Fréttir hafa borist af slæmri fjárhagstöðu Landhelgisgæslunnar, sem hefur varla efni á að hafa eitt varðskip úti í einu. Fréttir af þyrlumálum eru einnig mjög slæmar og eru ýmsir möguleikar ræddir. M.a. að skila einni af þremur þyrlum gæslunnar. Þetta myndi draga verulega úr þjónustu gæslunnar, sem er mjög mikilvægur öryggishlekkur fyrir sjómenn, sem og aðra, t.d. varðandi sjúkraflutninga innanlands.
En hverjar eru helstu ástæður þessarar slæmu stöðu gæslunnar? Jú, gengishrun íslensku krónunnar, eða eins og segir í frétt á www. visir.is: ,,Miklar gengisbreytingar hafa farið verst með rekstur landhelgisgæslunnar þar sem mikil útgjöld hennar eru í erlendri mynt vegna leigusamninga við erlenda samstarfsaðila."
Veikur gjaldmiðill er að bitna hart á okkur þessi misserin. Eins og fram hefur komið á þessu bloggi hefur Landspítalinn tekið á gríðarlegt tap vegna gengisfalls krónunnar. Þá hefur landinn (les: íslenskir ríkisborgarar) tekið á sig ómælt gengistap.
Krónan er að kosta okkur FÚLGUR og veldur óöryggi!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
við munum þó ekki þurfa að loka öðru hverju sjúkrahúsi eins og Lettar.
Allir peningar sem þeir fá lánaða eru notaðir til að tryggja að gjalmiðilinn þeirra sé fasttengdur við Evru.
í vetur var þáttur frá Lettlandi þar sem sagt var frá að sykursjúkir væru hættir að fá insulin.
ég bið ykkur að skoða aðeins hvað er að gerast í Grikklandi, Írlandi og í Eystrasaltslöndunum áður en þið farið að tala um slæmt ástand hér á landi.
síðan er ekkert mál að fjármagna þessa rellu fyrir Landhelgisgæsluna: skera niður um 80% í utanríkisþjónustunnni og hætta við ESB aðild.
Sennilega væri hægt að fá heila þyrlusveit fyrir sparniaðinn.
Semsagt: ESB aðild velur óöryggi og kostar fúlgur fjár.
kv.
Jón Þór
Jón Þór Helgason, 7.12.2009 kl. 22:28
Það er einmitt eins og Jón bendir á, enginn vandi að fjármagna LHG.
Það er hinsvegar pólitísk ákvörðun Evrópusinnanna að eyða peningunum í vitleysu í stað þess að tryggja lágmarksöryggi Íslendinga.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:25
Staða krónunnar endurspeglar skuldastöðuna.
Tek undir með Pétri. Það hneyksli að eyða einum milljarð í everópusambandsaðild
Sigurður Þórðarson, 8.12.2009 kl. 06:50
Á næstunni verða væntanlega tilkynntar aðgerðir á vegum LSH, sem miða að því að skerða þjónustu. Hvað segið þið herramenn um það? Svo er það nú þannig að hjá flestum ríkjum sem hafa gengið í ESB hefur verslun og viðskipti aukist.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.12.2009 kl. 08:15
Það er rétt hjá Evrópublogginu, viðskipti og verslun hafa aukist hjá þeim ríkjum sem hafa gengið í Evrópusambandið síðustu ár.
það sem Evrópubloggið segir ekki er að þau lönd sem hafa gengið í Evrópusambandið hafa einmitt verið vanþróuð ríki á mælikvarða íslands. SS Eyrstrasaltslöndinn og austur Evrópa. Þessi vöxtur viðskipta hefur verið rekinn áfram með miklum lántökum og skuldsetingu.
Já Niðurskurður á LSH er framundan. En útgjöld ráðuneyta verður skorin niður um ekki einustu krónu. Sem lýsir aumingjaskap Ríkisstjórnarinnar.
Vissulega þarf að skera niður á LSH en betra hefði verið að þurkaa út utanríkisráðuneytið og setja það í eina skúffu í forsætisráðuneytinu eða þess vegna í umhverfisráðuneytinu.
Framganga Utanríkisráðuneytinu við að kynna okkar málfluting í icesave málinu er til skammar.
Mínar heimildir af alþingi (stjórnarliði) segja að utanríkisþjónustan hafi verið að skemmta sér í New Y þegar bankarni féllu.
þetta lið er íslandi til skammar
Jón Þór Helgason, 8.12.2009 kl. 08:42
Heyr á endemi. Vandamál Landhelgisgæslunnar stafa af því að í rekstri hennar voru gerðir hlutir sem aldrei eiga við í opinberum rekstri. Útbúnaður leigður fyrirgreiðslu í erlendri mynt er klikkun, sama á hvaða tíma samningar voru gerðir. Ef útbúnaður hefði einfaldlega verið keyptur á sínum tíma, þó hann hefði verið dýr, þá væru sennilega lítil sem engin vandræði hjá gæslunni. Ástæðan fyrir þessum vanda eru kolvitlausir fjármálagerningar.
Krónan stendur illa vegna þess að farið var illa með hana. Ef við byrjum að fara vel með hana aftur þá mun hún skána aftur með tíð og tíma. Það er alþekkt staðreynd að evra eykur atvinnuleysi og misskiptingu auðs. Hún þjónar einkum hagsmunum Þjóðverja og Frakka en annarra síður. Önnur lönd sem gengið hafa í ESB hafa flest gert það á einhverjum öðrum (pólitískum) forsendum en evruaðild.
Þorgeir Ragnarsson, 8.12.2009 kl. 09:51
"Krónan stendur illa vegna þess að farið var illa með hana" Fyrirgefðu, geturðu útskýrt þessa staðhæfingu? Hverjir hafa farið illa með hana, almenningur?
Verið getur að LHG hafi framið gerninga sem ekki eru skynsamlegir, ekki skal lagt mat á það hér. En, staðreyndir varðandi gengismálin eru dagljósar. LHS er ágætt dæmi um það.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.12.2009 kl. 15:09
Það var farið illa með krónuna með eftirfarandi hætti.
1. Ríkissrekstur var lélegur í góðærinu, klassíst fyrirbæri.
2. Krónan styrktist þar sem hægt var að taka lán erlendis sem stryktu krónuna.
3. mikill og viðvarandi viðskiptahalli.
ég minni á að Írar skulda 8X landsframleiðslu á meðan við skuldum 3x. krónan okkar er orðinn veik á meðan Írar geta ekki nýtt sér myntina til að styrkja útfluttinsgreinarnar.
því verður niðurskurður á íslenskum spítölum minni og skammvinnari en hjá frændum okkar Írum.
Krónan brást við umhverfinu en það gerir Írska pundið ekki. Því eru útfluttingstekjur okkar að aukast en Dell var að loka verksmiðju í Írlandi.
kv.
Jón Þór
Jón Þór Helgason, 8.12.2009 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.