Leita í fréttum mbl.is

Ussss....ekki segja ESB! Daniel Gros tjáir sig í MBL

Daniel GrosMorgunblaðið hefur í gær og í dag birt "áhugaverðar" athugasemdir og skoðanir fulltrúa Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands, þjóðverjans Daniel Gros. Í gær voru það skert lífskjör og kaupmáttur ef Alþingi myndi samþykkja Icesave og í dag tjáir Gros sig um gengismálin. Í grein MBL segir m.a.:

,,Gros telur krónuna reyndar vera mikinn vandræðagrip og að í raun sé nauðsynlegt að skipta henni út. „Mikilvægt er að horfast í augu við það að við núverandi aðstæður er Ísland ekki á neinni hraðleið inn í Evrópusambandið og evruna. Það er hins vegar alltaf hægt að taka evruna upp einhliða, þótt slíka upptöku þyrfti að undirbúa mjög vel.“

Og síðar segir: ,,Gros var ráðgjafi stjórnvalda í Svartfjallalandi þegar það ríki ákvað að taka einhliða upp evru. „Málið er að gera þetta án þess að spyrja Brussel eða Frankfurt um leyfi. ESB var afar ósátt við ákvörðun Svartfellinga og hótaði þeim öllu illu, en ég get ekki séð að það hafi nein úrslitaáhrif á aðildarviðræður landsins við ESB.“

Hér verða menn að staldra við: Aðstæður í Svartfjallalandi þá og á Íslandi nú eru gjörólíkar. Svartfjallaland, var í ríkjasambandi við Serbíu fram til ársins 2006, þegar það lýsti yfir sjálfstæði. Serbía og Svartfjallaland voru lýðveldi í Júgóslavíu, sem var stjórnað með járnhendi af kommúnistanum Jósep Tító frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Landið leystist svo upp í frumeindir sínar í blóðugri styrjöld á árunum 1991-1995 og til urðu sjö sjálfstæð ríki (með Kosovo)!

DinarÍ Svartfjallalandi komu dollar og þýskt mark (fram að evru) til með að leika aðalhlutverkið sem gjaldmiðlar. Júgóslavnseki dínarinn varð óðaverbólgu að bráð og varð ónothæfur sem gjaldmiðill árið 1991, enda lagður niður þá. Svartfellingar byrjuðu því að nota Evruna, þegar þýska markið hvarf af sviðinu. Í sjálfu sér rökrétt skref. Þar er e.t.v. að finna skýringuna á því hversvegna ESB lét stóru orðin duga gagnvart Svartfellingum. Hvað áttu þeir að gera? Ekki taka aftur upp dínarinn!

Ísland er því í allt annarri stöðu. Sem land með langa lýðræðishefð, eigin gjaldmiðil í yfir hundrað ár (sem að vísu er hruninn), með náin tengsl við Evrópu í gegnum áratuga samskipti og samninga, m.a. EES, er því vart hægt að bera þessi lönd saman. Evrunotkun Svartfellinga er því tilkomin vegna sögulegra þátta sem Íslendingar munu vonandi aldrei upplifa 

Það sem Ísland þarf að gera er að móta sér langtímastefnu í gjaldeyris og peningamálum í kjölfar gjaldeyrishrunsins. Leiðin að Evrunni þýðir í raun markmiðasetningu og hún tekur tíma. Þessi markmið fela m.a. í sér aðhald, lágvaxtastefnu og lága verðbólgu.

En eru þetta skilaboð Gros til Íslendinga: Að fara okkar fram án samráðs við alþjóðaumhverfið (les, ESB) án samráðs eða samvinnu? Kann það góðri lukku að stýra? Væri ekki nær að Gros myndi miðla okkur af þekkingu sinni um það hvernig við getum náð þeim markmiðum til þess að geta tekið hér upp nothæfan gjaldmiðil með tíð og tíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Furðulegur gaur þessi Gros.  Skil hann ekki almennilega.

Sko, hvar eu heimldir fyrir "ESB var afar ósátt við ákvörðun Svartfellinga og hótaði þeim öllu illu"

Hvernig fóru þessar hótanir fram etc.

Hinsvegar liggur alveg fyrir afstaða esb.  Þeir eru á móti slíku og styðja ekki umræddar aðgerðir landaog hafa ma. nýlega gert formlega athugasemd við stöðu Montenegro þessu viðvíkjandi.

Second, málið er einfaldlega að staða Montenegro á þessum tíma er engan vegin sambærileg íslandi - og í rauninni tímarni allt öðruvísi.

Montenegro var ekki einu sinni Ríki á þessum tíma heldur í Ríkjasambandi við Serbíu og einnig að peningakerfið með allt öðrum  hætti en td. á íslandi (þrátt fyrir kreppu og breitingar hér á landi á)

Þ.e. að umfang peningakerfisins allt öðruvísi en hérna og eins og áður segir enganvegin sambærilegt.

Aðrir tímar, allt öðruvísi aðstæður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Krónan er hrunin vegna skulda.

 Krónan á Írlandi, Pesetin á Spáni og myntirnar í Grikklandi og Eystrasaltslöndunum geta ekki hrunið vegna Evru og Evrutengingar. 

 í vetur var þáttur frá Litháen, þar sem laun hafa lækkað svo mikið þá eru fólk hætt að borða kjöt sem er framleitt í landiu en í staðin farið að borða ódýra framleiðslu frá þýskalandi og ítalíu. Við þetta eykst þrýstingur á myntina og störufm fækkar innanlands.

 Vandamálin leysast ekki með Evru og ef Evran væri svo góð af hverju eru svö mörg lönd Evrópu í miklum vandræðum?

 Málið er að gjaldmiðilinn tryggir að vinnumarkaðurin sé skilvirkur með að falla.  Þó fyrir mikið áfall er atvinnuleysi hér á landi svipað og í góðæri í Evrópu. 

Samsagt, á Evrópskan mælikvarða er uppsveifla hér!!

Jón Þór Helgason, 14.12.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þú segir allt sem segja þarf Jón Þór.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.12.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband