10.11.2009 | 21:21
ESB: Mikilvægt samkomulag um internetið og fjarskipti
Í síðustu viku náðist samkomulag milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins sem m.a. lýtur að réttaröryggi internet-notenda. Málið kemur meðal annars inn á niðurhal á efni af internetinu. Í samkomulaginu er m.a. kveðið á um að ekki megi loka fyrir netsamband einstaklinga vegna niðurhals, nema réttarleg meðferð hafi átt sér stað. Þá á að gilda sú regla í sambandi við þetta að nauðsynlegt verður að færa fram sannanir áður en hægt verður að dæma einstaklinga fyrir ólöglegt niðurhal. Réttarreglan, ,,saklaus, þar til sekt sannast," er því höfð að leiðarljósi.
NET-sérfræðingar og almennir notendur netsins hafa fagnað þessu samkomulagi. Ráðherrar ýmissa aðildarlanda hafa einnig fagnað og segja að með samkomulaginu, sem inniheldur fleiri atriði, muni samkeppni aukast á sviði tölvusamskipta og að það muni auka gæði breiðbandstenginga í Evrópu. Einnig muni þær verða ódýrari, þannig að þetta sé klárlega hagsmunamál neytenda.
Einnig hefur verið bent á að þetta samkomuleg sé dæmi um hvernig grasrótaröfl (les:almennir netnotendur) geti haft áhrif á ráðmenn innan ESB og Evrópuþingið.
Sjá: http://ec.europa.eu/news/science/071113_1_en.htm
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ráða þá fullvalda ríkin þessu ekki sjálf lengur?
Var þetta vandamál (saklaus, þar til sekt sannast) Ef já, hvar?
Ég leyfi mér að benda á nýlega rannsókn Open Europe:
How the EU is watching you - The rise of Europe’s surveillance state
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 22:30
Góð ábending hjá Gunnari.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 01:59
Drengir: Ef þið kynnið ykkur málið þá snýst þetta um að bæta og jafna réttarstöðu netnotenda, sem og að stuðla að aukinni samkeppni, sem leiðir til lægra verðs til notenda. Beriði saman verð á nettengingum hér á landi og t.d. á Norðurlöndunum!
En það hefur enginn ykkar Nei-sinna svarað spurningunni um það af hverju það er ekki hægt að setja athugasemdir við færslur á síðum ykkar Nei-samtaka? Það er nú ekki beint lýðræðislegt!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.11.2009 kl. 07:50
Ég get nú ekki betur séð annað en að Gunnar sé með opið fyrir athugasemdir á síðunni sinni.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 08:38
Hvað verð í öðrum löndum varðar þá veit ég að mánaðarverð í Bussum, Hollandi, fyrir internet er í kringum 40-50 evrur sem gerir 8000-10000 krónur á mánuði sem er tiltölulega dýrara en hérlendis.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 08:42
Staðreyndin er sú að fjarskiptaþjónusta á Íslandi er og hefur verið tiltölulega ódýr miðað við erlendis en hver veit, kannski á það eftir að breytast með þessum Evrópulögum sem þið Evrópuundirlægjurnar lofsamið.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 08:43
Sæl frú Evrópusamtök.
Ég er ekki samtök. Þú ert velkomin að skrifa aths. hjá mér. Get ekki svarað til saka fyrir aðra. Ég borga 21.000 ISK á mánuði fyrir 25 Mbit niðurhal línu með 0,75 Mbit upload hraða. Það eru þó til ódýrari línur fyrir fólk sem hefur mikla þolinmæði og mikinn tíma, t.d. 2 Mbit línur.
Ég lagði ekki í 3 Mbit symmetríska línu svo ég gæti hýst minn eigin vefþjón því svoleiðis lína kostar 90.000 ISK á mánuði. Því borga ég líka vistun á vefhóteli. Það eru eru um 100.000 heimili í Danmörku sem geta ekki fengið neitt betra en ISDN (125k). Danmörk er svo stórt land og erfitt að grafa í sandinn, hann er svo djúpur, að símafélögin leggja ekki í þann mikla kostnað sem það er að hafa DSL-stöðvar fyrir alla sem búa úti á landi. Svo það eru um 100.000 heimili fá ekki neitt nema módem eða ISDN. Fasteignaverð þessara húsa er ekki hátt, skiljanlega.
Allt er svo gott í ESB.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2009 kl. 14:13
Sælir drengir: Þau samtök seém átt er við eru að sjálfsögðu Nei-samtök Íslands og þið vitið alveg hvað þau heita. Þau leyfa engar athugasemdir, en hér á þessu bloggi eru viðhöfð lýðræðisleg vinnubrögð. Hinsvegar er mönnum bent að vanda málfar sitt og vera málefnalegir.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.11.2009 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.