinni á vef Samtaka iðnaðarins:
http://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/leidari-si/nr/3815
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
"Þar fjallar hann um það harðræði sem gekk yfir Ísland á 19. öld og dregur upp hliðstæðu við núverandi ástand. Jón segir meðal annars"
Í ljósi ofangreinds þessa væri ágætt að því sé haldið til haga að í efnahagslegu tilliti komst Ísland á siglingu á 19. öld, en stöðnun hafði ríkt áður.
,,Því er ekki að neita að ótrúlega auðvelt er að draga hliðstæður frá þessum löngu liðnu tímum til orðræðu nútímans...Við eigum þó ekki annan kost en gera allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að hið nýja Ísland nútímans hljóti sömu örlög og hið fyrra. Við verðum að velja veg samvinnu og samskipta í stað einangrunar."
Örlög "hins fyrra Íslands" voru einmitt bætt lífskjör og efnahagsleg framþóun. Það er ágætt að ESB talsmenn opinberi sig á þennan hátt.
Þorgeir Ragnarsson, 31.8.2009 kl. 18:27
Líkingin sem jón Steindór bregðr upp (samkv. minni túlkun) og það sem skiptir máli í heildarboðskap greinarinnar, er ekki að það hafi verið harðæri á íslandi á 19. öld, heldur sú hugmynd að byggja ætti "nýtt ísland" og til þess var valinn afar hrjóstugur staður og framkvæmdin á þann hátt að hver hokraði í sínum kofa og einangrunarstefna frá öðrum innflytjendum. Samvinna og samstarf var ekkert í plönunum o.s.frv.
Núna eru menn að oft að tala um að byggj þurfi upp "Nýtt Ísland" og þá megm við ekki falla í sömu gryfju og frændur okkar á þeim tíma fyrir Vestan. Við skulum ekki fara inná Heiðina. Nei við skulum byggja nýtt ísland upp á samstarfi og samvinnu við frænd og vinaþjóðir í Ausri - og þð verður best gert og sköpuð tryggust undirstaðan með aðild að ESB.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2009 kl. 19:47
Á tímabilinu 1850-1930 var töluvert viðskiptafrelsi á Íslandi. Þéttbýlismyndun komst á skrið í tengslum við stóraukinn sjávarútveg (skútuútgerð fyrst og síðan togarar ca. 1905) Þessar breytingar voru frekar hægfara en nokkuð stöðugar, þó ekki sé óeðlilegt að einhver bakslög verði á 80 ára tímabili.
Gamla tuggan um heiðarbýlin er svo vitlaus að maður nennir varla að eyða orðum að því. Heiðarbýlin voru stofnuð af fólki sem sennilega hafði ekki aðra kosti en að verða vinnufólk hjá öðrum bændum eða verkafólk á mölinni. Margir völdu þá kosti en fólk fyllir einfaldlega það lífsrými sem fyrir hendi er. Þetta fólk valdi úr þeim kostum sem það hafði þá.
Svo það sé á hreinu þá var harðæri á Íslandi á 19. öld í náttúrufarslegu tilliti, hún var kaldasta öld Íslandssögunnar. Þrátt fyrir þetta höfðu kjör þjóðarinnar stórbatnað í lok hennar sem staðfestir einfaldlega mátt manna til þess að skapa sjálfum sér góð lífsskilyrði, þrátt fyrir mótlæti.
Þorgeir Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.