Leita í fréttum mbl.is

Stefna Ungra Evrópusinna

ÍSLAND-ESBEins og fram hefur komið hér á blogginu, stofnuðu ungir Evrópusinnar samtök í vikunni. Á fundinum var samþykktur hugmyndafræðilegur grunnur hreyfingarinnar, sem er svona:

Ungir Evrópusinnar er þverpólitísk ungliðahreyfing sem telur að hagsmunum Íslands geti verið best borgið með aðild að Evrópusambandinu, og að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að taka virkan þátt í samstarfi Evrópuþjóða á efnahagslegum, menningarlegum, félagslegum og stjórnmálalegum grundvelli.

Ungir Evrópusinnar vilja stuðla að opinni og upplýsandi umræðu um samstarf Evrópuríkja og dreifa upplýsingum og þekkingu um Evrópusambandið.Ungir Evrópusinnar vinna því með aðild Íslands að ESB sem helsta markmið. Þá er hreyfingin opin öllum ungliðum frá 16 ára afmælisdegi þeirra þar til þeir verða 36 ára, fari þeir að lögum hreyfingarinnar.

Hlutverk Ungra Evrópusinna er að stuðla að opinni og upplýsandi umræðu um Evrópusambandið, að dreifa upplýsingum og þekkingu um sambandið og að koma hugsjónum og hugmyndafræði sambandsins á framfæri við unga fólkið og leiðrétta rangfærslur um Evrópusambandið. Þá mun hreyfingin reyna að fá alla unga evrópusinna undir sama hatt.

Ungir Evrópusinnar munu vinna náið með öðrum íslenskum sem og erlendum hreyfingum sem vinna með sömu eða svipuð markmið og hreyfingin, eins og til dæmis Evrópusamtökin, Europeisk Ungdom í Noregi og JEF.

Í stjórn voru kjörin: Andrés Ingi Jónsson, Einar Leif Nielsen, Helga Finnsdóttir, Ingvar Sigurjónsson, Sema Erla Serdar og Stefán Vignir Skarphéðinsson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Europe's nations should be guided towards the superstate without their people understanding what is happening. This can be accomplished by successive steps, each disguised as having an economic purpose, but which will eventually and irreversibly lead to federation." -- Jean Monnet--36 years ago.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 01:30

2 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband