Leita í fréttum mbl.is

Af dalamönnum (og öðrum mönnum)

Styrmir GunnarssonStyrmir Gunnarsson(mynd), fyrrum ritstjórarefur Moggans, hefur mikið verið í kastljósi fjölmiðla upp á síðkastið, eða síðan bók hans UMSÁTRIÐ kom út. Þar fjallar hann um ýmis málefni, hrun, fjölmiðla, lýðræði o.s.frv. Styrmir er líka, eins og kunnugt er orðinn fastapenni hjá Mogganum. ,,Það er engin leið að hætta,” eins og segir í laginu.

Í síðasta pistli Styrmis segir af dalamanninum og nýjum formanni samtaka Nei-sinna á Íslandi, Ásmundi Einari Daðasyni, en ÁED segist ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt sem sem formaður Nei-sinna. Það þýðir með öðrum orðum að hann ætlar að vera leiðinlegur við Samfylkinguna. Bloggari hélt að Dalamenn væru þekktir fyrir að vera skemmtilegir, en það er kannski liðin tíð.

Almenn leiðindi eru því það sem Samfylkingarfólk má því búast við af dalamanninum Ásmundi Einari!

En orðrétt segir Styrmir í pistli sínum: ,, Nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr pólitískur foringi á þeirra vettvangi, sem ástæða er til að fylgjast vel með á næstu árum, þar sem er bóndinn úr Dölum. Maður, sem augljóslega er tilbúinn til að berjast fyrir pólitískri sannfæringu sinni. Þetta er Samfylkingarmönnum auðvitað ljóst og þess vegna gera þeir tilraun til að stoppa hann af. En í þeirri tilraun opinbera þeir afstöðu til lýðræðislegra skoðanaskipta, sem er engum stjórnmálaflokki sæmandi.

Þessi viðbrögð við kjöri Ásmundar Einars Daðasonar til formennsku í Heimssýn boða ekkert gott þegar horft er til væntanlegra samningaviðræðna við ESB. Í stjórnarsáttmálanum er lofað gagnsæi í stjórnsýslu. Það eru meiri líkur en minni á, að í framkvæmd verði reynt að halda frá þjóðinni öllum upplýsingum sem máli skipta um gang samningaviðræðna. Þar hljóta Vinstri grænir að láta til sín taka og tryggja, að almenningur á Íslandi fái samstundis aðgang að öllum upplýsingum um gang samningaviðræðna. Í þeim efnum verða aðrir að reiða sig á þá. Það er komin of löng reynsla af því að Samfylkingin segi eitt en geri annað.”

Hér setur Styrmir s.s. fram þá tilgátu sína að hætti þeirra sem lifa og hrærast í heimi samsæriskenninga, að Samfylkingin muni reyna eftir fremsta megni að halda frá þjóðinni ,,öllum upplýsingum sem máli skipta...”

En það er rétt að benda Styrmi á að fram hafa komið kröfur um hið gagnstæða, m.a. frá ungum Evrópusinnum um að ferlið verði allt opið og gegnsætt. Fullyrða má að það gildi einnig um aðra Evrópusinna.

Svo má spyrja í lokin, hvort var það ,,prívatpersónan” Styrmir Gunnarsson eða stjórnarmaður í Heimssýn, samtökum Nei-sinna á Íslandi, sem var að skrifa í helgarblað Moggadoggans?
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svonefndir Ungir Evrópusinnar ályktuðu reyndar á þá leið um daginn að spurningalisti Evrópusambandsins yrði þýddur á íslenzku og þannig gerður aðgengilegur öllum óháð tungumálakunnáttu. Ekki var orðið við því. Orðrétt sagði í ályktuninni:

"Stjórn Ungra Evrópusinna hvetur utanríkisráðherra til að standa við loforð sín um opið og aðgengilegt umsóknarferli og harmar þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að láta ekki þýða spurningalista Evrópusambandsins yfir á íslensku. Gott aðgengi að spurningalistanum og umsóknarferlinu öllu burt séð frá tungumálakunnáttu er lýðræðisleg krafa allrar þjóðarinnar."

Það virðist sem Ungir Evrópusinnar deili hliðstæðum áhyggjum og Styrmir og fleiri og það greinilega ekki að ástæðulausu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Það ku vera þýðing á leiðinni þýðing úr Bændahöllinni, eða hvað? Á ekki að dreifa henni til allra bænda landsins?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.11.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þó eflaust standi bláeygt og ágætis og velviljað fólk að baki Evrópusíðunnar,þá er það samt staðreynd að ekki á að þýða sprurningar ESB né svörin þannig að alþýða manna á Íslandi eigi ekki að geta skoðað ferlið og allar sprurningarnar og svörin á sínu eigin móðurmáli. Þetta er SKANDALL ! OG VERÐUR EKKI SÁ FYRSTI EÐA SÍÐASTI Í ÞESSUM ÓLÝÐRÆÐISLEGA ESB FARSA !

Gunnlaugur I., 23.11.2009 kl. 23:21

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Naflausi ESB-bloggari, það kemur ekki á óvart að þú skulir ekki treysta þér til þess að svara mér efnislega.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2009 kl. 10:01

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi ÁED er skondinn gaur.

Nei sinnar eru almennt séð ákaflega skondnir gaurar.

Það er gaman að þeim - í hófi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband