Leita í fréttum mbl.is

Sturla: Punktar úr Pressupistli

Sturla BöðvarssonSturla Böðvarsson, fyrrum forseti Alþingis og liðsmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar pistil um Evrópumál á www.pressan.is Hér eru nokkrar ,,klippur” úr pistlinum. Dæmi hver fyrir sig:

 

,,Það blasir við að fulltrúar Evrópusambandsins eru á höttunum eftir aðgangi að auðlindum okkar með alla vasa úttroðna af evrum. Tilbúnir til þess að kaupa upp flotann og félögin sem hafa aflaheimildir og nýtingarréttinn á auðlindum.”

 

Andsvar: Í fyrsta lagi skal bent á að eru það ekki Kínverjar sem vilja komast hingað í álframleiðsluna um þessar mundir? Þeir eru með vasana fulla af dollurum. Chinalco heitir fyrirtækið og hefur verið í fréttum að undanförnu. Kína er ekki í ESB.

 

ESB hefur ekki sett fram neinar kröfur eða slíkt sem gæti túlkast sem að sambandið væri að ásælast auðæfi Íslands. Íslendingar gætu hinsvegar miðlað ESB-þjóðum stórlega af þekkingu á sviði orkunýtingar og nýtingu sjávarauðlinda. Hér væri t.d. hægt að setja upp alþjóðlegar rannsóknastofnanir á þessum sviðum!

 

Í aðildarviðræðum þyrftum við Íslendingar að tryggja yfirráð yfir auðlindunum. Sturla fellur hér ofan í gryfjuna um hrægamminn, þ.e.a.s. að ESB sé hrægammurinn sem bíði þess eins að hrifsa til sín auðlindir Íslands. Það hefur ESB hvergi gert. Þetta veit Sturla örugglega. Í þessu sambandi er vert að benda á ummæli utanríkisráðherra Spánar á www.mbl.is í síðustu viku:

 ,,Moratinos sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast fiskveiðimálin þegar að Spánverjar tækju við formennskunni af Svíum. Evrópusambandið ætti rætur í kola- og stáliðnaðinum sem áður hefði sundrað álfunni og því væri engin ástæða fyrir því að ekki tækist að ná hagstæðri lendingu í málinu fyrir alla aðila.” 

Meira frá Sturlu:

 

,,Svo fámenn þjóð sem Ísland er getur ekki verið sjálfstæð innan Evrópusambandsins eins og kaupin gerast þar á eyrinni...Við getum ekki hlaupið yfir landamærin þegar á bjátar eins og Danir, Svíar eða Finnar geta gert.”

 

Andsvar: Er Malta ekki sjálfstætt ríki, eftir að landið gekk í ESB fyrir aðeins örfáum árum? Íbúar Möltu eru bara um 100.000 fleiri en við Íslendingar??? Missti Malta sitt sjálfstæði? Nei! Norðurlöndin þrjú er líka s.k. smáríki og að öllu leyti frjáls. Og hvað er Sturla eiginlega að gefa í skyn með orðum sínum?

 

,,Og  við eigum að leggja áherslu á vottaða vistvæna matvælaframleiðslu sem skapar okkur sérstöðu í stað þess að láta draga okkur inn í regluverk ESB sem leggur landbúnaðarframleiðslu okkar í rúst og ógnar stöðu sjávarútvegsins...”

 

Andsvar: Innan ESB hefði íslenskur landbúnaður langtum meiri og fleiri tækifæri til þess að afla sér fjármagns til þess að gera einmitt það sem Sturla er að tala um. Í samvinnu við evrópska bændur. Mikil áhersla er á vistvænan landbúnað innan ESB og þar er framtíð landbúnaðar til umræðu í víðu samhengi, m.a. með tilliti til loftslagsáhrifa landbúnaðar. Hvergi í ESB-landi hefur landbúnaður lagst í rúst, það ætti Sturlu að ver kunnugt. Landbúnaður hefur, allt frá iðnbyltingu (og lengra aftur í tímann) tekið stöðugum breytingum, í takti við samfélagslegar breytingar. Fækkun bænda byrjaði því löngu fyrir daga ESB!

 

,,Með viðræðum við Bandaríkin, Kanada, Rússland,  Kína, Noreg og Evrópusambandsríkin ætti að leggja upp spurningar um það á hvaða sviðum við gætum átt samstarf á nýjum forsendum í breyttri heimsmynd sem kallar á ný vinnubrögð í samstarfi okkar við aðrar þjóðir.”

 

Andsvar: ...samstarf á nýjum forsendum...,,ný vinnubrögð í samstarfi...”  Hér er Sturla óskýr. Er hann að tala um aukna áherslu á tvíhliða viðskiptasamninga? Hvernig ætlar Sturla að eiga samvinnu við þessi ríki sem hann nefnir, án þess að aðilar frá þessum löndum fjárfesti t.d. í fyrirtækjum og öðru hér á landi, í því sem að milliríkjasamskiptum kemur?

 

,, Við megum ekki leggja árar í bát og bíða þess að Evrópusambandið „bjargi“ okkur.” 

 

Andsvar: Það hefur enginn sagt að það sé ESB sem muni alfarið bjarga Íslandi. Litið hefur verið á það sem hluti lausnarinnar. Það þarf miklu meira til, m.a. umbætur hér innanlands. Einnig má líta á ESB-málið útfrá öryggissjónarmiðum, sérstaklega eftir brotthvarf  bandaríska hersins árið 2006.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Mann setur bara hljóðan að hýða á boðskap fv. Forseta alþingis og ráðherra og eg veit ekki hvað.

Slík er snilldin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þetta er eiginlega það sem einu sinni hefði verið kallað „bakstur".

Eiður Svanberg Guðnason, 19.9.2009 kl. 19:46

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

,,Sturla óskýr", hvenær hefur hann ekki verið það?

Ingimundur Bergmann, 20.9.2009 kl. 09:14

4 identicon

Þið viljið ekki mótmæli gegn ESB, þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvað þá að þjóðin fái að ráða, Nei það á ekki að spyrja þjóðina, heldur þröngva henni inn í ESB-báknið með lygi og lélegri "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 01:01

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Þorsteinn, við leyfum (og styðjum) opna og lýðræðislega umræðu, þessvegna færðu að setja allt þitt hér inn á. Það er hinsvegar ekki hægt á vefsvæðum samtaka Nei-sinna, eins og þú hefur sjálfsagt tekið eftir.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.9.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband