1.12.2009 | 14:02
Til hamingju með fullveldisdaginn!
Þann 1. des árið 1918 urðum við Íslendingar fullvalda þjóð. Af því tilefni vilja Evrópusamtökin óska landsmönnum til hamingju með daginn!
Margt hefur breyst í henni veröld síðan þá, heimurinn tekur stöðugum breytingum. Ný vandamál og nýjar áskoranir birtast. Á þeim verður að taka. Um leiðir og aðferðir er deilt. Það heitir lýðræði. Ísland stendur að mörgu leyti á krossgötum og sú umræða um afstöðu Íslendinga gagnvart umheiminum, sér í lagi Evrópu, er hluti af þessu.
Í raun má segja að þetta sá barátta tveggja hugmyndaheima: Evrópusinna, sem vilja styrkja enn frekar sambandið og samskiptin við Evrópu og hóps fólks sem vill gera hlutina öðruvísi. Hvernig, er ekki alltaf á hreinu, því þar blandast m.a. saman hugmyndaheimar einstaklinga á sitthvorum jaðrinum á hin pólitíska litrófi.
Evrópusinnum er fullveldið afar kært. Það er ekki markmið Evrópusinna að afsala fullveldi Íslendinga. Slíkt væri að gera lítið úr baráttu manna á borð við Jóns Sigurðssonar, sem ekki bara barðist fyrir sjálfstæði Íslands, heldur einnig borgaralegu samfélagi manna á Íslandi, í ætt við það sem hann hafði kynnst í Danmörku.
Framundan fyrir Íslendinga er vegur sem fyrst um sinn verður e.t.v. grýttur og holóttur. Það er hinsvegar von okkar Evrópusinna að honum megi breyta í þægilega akbraut til Evrópu en ekki þá blindgötu sem við höfum komið okkur í sjálf, því þegar öllu er á botninn hvolft erum við jú hluti af henni Evrópu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Sérkennilegt að fá slíkar hamingjuóskir úr þessari átt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 1.12.2009 kl. 15:12
Í pótitísku og menningarlegu tilliti er Ísland álíka mikið í Evrópu og Kanada.
Axel Þór Kolbeinsson, 1.12.2009 kl. 15:19
"Þægilega akbraut til Evrópu"
Alltaf eruð þið ESB sinnarnir, jafn barnalegir og bláeygðir.
Ég segi alveg eins og það er miklu meiri ástæða til að óska ykkur til hamingju með daginn því nú í dag tók Lissabon sáttmálinn gildi á ESB svæðinu. Langþráður draumur skriffinnanna orðinn að veruleika og stefnan tekinn á frekari samruna og samþættingu og samþjöppun valdsins í höndum óskeikulu ráðana og nefndanna.
Vil benda ykkur á að Evrópa sem heimsálfa og eða hluti jarðarkringlunnar er ekki sama og apparatið ESB.
Þessu viljið þið ESB sinnar alltaf blanda saman og að við verðum að vera hluti af einhverri heild. Jú við erum það vissulega því að við erum í Evrópu og eigum margvísleg samskipti við Evrópu, án þess þó að við séum í þessu yfirþjóðlega apparati ESB.
Evrópa sem slík er líka ágæt þó svo að þar búi enn þá margar ólíkar þjóðir og sumar séu ekki einu sinni í ESB eins og t.d. Sviss sem þó býr með ESB allt um kring.
ESB er hinnsvegar, miðstýrt og gerspillt stjórnsýsluapparat sem er orðið að hreinu tilræði við opið og frjálst lýðræði fólksins sem býr í þessu yfirþjóðlega og ólýðræðislega apparati, sérstaklega með upptöku þessa ólýðræðislega Lissabon sáttmála sem tók gildi í dag, en almenningur flestra aðildarríkjanna hafði ekkert um að segja og fékk ekki að kjósa um af því að sérfræðinga-ráðin og nefndirnar telja sig þurfa að hafa vit fyrir fólkinu.
Svona kerfi standast aldrei til lengdar, þau falla undan eigin spillingu og gjörræði, sagan sannar það.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Gunnlaugur I., 1.12.2009 kl. 16:04
Allan minn uppvöxt héldu róttæklingarnir uppá 1. des sem minningarhátíð yfir tapað fullveldi því þeir töldum með nokkrum rétti að Íslendingar ekki bara gátu lýst yfir lýðveldi heldur hegðað sér einsog fullvalda ríki í heiminum nema með stuðningi BNA (USA).
Eftir að BNA yfirgáfu landið bæði með her og sendherra hefur landið í raun verið óvarið og með takmarkað fullveldi enda kom það í ljós í fjármálkreppunni að þjóðin og fulltrúar hennar eiga erfitt með að halda trú sinni á mátt okkar og megin og "viðsemjendur" okkar telja sig ekki þurfa að tala við stjórnmálamenn einsog jafningja. Það er talað niður til okkar og sjálfstæði þjóðarinnar er raunverulega í hættu.
Ísland getur ekki verið fullvalda þáttakandi í NATO lengur það býst enginn við framlagi okkar þar nema að nafninu til.
Ef upplausnarástandið sem við sjáum á Alþingi og ákvörðunarfælnin sem ríkir meðal stjórnarandstæðinga og VG manna verður ekki kveðin niður mun það hafa afar skaðleg áhrif á fullveldi þjóðarinnar útávið. Hvenær ætlum við að spila út "fullveldiskortinu"? Leggja það á borðið fyrir framan aðrar þjóðir og segja: ef þið snertið svo mikið sem hár á okkar höfði þá muniði fá makleg málagjöld" Er hættandi á að einhverjir td rússar eða alþjóðlegir auðhringar trompi þetta blöff.
Fullveldi okkar felst ekki í peningunum því þá eigum við ekki. Ekki í hernaðarmætti einsog veröldin veit. Heldur í mannauð og þekkingu okkar á staðháttum. Þennan þátt fullveldisins þó veikur sé verður okkur til framdráttar en aðeins ef við getum varðið hann með utanðkomandi stuðningi.
Það er þess vegna að ESB er okkar nærtækasti stuðningur við fullveldi Lýðveldisins Íslands.
"ESB er hinnsvegar, miðstýrt og gerspillt stjórnsýsluapparat sem er orðið að hreinu tilræði við opið og frjálst lýðræði" er fullyrt hér að ofan. Þetta er bara frasi sem á við um öll ríki stór og smá og ríkjasamtök og ríkiasambönd og allar mannanna stofnanir að lýðræði stafi hætta af spillingu og oftjórnartilhneygingar eða vanstýring fara með allt til fjandans. Þennan vanda mannlegs samfélags verður ekki hægt að leysa bara þola og reyna að milda sem mest skavánkana. Hið fullkomna samfélag verður aldrei til. Það er hins vegar hægt að vinna að því að það haldi áfram að þróast í átt að einhverju sem okkur líkar. ESB var til þess stofnað og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir allt og er því alveg óhætt að klára þá samninga og ganga síðan til atkvæða
Gísli Ingvarsson, 1.12.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.