Leita í fréttum mbl.is

ESB: Mikilvægt samkomulag um internetið og fjarskipti

BreiðbandÍ síðustu viku náðist samkomulag milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins sem m.a. lýtur að réttaröryggi internet-notenda. Málið kemur meðal annars inn á niðurhal á efni af internetinu. Í samkomulaginu er m.a. kveðið á um að ekki megi loka fyrir netsamband einstaklinga vegna niðurhals, nema réttarleg meðferð hafi átt sér stað. Þá á að gilda sú regla í sambandi við þetta að nauðsynlegt verður að færa fram sannanir áður en hægt verður að dæma einstaklinga fyrir ólöglegt niðurhal.  Réttarreglan, ,,saklaus, þar til sekt sannast," er því höfð að leiðarljósi.

NET-sérfræðingar og almennir notendur netsins hafa fagnað þessu samkomulagi. Ráðherrar ýmissa aðildarlanda hafa einnig fagnað og segja að með samkomulaginu, sem inniheldur fleiri atriði, muni samkeppni aukast á sviði tölvusamskipta og að það muni auka gæði breiðbandstenginga í Evrópu. Einnig muni þær verða ódýrari, þannig að þetta sé klárlega hagsmunamál neytenda.

Einnig hefur verið bent á að þetta samkomuleg sé dæmi um hvernig grasrótaröfl (les:almennir netnotendur) geti haft áhrif á ráðmenn innan ESB og Evrópuþingið.

Sjá: http://ec.europa.eu/news/science/071113_1_en.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ráða þá fullvalda ríkin þessu ekki sjálf lengur?

Var þetta vandamál (saklaus, þar til sekt sannast) Ef já, hvar?

Ég leyfi mér að benda á nýlega rannsókn Open Europe:

How the EU is watching you - The rise of Europe’s surveillance state

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Góð ábending hjá Gunnari.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 01:59

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Drengir: Ef þið kynnið ykkur málið þá snýst þetta um að bæta og jafna réttarstöðu netnotenda, sem og að stuðla að aukinni samkeppni, sem leiðir til lægra verðs til notenda. Beriði saman verð á nettengingum hér á landi og t.d. á Norðurlöndunum!

En það hefur enginn ykkar Nei-sinna svarað spurningunni um það af hverju það er ekki hægt að setja athugasemdir við færslur á síðum ykkar Nei-samtaka? Það er nú ekki beint lýðræðislegt!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.11.2009 kl. 07:50

4 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Ég get nú ekki betur séð annað en að Gunnar sé með opið fyrir athugasemdir á síðunni sinni.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 08:38

5 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Hvað verð í öðrum löndum varðar þá veit ég að mánaðarverð í Bussum, Hollandi, fyrir internet er í kringum 40-50 evrur sem gerir 8000-10000 krónur á mánuði sem er tiltölulega dýrara en hérlendis.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 08:42

6 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Staðreyndin er sú að fjarskiptaþjónusta á Íslandi er og hefur verið tiltölulega ódýr miðað við erlendis en hver veit, kannski á það eftir að breytast með þessum Evrópulögum sem þið Evrópuundirlægjurnar lofsamið.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 11.11.2009 kl. 08:43

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl frú Evrópusamtök.  

Ég er ekki samtök. Þú ert velkomin að skrifa aths. hjá mér. Get ekki svarað til saka fyrir aðra. Ég borga 21.000 ISK á mánuði fyrir 25 Mbit niðurhal línu með 0,75 Mbit upload hraða. Það eru þó til ódýrari línur fyrir fólk sem hefur mikla þolinmæði og mikinn tíma, t.d. 2 Mbit línur.

Ég lagði ekki í 3 Mbit symmetríska línu svo ég gæti hýst minn eigin vefþjón því svoleiðis lína kostar 90.000 ISK á mánuði. Því borga ég líka vistun á vefhóteli. Það eru eru um 100.000 heimili í Danmörku sem geta ekki fengið neitt betra en ISDN (125k). Danmörk er svo stórt land og erfitt að grafa í sandinn, hann er svo djúpur, að símafélögin leggja ekki í þann mikla kostnað sem það er að hafa DSL-stöðvar fyrir alla sem búa úti á landi. Svo það eru um 100.000 heimili fá ekki neitt nema módem eða ISDN. Fasteignaverð þessara húsa er ekki hátt, skiljanlega.

Allt er svo gott í ESB.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2009 kl. 14:13

8 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sælir drengir: Þau samtök seém átt er við eru að sjálfsögðu Nei-samtök Íslands og þið vitið alveg hvað þau heita. Þau leyfa engar athugasemdir, en hér á þessu bloggi eru viðhöfð lýðræðisleg vinnubrögð. Hinsvegar er mönnum bent að vanda málfar sitt og vera málefnalegir.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.11.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband