Leita í fréttum mbl.is

ESB nefnd hittist á miðvikudag

europetoday.jpgFyrsti fundur samninganefndar Íslands gagnvart ESB fer fram á miðvikudaginn. Þessu skýrðu helstu miðlar frá í dag. Orðrétt segir á Eyjunni:,,Flestir nefndarmenn, sem blaðið ræddi við í gær, telja að í viðræðunum verði mest áhersla á að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Einnig verði lögð áhersla á landbúnaðar- og peningamál.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og einn nefndarmanna, segist vera “hæfilega bjartsýnn” á að ásættanleg niðurstaða náist í þessum efnum. Verkefni samninganefndarinnar er að útfæra þau samningsmarkmið sem fram koma í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, en undir nefndinni vinna tíu sérhæfðari samningahópar. Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður segir að útfærslan verði unnin í nánu samstarfi við Alþingi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að nefndarmenn hitti viðsemjendur fyrst á næsta ári, og að endanleg samningaafstaða liggi fyrir á síðari hluta næsta árs."

Málið er því að komast í eðlilegan farveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég legg til að Ólafur Ragnar Grímsson veiti nefndinni góð ráð dýr.

Björn Heiðdal, 9.11.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband