Leita í fréttum mbl.is

Úlfar - Lokagrein um ESB, Ísland og sjávarútveg

Úlfar HaukssonÍ gćr birtist í Fréttablađinnu, ţriđja/lokagrein Úlfars Haukssonar um Ísland, ESB og sjávarútvegsmál. Í lokagreininni segir Úlfar m.a. um úthlutun veiđiheimilda:

,,Engin ástćđa er til ađ ćtla ađ önnur sjónarmiđ en Íslendinga yrđu ráđandi viđ formlega ákvarđanatöku á hámarksafla á Íslandsmiđum í ráđherraráđi ESB ţar sem engin önnur ríki hefđu af ţví verulega hagsmuni. Eftir sem áđur myndi sjávarútvegsráđherra Íslands móta tillögur um hámarksafla á Íslandsmiđum byggđa á ráđleggingum fremstu vísindamanna og í samráđi viđ hagsmunaađila. Formleg ákvörđun fćri síđan fram á vettvangi ráđherraráđsins ţar sem sjávarútvegsráđherra Íslands mun eiga sćti. Íslendingar gćtu svo úthlutađ aflanum eftir ţví kerfi sem ţeim hugnađist best. Ţetta er sá veruleiki sem blasir viđ án ţess ađ nokkuđ yrđi sérstaklega ađ gert til ađ formfesta sérhagsmuni Íslands í ađildarsamningi."

Og síđar ritar Úlfar:

,,Ađ auki blasir sú stađreynd viđ ađ íslenska fiskveiđilögsagan er eins einagruđ frá lögsögum annara ESB ríkja og hugsast getur. Jean-Luc Dehane, fyrrverandi forsćtisráđherra Belgíu, viđrađi á sínum tíma hugmyndir ţess eđlis ađ gera íslenska fiskveiđistjórnunarkerfiđ hluta af sjávarútvegsstefnu ESB ef til ađildarviđrćđna kćmi. Hann sagđi fordćmi fyrir ţví ađ önnur stjórnunarkerfi gildi á ákveđnum hafsvćđum, eins og til dćmis á svćđum viđ Írland og Hjaltlandseyjar. Hér var Dehane ađ opna á ţá umrćđu ađ íslenska fiskveiđilögsagan verđi gerđ ađ sérstöku stjórnsýslusvćđi innan ESB. John Maddison, fyrrum sendiherra ESB í Noregi og á Íslandi, ljáđi á sínum tíma einnig máls á svipuđum hugmyndum."

Lokagrein Úlfars má lesa hér

Einnig á www.evropa.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á ađ undirrita ađildarsamninginn međ bjartsýni á útkomu í líkindareikningi um framvindu stćrsta hagsmunamáls ţjóđarinnar?

Árni Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 13:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband