Leita í fréttum mbl.is

Upplýsingaöflun gengur vel

UTNEf dæma má af frétt RÚV gengur vinna við upplýsingaöflun ESB um Ísland vel. Orðrétt er frétt RÚV svona: ,,Svör fagráðuneyta við 2500 spurningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins berast utanríkisráðuneytinu um þessar mundir. Einhver ráðuneyti eiga eftir að svara hluta spurninganna sem þeim var ætlað. Sumstaðar í stjórnsýslunni hefur verið unnið fram á nótt við að svara listunum.

Farið er yfir svörin í utanríkisráðuneytinu og stefnt er að því að senda þau til Brussel um mánaðamótin. Ráðuneytið hefur engu að síður frest til 16. nóvember til að svara spurningunum. Framkvæmdastjórnin notar svörin og fleiri heimildir til að skrifa skýrslu um Ísland, sem utanríkisráðherra vonast til að verði lögð fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins í desember. Í Brussel þykir bjartsýni að það náist. Það gæti skýrt áhersluna sem lögð er á það í utanríkisráðuneytinu, að skila listunum einum og hálfum mánuði áður en að fresturinn rennur út."

Heimild: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item300131/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Áttu þetta ekki bara að vera könnunarviðræður eins og Samfylkingin sagði kjósendum sínum og öllum landsmönnum allan tímann. Átti ekki bara að kanna hvað væri í boði?

Ég get ekki betur séð en það þetta sé úttekt á því hvað Evrópusambandinu standi til boða á Íslandi, en ekki öfugt. Hvað er ESB að kanna á Íslandi með 2500 spurningum um mál sem þeim koma ekkert við? Átti þetta ekki að vera 2500 spurningar TIL Evrópusambandsins?

Er þetta enn eina ferðina farið fram úr því sem veitt var heimild til í byrjun. En það er víst alltaf svona sem allt gerist í ESB. Þar fer allt alltaf fram úr því sem það mátti verða og svo er kjósendum boðið að kjósa um það sem búið er að gerast. Samþykkja yfirdráttinn. Þetta er ekki lýðræði. Þetta eru svik og neðanjarðarstarfsemi

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.9.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband