Leita í fréttum mbl.is

Múrinn - 20 ár

Í kvöld var þess minnst í Berlín að 20 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn var rifinn niður. Fólkið reif hann niður, enda tákn um kúgun, mannfyrirlitningu og dauðadæmda hugmyndafræði. Austur-Þýskaland (DDR) var komið að fótum fram.

Stasi, hin illa leyniþjónusta DDR var 12 sinnum stærri en Gestapó og 35 sinnum KGB í Sovétríkjunum. Uppljóstranir, alltumlykjandi persónunjósnir var hennar aðalsmerki. Gögn Stasi um íbúa austur-Þjóðverja voru um 200 km að lengd, væri þeim raðað og mæld þannig. Framúrskarandi kvikmynd um stemmninguna í A-Þýsklandi er  THE LIFE OF OTHERS

Berlín er höfuðborg sameinaðs Þýskalands í Evrópusambandi, sem hefur mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi. Í Evrópusambandið gengu árið 2004 næstum öll þau ríki sem voru á áhrifasvæði Sovétríkjanna (og var m.a. haldið undir járnhæl þeirra). Af hverju skyldi það vera?

Evrópusambandið er byggt á friðar og samvinnuhugsjón, samt eru þeir til hér á landi sem óska þess heitt að þetta samband hrynji, rétt eins og múrinn. Er það ekki sérkennilegt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hvernig stendur á þessum hrottalega ójöfnuði sem að Austur - Þjóðverjar verða fyrir í sínu eigin landi?

Hvernig stendur á því að Tyrkneskur innflytjandi fær hærri laun í Vestur - Þýskalandi, en sá einstaklingur sem flytur frá Austri til Vesturs?

Atvinnuleysi á meðal ungs fólks er hrikalegt í Austur - Þýskalandi og tækifærin lítil sem engin. Þetta hefur valdið því að ýmsar þjóðernis (nasista) hreyfingar hafa rutt sér til rúms, vegna þess að unga fólkið er komið með upp í kok af viðbjóði.

Launin eru mikið, mikið lægri í Austur Þýskalandi, en í því Vestra. Læknir í Austur - Þýskalandi er jafnvel að fá jafn mikil laun og kona sem að vinnur í fiski á Íslandi.

Hvar er þessi jöfnuður sem að þið dásamið svo mikið og öll þessi mannréttindi innan Evrópusambandsins?

Halldóra Hjaltadóttir, 10.11.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Menn læra 

Sumir hér í ESB eru að byrja að læra af þessu.

Það nýjasta er nefnilega - séð í ljósi reynslunnar af 20 ára "stimulus" í Austur-Þýskalandi og sem lítið sem ekkert hefur gagnast - að hinn innri markaður Evrópusambandsins munu kannski byrja að virka eftir 60-100 ár. Innri markaður Þýskalands virkar nefnilega alls ekki, þetta sjá menn núna, einni billjón evrum seinna.  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Menn þurfa að muna það að Þýskaland var einræðisríki sem hóf tvær heimsstyrjaldir. 

Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur eða þá að þau eru gerð ógild. Kosið er aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins.

Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd.

Menn þurfa líka að muna að þessi tilraun Þýskalands til lýðræðis er einungis tilraun þeirra númer tvö. Sú fyrsta mistókst gersamlega og endaði með Adlof Hilter sem tröllreið og nauðgaði allri Evrópu.

Maður vonar svo sannarlega að þessi önnur tilraun Þýskalands til lýðræðis fari ekki sömu leið.

En sjálfur hef ég mun sterkari trú á Íslandi, íslensku krónunni og á friði og lýðræði á Íslandi, en ég hef á lýðræði og friði hér í Evrópu. Ekki er þýska kálið sopið þó í pottinum það syndi því það er ekki enn í ausuna komið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband