27.11.2009 | 16:04
ESB og "herinn": Grímur Atlason þreyttur á staðreyndabrenglun
Ein draugasaga sem ætlar að verða lífsseig er sú að Evrópusambandið sé að koma sér upp her.
Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð (mynd), er skemmtilegur bloggari og kemur víða við í hugleiðingum sínum. Hann fjallaði um þetta mál í nýlegu bloggi sínu. Þar segir hann meðal annars:
,,Tökum dæmi um fullyrðingu sem virðist vera álitin staðreynd á Íslandi: Evrópusambandið er að fara að koma sér upp her - það er eitt helsta markmið Lissabonsáttmálans.
Þessi fullyrðing heldur álíka vel og söguskoðun Hriflujónasar sem sumir - sérstaklega Hádegismóri og forveri hans - álíta enn vera rétta. En er Evrópusambandið að fara koma sér upp her? Svarið er nei. Það er undir ríkjunum sjálfum komið hvort þau taki þátt í afvopnunarverkefnum, friðargæslu, mannúðarverkefnum og björgunarleiðöngrum.
Persónulega hef ég ímugust á hernaðarbrölti hvers konar. En ég hef líka óþol þegar rangfærslur eru meðvitaðar settar fram til að afvegaleiða fólk. Lissabonsáttmálinn snýst þannig ekkert um stofnun sameiginlegs hers Evrópu.
Þeir sem vilja skoða hvað þessi sáttmáli þýðir geta lesið um hann hér. Heimssýn og aðrir benda án efa á önnur svör en það er líka bara allt í lagi."
Hægt er að lesa bloggið í heild sinni á þessari slóð:
http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009/11/20/eintona-pip/
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Innihald nýju 42. greinar TEU/Maastricht breytist ekki við það að sveitarstjórinn í Dalabyggð skrifi bloggfærslu.
Þetta sagði Agnela Merkel (hér). Hvort skyldi nú hafa meira um þetta að segja, Grímur Atlason eða Angela Merkel? Utanríkisráðherra Ítalíu (hér) er á sama máli og sú þýska.
Annars er þetta ekki eitt af stóru málunum fyrir okkur Íslendinga í þeirri Evrópusambandsumræðu sem nú fer fram.
Haraldur Hansson, 27.11.2009 kl. 16:37
Merkel sagði þetta árið 2007. Síðan þá hafa bæði SPD og FDP tekið evrópskan her af stefnuskrám sínum. Auk þess hefur Hæstiréttur Þýskalands sagt að evrópskur her myndi brjóta gegn stjórnarskrá Þýskalands og að aðeins þýska þingið geti tekið ákvörðun um það hvort Þjóðverjar taki þátt í hernaðaraðgerðum. Það er því enginn evrópskur her og síðan þessi ummæli voru látin falla hafa líkur á að hann verði nokkurn tíma til minnkað til muna.
Evrópusambandsríkin hafa stundum tekið höndum saman í afvopnunarverkefnum, friðargæslu o.s.frv. en eins og Grímur benti réttilega á er það undir ríkjunum sjálfum komið hvort þau taki þátt.
Ég er sammála að þetta verður líklega ekki stórmál fyrir Íslendinga.
Ingvar Sigurjónsson, 27.11.2009 kl. 18:14
Það er gaman þegar menn koma af stað svona umræðu. :)
Ég átti eina svona umræðu á vef mínum fyrir einhverju síðan og hægt er að fræðast nánar um það ef smellt er á eftirfarandi tengil... http://1kaldi.blog.is/blog/1kaldi/entry/791968/#comments
Þá er hægt að sjá ýmislegt sem við kemur evrópuher og hernaðarhyggju sem nær langt aftur í tímann...
Þar sér fólk ástæðu til að segja nei við inngöngu...
Með kveðju og von um góða helgi hvort sem menn eru með eða á móti inngöngu í hernaðarbandalag evrópu Ebé.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 27.11.2009 kl. 20:00
Það veita allir sem kynnt hafa sér málefnið 1% eða meira að þetta esb-her babbl andsinna er 100% þvæla.
Reyndar svo mikil þvæla að það er gott dæmi um að andsinnar hafa ekkert áhuga á staðreyndum eða vitrænni umræðu. Annaðhvort vegna getuleysis til skilnings eða viljaleysis. Skal ekkert fullyrða um hvort það sé - líklega eitthvert sambland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 21:20
Mig langar mjög mikið að trúa á frið í heiminum.
Því miður hefur engum tekist að sanna eða afsanna að ekki verði stríð og hernaður í Evrópu. Ég vona svo innilega að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því en ég get ekki verið viss.
Er einhver sem getur sannfært mig með skiljanlegum rökum að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu kanski tilvonandi hernaðarbandalagi? Vona það.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2009 kl. 22:01
Svona til að svara Ómari Bjarka, þá er það staðreynd að þegar reint er að opna umræður um ebé aðild eða ekki ebé aðild þá eru andsinnar oftast útilokaðir þó svo að færð séu góð rök fyrir máli þeirra.
Það hefur líka verið svo að þeir sem eru á móti aðild hafa verið útilokaðir frá síðum ebé-sinna þar sem aðeins eru leifðar athugasemdir þeirra sem vilja aðild.
Svona einstefna er það sem kallað er "að hugsa ekki útfyrir ramman", stefna...
Þessi "tunnelvision" er ekki góð þar sem aðeins eitt sjónarhorn kemst í umræðuna.
Ég er hlyntur því að menn tali um hlutina, það er bara spurning hvort ebé-sinnarnir eru tilbúnir að ræða þetta á þeim grundvelli sem þörf er á að ræða það.
Það eru alltaf þrjár hliðar á hverju máli...
þín hlið...
mín hlið...
og rétta hliðin...
Það þarf bara að finna réttu hliðina sem við getum sætst á...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.11.2009 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.