Leita í fréttum mbl.is

Góður Grímur!

Grímur AtlasonGrímur Atlason sveitarstjóri í Dalabyggð heldur úti skemmtilegu bloggi á eyjan.is Nýjasta færslan hans fjallar um þau sérkennilegu rök sem oft eru notuð í Evrópuumræðunni. Grímur segir meðal annars;

,,Það er alveg merkilegt í þessari Evrópusambandsumræðu hvað er hægt að snúa öllu á hvolf og grípa til undarlegustu raka. Hvernig í ósköpunum getur það verið betra eða verra að skulda 20 milljarða í banka í Lúx innan eða utan ESB? Þessi kvótavitleysa og auðlindaumræða er út í móa. Það er ekki hægt að grípa til eignarréttarhugtaksins þegar það hentar vinunum í LÍÚ og síðan til sameignar þjóðarinnar rakanna þegar greifinn er frá Lúxemborg."

Hægt er að lesa bloggið í heild sinni á þessari slóð:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Er þetta "góð færsla" hjá Grími?

Ef menn eru á því að ESB aðild sé eitthvað til að grínast með er færslan ágæt, það er eitt og annað fyndið í henni.

En spurningin sem fram kemur hér að ofan er sorgleg. Að sjá ekki muninn á veðsettum kvóta með Ísland utan ESB og innan ESB. Það bendir til að hann þekki ekki gildandi reglur um eignarhald á kvóta og sjái ekki hættuna á að þær haldi ekki eftir að Ísland játast undir Brusselvaldið og reglurnar um innri markaðinn.

Haraldur Hansson, 23.9.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband