Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir "pílagrímar" í norsku viðtali

DagsavisenEins og sagt var frá hér á blogginu fóru Nei-sinnar í "pílagrímsför" til fyrirheitna landsins, Noregs, um síðustu helgi. Norðmenn hafa jú sagt tvisvar sinnum NEI í atkvæðagreiðslu um aðild að ESB og eiga því Evrópu (og væntanlega heimsmet) í greininni. Íslenskir NEI-sinnar ætla sér að læra að frændum vorum, svo sannarlega!

Og þeir komust í pressuna, m.a. þá norsku. Í Dagsavisen birtist viðtal við fjóra Nei-sinna. Kíkjum á það.

,,For EU er Island nøkkelen til å få Norge med i EU. På landsmøtet denne helgen vil vi bygge nettverk med Nei til EU fordi vi har en felles interesse i å holde Island utenfor EU, fastslår Asmundur Einar Davidson, leder av Heimssyn."

Þýðing: ,,Ísland er lykillinn að því að fá Noreg inn í ESB. Þessvegna ætlum við að nota helgina til þess að mynda netverk með Nei till EU, vegna þess að það eru sameiginlegir hagsmunir okkar að halda Íslandi utan ESB, segir Ásmundur Einar Daðason..."

Íslendingarnir eru því s.s. ekki bara að gera þetta fyrir sjálfa sig, heldur líka Norðmenn, sem eru á móti ESB. Bloggari hélt að þetta væri til þess að verja fullveldi og sjálfstæði Íslands, en ekki fyrir einhvern hóp Norðmanna.

P-Vil,,– Vår hovedbekymring er at EU er så ivrige etter å få Island med i EU at de kaster penger etter oss. Vi er en befolkning på bare 300.000 innbyggere, og da skal det ikke så store summer til for å bestikke oss, sier Pall Vilhjalmsson, styremedlem i Heimssyn."

Þýtt: Við höfum mestar áhyggjur af því að ESB sé svo æst í Ísland að það komi til með að lokka okkur með peningum. Og þar sem við erum bara 300.000, þarf ekki svo háar fjárhæðir til þess brjóta siðferði okkar, segir Páll Vilhjálmsson..."

S.s. ESB ætlar að kaupa Ísland og fá það ódýrt. Íslendingar eru léttkeyptir samkvæmt mati Páls.

Og hann heldur áfram í viðtalinu: ,,– Vi har hatt to meningsmålinger på rad som viser at 70 prosent er mot islandsk EU-medlemskap. Det er ingen sjanse for at opinionen kommer til å snu, sier Vilhjalmsson."

Þýtt: ,,Tvær skoðanakannanir í röð hafa sýnt að 70% eru á móti aðild. Viðsnúningur á þessu er útilokaður, segir Páll Vilhjálmsson."

Sigurviss, vissulega, en bíðum nú við, ENGIN skoðanakönnun sem birst hefur, sýnir 70% andstöðu við aðild. Heitir þetta ekki að fara frjálslega með staðreyndir? Kíkjum á gögn frá Gallup, en á þeim sést að rétt tæpur helmingur landsmanna var á móti aðild í lok ágúst (efri mynd). Í könnun fyrir Stöð tvö í byrjun nóvember, var þessi tala um 54% (http://www.visir.is/article/2009535643082) Þetta er því langt frá 70% Páls. Og á neðri myndinni sést að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill aðildarviðræður. Það vilja Nei-sinnar ekki og ekki leyfa lýðræðinu (og þingræðinu) að hafa sinn gang. Því má svo bæta við að þetta ferli er rétt að byrja og þjóðin á í raun eftir að fá miklar upplýsingar um ESB.

adild-saga-0800-0809

ESB-almenningur-vidraedur

Í umræddu viðtali í Dagsavisen (upplag c.a. 40.000 skv. Wikipedia) tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, líka til máls og segir um gjaldmiðilsmálin:

,,– Da finanskrisen rammet Island lette alle etter en «quick fix» og så innføring av euro som løsningen. De forestilte seg at bare vi fikk euro ville Island være tilbake der vi var i 2007 slik at alle kunne gå å kjøpe seg en ny Range Rover, sier Konrádsdottir spøkefullt. "

Þýtt: Þegar kreppan skall á leituðu allir eftir "hraðlausn" og sáu Evruna sem lausn. Með Evrunni væri hægt að byrja að lifa aftur eins og það væri 2007 og kaup sér nýjan Range Rover..."

Halló! Unnur: Getur ekka verið að með Evrunni séu menn að leita að gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og virkar eins og alvöru gjaldmiðill á að gera? En ekki gjaldmiðill, sem einn daginn svínvirkar fyrir innflytjendur og hinn daginn fyrir innflytjendur?

Ekki tala Nei-sinnar um neinar lausnir í þessu sambandi, þau vilja greinilega hafa gjaldmiðil sem t.d. hefur kostað Landspítalann 2 milljarða í gengistap (sjá hér). Að ekki sé talað um aðra aðila í samfélaginu.

Og í lokin talar Ásmundur Einar um Icesave og segir: ,,– Storbritannia og Nederland vil aldri gå med på verken forhandlinger eller medlemskap i EU for Island før pengene er tilbakebetalt, mener Asmundur Einar Davidson."

Þýtt: Bretland og Holland samþykkja aldrei samningaviðræður og aðild Íslands að ESB fyrr en þeir hafa fengið peningana greidda til baka...." 

Í fyrsta lagi er það ráðherraráð ESB, sem ákveður að hefja skuli aðildarviðræður, ekki einstök aðildarlönd. Og í öðru lagi verður að teljast afar ólíklegt að Bretland og Holland myndu stoppa aðild á landi eins og Íslandi.

Ef um deilumál yrði að ræða yrði fundin lausn á slíku. Þannig virkar ESB. Menn verða að átta sig á eðli sambandsins. Þetta hlýtur því að vera einlæg óskhyggja, þessar hugmyndir Ásmundar, sem nú er orðinn Nei-sinni nr. 1 á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband