Leita í fréttum mbl.is

ESB og "herinn": Grímur Atlason þreyttur á staðreyndabrenglun

Ein draugasaga sem ætlar að verða lífsseig er sú að Evrópusambandið sé að koma sér upp her.

Grímur AtlasonGrímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð (mynd), er skemmtilegur bloggari og kemur víða við í hugleiðingum sínum. Hann fjallaði um þetta mál í nýlegu bloggi sínu. Þar segir hann meðal annars:

,,Tökum dæmi um fullyrðingu sem virðist vera álitin staðreynd á Íslandi: Evrópusambandið er að fara að koma sér upp her - það er eitt helsta markmið Lissabonsáttmálans.

Þessi fullyrðing heldur álíka vel og söguskoðun Hriflujónasar sem sumir - sérstaklega Hádegismóri og forveri hans - álíta enn vera rétta. En er Evrópusambandið að fara koma sér upp her? Svarið er nei. Það er undir ríkjunum sjálfum komið hvort þau taki þátt í afvopnunarverkefnum, friðargæslu, mannúðarverkefnum og björgunarleiðöngrum.

Persónulega hef ég ímugust á hernaðarbrölti hvers konar. En ég hef líka óþol þegar rangfærslur eru meðvitaðar settar fram til að afvegaleiða fólk.  Lissabonsáttmálinn snýst þannig ekkert um stofnun sameiginlegs hers Evrópu.

Þeir sem vilja skoða hvað þessi sáttmáli þýðir geta lesið um hann hér. Heimssýn og aðrir benda án efa á önnur svör – en það er líka bara allt í lagi."

Hægt er að lesa bloggið í heild sinni á þessari slóð:

http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009/11/20/eintona-pip/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Innihald nýju 42. greinar TEU/Maastricht breytist ekki við það að sveitarstjórinn í Dalabyggð skrifi bloggfærslu.

In the European Union we have to come closer to the creation of a European army.

Þetta sagði Agnela Merkel (hér). Hvort skyldi nú hafa meira um þetta að segja, Grímur Atlason eða Angela Merkel? Utanríkisráðherra Ítalíu (hér) er á sama máli og sú þýska.

Annars er þetta ekki eitt af stóru málunum fyrir okkur Íslendinga í þeirri Evrópusambandsumræðu sem nú fer fram.

Haraldur Hansson, 27.11.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Merkel sagði þetta árið 2007.  Síðan þá hafa bæði SPD og FDP tekið evrópskan her af stefnuskrám sínum.  Auk þess hefur Hæstiréttur Þýskalands sagt að evrópskur her myndi brjóta gegn stjórnarskrá Þýskalands og að aðeins þýska þingið geti tekið ákvörðun um það hvort Þjóðverjar taki þátt í hernaðaraðgerðum.  Það er því enginn evrópskur her og síðan þessi ummæli voru látin falla hafa líkur á að hann verði nokkurn tíma til minnkað til muna.

Evrópusambandsríkin hafa stundum tekið höndum saman í afvopnunarverkefnum, friðargæslu o.s.frv. en eins og Grímur benti réttilega á er það undir ríkjunum sjálfum komið hvort þau taki þátt.

Ég er sammála að þetta verður líklega ekki stórmál fyrir Íslendinga.

Ingvar Sigurjónsson, 27.11.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er gaman þegar menn koma af stað svona umræðu. :)

Ég átti eina svona umræðu á vef mínum fyrir einhverju síðan og hægt er að fræðast nánar um það ef smellt er á eftirfarandi tengil... http://1kaldi.blog.is/blog/1kaldi/entry/791968/#comments

Þá er hægt að sjá ýmislegt sem við kemur evrópuher og hernaðarhyggju sem nær langt aftur í tímann...

Þar sér fólk ástæðu til að segja nei við inngöngu...

Með kveðju og von um góða helgi hvort sem menn eru með eða á móti inngöngu í hernaðarbandalag evrópu Ebé.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 27.11.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það veita allir sem kynnt hafa sér málefnið 1% eða meira að þetta esb-her babbl andsinna er 100% þvæla.

Reyndar svo mikil þvæla að það er gott dæmi um að andsinnar hafa ekkert áhuga á staðreyndum eða vitrænni umræðu.  Annaðhvort vegna getuleysis til skilnings eða viljaleysis.  Skal ekkert fullyrða um hvort það sé - líklega eitthvert sambland.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mig langar mjög mikið að trúa á frið í heiminum.

Því miður hefur engum tekist að sanna eða afsanna að ekki verði stríð og hernaður í Evrópu. Ég vona svo innilega að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því en ég get ekki verið viss.

Er einhver sem getur sannfært mig með skiljanlegum rökum að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu kanski tilvonandi hernaðarbandalagi? Vona það.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svona til að svara Ómari Bjarka, þá er það staðreynd að þegar reint er að opna umræður um ebé aðild eða ekki ebé aðild þá eru andsinnar oftast útilokaðir þó svo að færð séu góð rök fyrir máli þeirra.

Það hefur líka verið svo að þeir sem eru á móti aðild hafa verið útilokaðir frá síðum ebé-sinna þar sem aðeins eru leifðar athugasemdir þeirra sem vilja aðild.

Svona einstefna er það sem kallað er "að hugsa ekki útfyrir ramman", stefna...

Þessi "tunnelvision" er ekki góð þar sem aðeins eitt sjónarhorn kemst í umræðuna.

Ég er hlyntur því að menn tali um hlutina, það er bara spurning hvort ebé-sinnarnir eru tilbúnir að ræða þetta á þeim grundvelli sem þörf er á að ræða það.

Það eru alltaf þrjár hliðar á hverju máli...

þín hlið...

mín hlið...

og rétta hliðin...

Það þarf bara að finna réttu hliðina sem við getum sætst á...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.11.2009 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband