Leita í fréttum mbl.is

Staðan í ESB-málinu í EUObserver

APÁ vefsíðunni EUObserver birtist í gær athyglisverð yfirferð yfir ESB-málin á Íslandi. Þar er m.a. talað við Andrés Pétursson, formann Evrópusamtakanna. Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Í því segir Andrés m.a.: "I do think we'll be able to turn [opinion] around. In another six to eight months, there will be a more reasonable atmosphere," he said. "While the polls do not look good right now, there's been a clear trend since before the crash, since 2005 toward not just opening of negotiations with the EU but joining as well...With time, people will...vote rationally and not emotionally."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvílíkur hroki: "With time, people will...vote rationally and not emotionally."

Fullveldissinnar eru með vakandi skynsemi og ábyrgðarkennd í málinu – og fast að 2/3 þjóðarinnar hafna Evrópubandalaginu af fullgildum ástæðum.

Jón Valur Jensson, 8.11.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Andrés Pétursson er kær vinur,höfum verið samherjar á öðrum vígstöðum. En nú ber svo við að ég er honum ósammála. Meðan ég stend uppi skal það vera   höfuðásetningur minn að halda því fólki við efnið,sem vill ekki fyrir nokkurn mun ganga  í ESB. Einnig að vinna aðra á okkar ,(andstæðinga ESB.), band. So help me god.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2009 kl. 04:11

3 Smámynd: Anna Ragnhildur

I hope that people will vote emotionally against it! That would be rational. So help us god

Anna Ragnhildur, 8.11.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vandamálið fyrir Íslendinga er að þeir eru svo hvorki né. Hvorki með eða á móti. Það er ekkert sem bendir til þess hver niðurstaðan þegar að kjörborðinu kemur svo fremi að einhver samningur liggi fyrir sem menn telja að sé frambærilegur og verjandi.

Þó að skoðanakannanir núna segi að ESB sé óvinsælt tilinngöngu þarf það ekkert að segja okkur um það hvað verður eftir eitt ár.

Vegir þjóðarinnar eru órannsakanlegir!

Gísli Ingvarsson, 8.11.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband