Leita í fréttum mbl.is

Brynju svarað

Ingvar SigurjónssonIngvar Sigurjónsson, varaformaður Ungra Evrópusinna ritar góða svargrein í MBL í gær. Þar svarar hann Brynju Halldórsdóttur, sem er í stjórn samtaka Nei-sinna á Íslandi. Ingvar segir m.a. ;

,Ef Brynja tæki þátt í fræðslustarfi Ungra evrópusinna gætum við t.d. leiðrétt misskilning sem hún virðist vera haldin varðandi sjávarútveginn. Brynja heldur því fram að tíu eða tuttugu árum eftir hugsanlega inngöngu væri fiskurinn í sjónum ekki lengur okkar Íslendinga heldur „í eigu sjómanna í Bretlandi, Portúgal, Spáni og víðar“. Hér virðist hún hafa gleypt við margendurteknum hræðsluáróðri andstæðinga aðildar. Sannleikurinn er hins vegar sá að vegna reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika ættu önnur ríki engan rétt á fiskveiðikvóta innan íslenskrar lögsögu. Einnig mætti benda á að við niðurfellingu tolla til okkar helstu viðskiptalanda myndu tækifæri til að fullvinna íslenskan fisk hér á landi aukast. Þannig gæti skapast atvinna í fiskvinnslu á landsbyggðinni og verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist."

Öll grein Ingvars

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið eruð samir við ykkur í heilaspunanum og ofurtrú ykkar á ESB apparatinu og rétttrúnaðinn þar.

Það vita allir sem kynnt hafa sér sjávarútvegsstefnu ESB að hún er einar rjúkandi rústir og er marg stagbætt en allt kemur fyrir ekki óskapnaðurinn lagast ekkert. Af hverju skyldi það nú vera.

Jú það er vegna þess að kerfið sjálft systemið utan um apparatið er svo stórt og þungglammalegt að það er aldrei hægt að taka á neinum hlut af viti og einhverri stefnufestu, það er allt verið að takast á um svo marga og ólíka hagsmuni og svo er ákvarðanatakan sjálf í höndum skriffinna og svokallaðra sérfræðingaráða sem eru langt frá vetvangi og langt frá raunveruleikanum. Þetta viðurkennir meira að segja apparatið sjálft þ.e. að sjávarútvegsstefnan sé löngu gjaldþrota óskapnaður. Nú hafa þeir nýlega sem oft áður lagst í naflaskoðun og útkoman varð sú að gefin var út svokölluð Grænbók þar sem örlar á svolítilli gagnrýni og þeir játa að stórum hluta að kerfið sé og hafi alltaf verið ófært um að halda utan um sjávarútvegsstefnuna og þar er meðal annars lagt til að afnema þennan svokallaða "hlutfallslega stöðugleika" líklega í áföngum. Það vilja þeir gera til þess að ráðin þeirra og nefndirnar óskeikulu fái meiri völd til að ráðskast með veiðúthlutnair og stjórnun veiðanna.

Þá væri ekkert lengur hald í þessari röksemdarefærslu ykkar, sem reyndar heldur ekki vatni.

Vandamálið er að Commízararáðin trúa því enn að með því að færa þeim sífellt meiri völd þeim mun betur muni þeim takast að stjórna öllu með sínum óskeikulu ráðum og nefndum.

En það er einmitt stærsti miskilningurinn því meiri völd sem þeir fá til að "stjórna" og ráðskast með hlutina því meir og dýpra sökkva þeir í far ofstjórnunar og ringulreiðar.  En þetta er því miður einkenni allra svona bólgnandi myðstýringar apparata, þau halda alltaf að þau séu hinir óskeikulu handhafar réttlætisins og sannleikans.

Svona kerfi tortýma á endanum sjálfum sér, það hefur sagan kennt okkur. Sama mun henda ESB Stórríkið, fyrr en margan grunar.

Gunnlaugur I., 20.12.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Bloggari keyrði þessar athugasemd í gegnum stafsetningarleiðréttingu, þar sem margar villur voru í henni. Rétt útgáfa er svona : 

Þið eruð samir við ykkur í heilaspunanum og ofurtrú ykkar á ESB apparatinu og rétttrúnaðinn þar.

Það vita allir sem kynnt hafa sér sjávarútvegsstefnu ESB að hún er einar rjúkandi rústir og er marg stagbætt en allt kemur fyrir ekki óskapnaðurinn lagast ekkert. Af hverju skyldi það nú vera.

Jú það er vegna þess að kerfið sjálft systemið utan um apparatið er svo stórt og þunglamalegt að það er aldrei hægt að taka á neinum hlut af viti og einhverri stefnufestu, það er allt verið að takast á um svo marga og ólíka hagsmuni og svo er ákvarðanatakan sjálf í höndum skriffinna og svokallaðra sérfræðingaráða sem eru langt frá vettvangi og langt frá raunveruleikanum. Þetta viðurkennir meira að segja apparatið sjálft þ.e. að sjávarútvegsstefnan sé löngu gjaldþrota óskapnaður. Nú hafa þeir nýlega sem oft áður lagst í naflaskoðun og útkoman varð sú að gefin var út svokölluð Grænbók þar sem örlar á svolítilli gagnrýni og þeir játa að stórum hluta að kerfið sé og hafi alltaf verið ófært um að halda utan um sjávarútvegsstefnuna og þar er meðal annars lagt til að afnema þennan svokallaða "hlutfallslega stöðugleika" líklega í áföngum. Það vilja þeir gera til þess að ráðin þeirra og nefndirnar óskeikulu fái meiri völd til að ráðskast með veiðiúthlutanir og stjórnun veiðanna.

Þá væri ekkert lengur hald í þessari röksemdarfærslu ykkar, sem reyndar heldur ekki vatni.

Vandamálið er að Commízararáðin trúa því enn að með því að færa þeim sífellt meiri völd þeim mun betur muni þeim takast að stjórna öllu með sínum óskeikulu ráðum og nefndum.

En það er einmitt stærsti misskilningurinn því meiri völd sem þeir fá til að "stjórna" og ráðskast með hlutina því meir og dýpra sökkva þeir í far ofstjórnunar og ringulreiðar.  En þetta er því miður einkenni allra svona bólgnandi miðstýringar apparata, þau halda alltaf að þau séu hinir óskeikulu handhafar réttlætisins og sannleikans.

Svona kerfi tortíma á endanum sjálfum sér, það hefur sagan kennt okkur. Sama mun henda ESB Stórríkið, fyrr en margan grunar.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.12.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Athugasemd við (leiðrétta) færslu  G.I:

Aðstæður Íslands í sjávarútvegsmálum eru ótvíræðar: 70% af stofnum eru staðbundnir, búið er að semja um flesta flökkustofna, Ísland á ekki lögsögu að ESB ríki. Þú hugsar ESB útfrá "sovéska" módelinu, en það er einn grundvallarmunur á: þar var ekkert frelsi, engin frjáls verslun eða viðskipti. ESB hefur m.a. viðrað þá humgynd að aðlaga sitt kerfi að hugmyndinni um frjálst framsal á kvótum. Íslendingar geta lagt mikið af mörkum til þess að stuðla að betri meðferð á auðlindum hafsins. Einnig innan ESB, ef af því verður. Um daginn komst ESB að samkomulagi um fiskveiðar, sem var byggt á ráðfgjöf fiskifræðinga.

Að síðustu Gunnlaugur: Fullyrðingar þínar um ofstjórn og ringulreið eru órökstuddar og án allra dæma sem byggja undir málflutning þinn.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.12.2009 kl. 22:06

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir að keyra grein mína gegnum villupúkan, ég hef ekki haft efni á að kaupa mér hann og heldur ekki fengið styrki frá áróðursmálaapparötum ESB til slíkra kaupa.  En þetta var flott hjá ykkur að byrta þetta aftur alveg villulaust.

Dæmin um sóunina og spillinguna innan ESB kerfisins eru fjölmörg þó svo að ég hafi ekki nefnt hér sérstaklega einstök dæmi í athugasemdum mínum við ykkar dæmalausu áróðursgrein.

Það bíður bara betri tíma. En þau dæmi eru fjölmörg og eru ekki farinn neitt !  Sóun fjármuna og spilling eru aðalsmerki ESB apparatsins ! 

Gunnlaugur I., 21.12.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það voru örugglega MIKLU ALVARLEGRI EFNISVILLUR í grein Ingvars Sigurjónssonar heldur en ásláttarvillurnar hjá Gunnlaugi. Ekki sízt er þar um að ræða haldlausa, órökstudda ofurtrú Ingvars á "regluna um hlutfallslegan stöðugleika", sem kann einfaldlega að vera á útleið á næstu árum eða misserum (þó yrði beðið, þangað til Ísland væri komið tryggilega inn fyrir Brusselhliðin!), og þannig hafa Evrópubandalagsmenn sjálfir talað, síðast mjög skýrt í vor, þ.e. að "reglan" geti brátt heyrt sögunni til!

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 17:21

6 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Jón Valur, reglur Evrópusambandsins eru þannig í dag að aðrar þjóðir myndu ekki eiga neitt tilkall til veiðikvóta í staðbundnum stofnum okkar Íslendinga.  Það er einfaldlega staðreynd og veit ég ekki hvaða frekari rökstuðning þú þarft.  Fullyrðing þín um að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gæti hugsanlega breyst einhvern tíma í framtíðinni eru ótrúlega veik rök.  Sérstaklega þar sem við vitum ekki hvernig reglugerðir taka við ef sjávarútvegsstefnan breytist.  Ekki batnar það þegar þú kemur með samsæriskenningu í framhaldinu sem enginn fótur er fyrir.

Annars vil ég hvetja þig til að útskýra nánar hvað hvað þú við með „MIKLU ALVARLEGRI EFNISVILLUR“ og benda á einhverjar efnisvillur í greininni. Þú hefur ekki gert það enn.

Gunnlaugur, þú kallar grein mína „dæmalausa áróðursgrein“ sem kemur mér á óvart.  Í greininni eru rangfærslur leiðréttar, yfirleitt með því að benda á reglur Evrópusambandsins eða vitna í rannsóknarskýrslur.  Er það áróður?  Ég hvet þig sömuleiðis til að benda á atriði í grein minni sem þú telur vera „dæmalausan áróður“ og færa rök fyrir máli þínu.

Ég hlakka til að heyra frá ykkur félagar.  Ég er afar forvitinn að heyra málefnalega gagnrýni ykkar.

Ingvar Sigurjónsson, 22.12.2009 kl. 09:22

7 Smámynd: Sema Erla Serdar

Stórglæsileg grein!

Sema Erla Serdar, 22.12.2009 kl. 21:24

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ingvar, þetta er ekki fullyrðing mín "að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gæti hugsanlega breyst einhvern tíma í framtíðinni," heldur fullyrðing hvítbókar Evrópubandalagsins síðastliðið vor! Fylgstu með!

Jón Valur Jensson, 23.12.2009 kl. 01:47

9 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Það var reyndar grænbók en ekki hvítbók sem kom út sl. haust.  Fylgstu með!  Þú veist annars hver munurinn er á grænbók og hvítbók er það ekki Jón Valur?

 Ég bíð enn eftir að þú bendir á efnislegar villur í greininni.

Ingvar Sigurjónsson, 24.12.2009 kl. 01:41

10 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Sl. vor afsakið.

Ingvar Sigurjónsson, 24.12.2009 kl. 01:42

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta var það eina, sem ég var ekki alveg með á hreinu í minni mínu, Ingvar, hvort hún héti hvítbók eða eitthvað annað, en ég lét þetta vaða, tímalaus eins og margir aðrir fyrir jólin. En ertu að segja okkur, að þú takir ekkert mark á grænbókinni? Sérðu ekki, á hve veikum þræði einkaréttur okkar til fiskveiða hér mundi hanga, ef við létum innlimast í þetta sambandsríki, sem Evrópubandalagið er að verða? Og er þér bara alveg sama? – PS. Ég hef ekki haft tíma til að fara vel í saumana á grein þinni, sem er annars staðar. Reyndar myndi ég vel treysta Brynju til þess, en líka mörgum öðrum, semm og sjálfum mér, þegar ég fæ tíma til. En ég óska þér og lesendum gleðilegra. Icesave-lausra jóla!

Jón Valur Jensson, 24.12.2009 kl. 11:26

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta með 70% af aflanum sé staðbundin er að líkindum nálægt sannleikanum. Það sakleysislega í þessu eru hin 30%. Það er vonandi enginn að halda því fram að Ísland fái að semja um þau ? Þessi 30% eru reyndar þokkalega stór upphæð, en ekki trúa mér trúið frekar hagstofunni, hún telst vonandi marktæk :

http://www.hagstofa.is/?PageID=145&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=SJA09001%26ti=Afli+og+ver%F0m%E6ti+eftir+tegundum+og+vei%F0isv%E6%F0um+2003%2D2008%26path=../Database/sjavarutvegur/af3Fisk/%26lang=3%26units=Tonn/1.000%20krónur

Haraldur Baldursson, 24.12.2009 kl. 11:56

13 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vænt tilvera okkar innan ESB er mikið mærð... mér þætti afar fróðlegt að heyra álit þeirra sem þessum færslum stýra um það hversu ríkulegan skerf við hefðum fengið af Makríl-stofninum, sem tók upp á því að synda inn fyrir okkar landhelgi. Við höfðum enga veiðireynslu til að vísa í. Hvað hefði hlutfallslegi stöðuleikinn fært okkur mikið ?

Haraldur Baldursson, 24.12.2009 kl. 11:59

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá Haraldi. "Hlutfallslegi stöðuleikinn" hefði fært okkur það eitt að mega ekki veiða makríl, þótt hann fari hér um sem ránfiskur í gríðarlegu magni, ryksugandi í sig þorsk- og ýsuseiði, ufsa- og lúðuseiði. Það mætti sem sé ekki (að kröfu EB) veiða hér hvali, seli, hákarl og makríl, fyrr skyldi verða ördeyða á Íslandsmiðum! Það er vitað, að fiskveiðistjórnun EB hefur reynzt verri en engin, en afdrifaríkustu afleiðingar hennar gætu samt eftir að koma í ljós – hér á Íslandsmiðum!

Jón Valur Jensson, 24.12.2009 kl. 14:19

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Áður en menn koma fram með fullyrðingar ættu þeir að kynna sér málið. Um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins er til dæmis þarflegt að kynna sér ummæli Landsambands íslendskra útvegsmanna, sem eru stærstu hagsmunasömtök landsins, á sviði sjávarútvegs. Um sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB segir LÍÚ eftirfarandi:Afstaða LÍÚ til Evrópusambandsins og sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar Afsal forræðis til Evrópusambandsins
Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur mótað afstöðu sína til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Sú afstaða byggir á þeim grundvallarsjónarmiðum að Íslendingar fari með forræði yfir fiskimiðunum, hafi samningsforræði við skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana. Með aðild að ESB yrði lagasetningarvaldið varanlega framselt frá Alþingi til ráðherraráðs Evrópusambandsins. Forræði og fyrirsvar í málefnum sjávarútvegs flyttist til framkvæmdastjórnar ESB Brussel. Værum við aðilar að Evrópusambandinu hefðum við óverulegt atkvæðavægi í ráðherraráðinu.

Mikilvægi veiða úr deilistofnum
Með aðild myndi Ísland ennfremur afsala sér valdi til samninga um stjórn fiskveiða úr deilistofnum. Þessir stofnar, loðna, kolmunni, karfi, grálúða, norsk-íslensk síld, makríll o.fl. tegundir, eru okkur afar mikilvægir. Um 30% tekna af íslenskum sjávarafurðum er vegna veiða úr deilistofnum sem nú eru nýttir.

Evrópusambandið ætlaði okkur engar veiðiheimildir í kolmunna. Hlutdeild okkar í þeim stofni er 16%. Væri Ísland aðildarríki ESB hefðu íslenskir sjómenn orðið að henda yfir 100 þúsund tonnum af makríl sem veiddist á árinu 2008.

Ábyrgð hvíli hjá þeim er nýta auðlindina
Útvegsmenn fylgja þeirri grundvallarafstöðu að ábyrgð á stjórnun fiskveiða og ákvarðanataka við verndun vistkerfa hafsins og nýtingu lifandi auðlinda eigi að hvíla í höndum þeirra ríkja sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarðanirnar varða með beinum hætti.

Forræðishyggja sjávarútvegsstefnu ESB
Með aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland verða að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þess, Common Fisheries Policy. Mikil forræðishyggja einkennir þessa stefnu, þar sem ábyrgð og stjórnun  á fiskveiðum er tekin frá einstökum ríkjum,  sem eiga mestra hagsmuna að gæta og flutt til stjórnkerfisins í Brussel, þ.e. beint undir stjórn bandalagsins sjálfs.

Skelfilegur árangur af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB
Forræðishyggja hefur leitt til þess að stjórn fiskveiða í aðildarlöndum  ESB er meira og minna í molum. Þrátt fyrir margar tilraunir hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki tekist að snúa þessari alvarlegu stöðu við. Árangurinn af sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni er skelfilegur; viðstöðulaus ofveiði, allt of stór floti og óhagkvæmur rekstur, auk gríðarlega umfangsmikils og kostnaðarsams styrkjakerfis til þess að viðhalda starfsemi í greininni.

Sameiginlega sjávarútvegsstefnan hefur margoft verið harkalega gagnrýnd, jafnt á vettvangi innan sambandsins sem utan þess. Eftirlit með framkvæmd hennar er í höndum aðildarríkja. Viðurkennt er að eftirlitið er veikburða, brot á reglum eru mjög tíð og viðurlög væg. Lítill hvati er til þess að fara að lögum. Rúmlega 10.300 fiskveiðibrot voru skráð innan ESB árið 2006. Um áratuga skeið hefur ítrekað komið fram á vettvangi ESB að nauðsynlegt sé að endurskoða fiskveiðistefnuna í heild sinni.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika
Ein grunnreglanna í sjávarútvegsstefnu ESB er reglan um hinn svokallaða hlutfallslega stöðugleika. Til hennar hefur mjög oft verið vísað af þeim sem telja Íslandi betur borgið í Evrópusambandinu en utan þess. Þessi mikilvæga regla felur í sér að tekið er tillit til veiðireynslu einstakra landa úr einstökum stofnum á ákveðnum miðum.

Engin trygging fyrir hendi
Engin tygging er hins vegar fyrir því að reglan um hlutfallslegan stöðugleika, fremur en aðrar reglur, standi óbreytt. Þar nægir að vísa til vinnuskjals framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá því í september 2008 um endurskoðun sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar. Þar er sérstaklega vikið að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika og að hana þurfi að endurskoða eins og aðra þætti stefnunnar. Norðmenn freistuðu þess að fá tryggingu fyrir því í aðildarsamningi 1994 að reglunni yrði ekki breytt, en fengu ekki. Af þessu má ráða að varhugavert er að treysta því að þessi lykilregla haldist óbreytt.

Engar varanlegar undanþágur
Engar varanlegar undanþágur eru veittar frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, aðeins tímabundnar undanþágur og aðlögunartími. Þar er skemmst að minnast aftur reynslu Norðmanna frá árinu 1994. Þeir fengu þriggja ára undanþágu fyrir veiðar norðan 62. breiddargráðu og eins árs undanþágu fyrir veiðar sunnan hennar. Norðmenn fengu einvörðungu tímabundna undanþágu frá brottkasti á afla sem beinlínis er kveðið á um í hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB.

Óraunhæfur samanburður við Möltu
Þeir sem telja Íslandi betur borgið innan Evrópusambandsins og benda á fordæmi samnings Möltu við ESB um sjávarútvegsmál því til stuðnings, draga fram óraunhæfan samanburð. Heildarafli Möltu árið 2006 var um 0,1% af heildarafla íslenskra skipa sama ár eða 1348 tonn á móti 1,34 milljónum tonna. Það frávik sem Malta fékk byggist á verndarsjónarmiðum en felur á engan hátt í sér undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

Fiskveiðar pólitískt bitbein innan ESB
Fiskveiðar innan Evrópusambandsins hafa verið pólitískt bitbein í áratugi. Byggðasjónarmið og félagsleg sjónarmið ráða þar miklu. Íslenskur sjávarútvegur hefur hins vegar að leiðarljósi skynsamlega nýtingu auðlinda, sjálfbærni og  arðsemi veiðanna. Það er vegna þess að Íslendingar hafa ekki tiltæka aðra tekjustofna til þess að styrkja íslenskan sjávarútveg eins og Evrópusambandið hefur gagnvart eigin sjávarútvegi.

Hægvirk ákvarðanataka 
Öll ákvarðanataka er varðar fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins er hægvirk. Ísland hefði lítil áhrif á ákvarðanir sem og þróun fiskveiðistjórnunar og veiðiréttar. Það er ráðherraráð Evrópusambandsins sem samkvæmt Rómarsamningnum fer með lagasetningarvaldið hvað sjávarútveg sambandsins varðar og þar dugir aukinn meirihluti til ákvarðanatöku. Aukinn meirihluti vísar til 73,9% atkvæða innan ráðherraráðsins, eða 255 atkvæða af 345.

Gríðarlegir styrkir til sjávarútvegs
Sjávarútvegur innan Evrópusambandsins er rekinn með öðrum formerkjum en þekkist hér á landi. Atvinnugreinin sem heild er óarðbær og nýtur gríðarlegra styrkja. Í júlí 2008 var tilkynnt að styrkir ESB til sjávarútvegs næstu þrjú ár næmu 340 milljörðum króna (2 milljörðum evra). Íslenskur sjávarútvegur er arðbær atvinnugrein, án ríkisstyrkja þar sem menn standa ábyrgir gerða sinna.

Brottkast uppálagt af ESB 
Sjómönnum innan Evrópusambandsins er beinlínis uppálagt að stunda brottkast. Reglurnar banna að fiski sem ekki er kvóti fyrir sé landað. Það sama gildir um fisk sem ekki uppfyllir kröfur um lágmarksstærð. Talið er að Skotar einir henda árlega fiski að verðmæti sjö milljarða króna (40 millj. punda). Hér á landi er brottkast bannað með lögum.

Kvótahopp – arðurinn úr landi
Kæmi til aðildar að Evrópusambandinu yrðum við að laga lög okkar og reglur að lögum sambandsins, ekki öfugt. Þetta hafa Bretar t.d. fengið að reyna í baráttu sinni við svokallað kvótahopp en það er eitt þeirra vandamála sem glímt er við innan sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Með kvótahoppi nýta útgerðir glufur í reglum til að skrá skip sín í öðrum löndum sambandsins en eigin heimalandi til þess að komast yfir aflaheimildir annars aðildarríkis.

Mikilvægt er að tryggja að arður af nýtingu auðlinda verði eftir í íslensku samfélagi. Til að verja þá samfélagslegu hagsmuni eru lög sem heimila ekki að erlendir aðilar eignast meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Kæmi til aðildar að Evrópusambandinu héldu þessi lagaákvæði ekki. Þar með væri engin trygging fyrir því að arður af sjávarútvegi héldist í íslensku efnahagskerfi.

Neikvæður greiðslujöfnuður við ESB
Beinn fjárhagslegur ávinningur Íslands af aðild að Evrópusambandinu yrði enginn. Samkvæmt skýrslu Evrópunefndar forsætisráðuneytisins frá 2007 myndu beinar greiðslur Íslands til ESB umfram tekjur nema 2,5 - 5 milljörðum króna. Aðildarríki ESB hafa að jafnaði greitt 1,07% af vergum þjóðartekjum árlega til sambandsins. Að hámarki getur þetta hlutfall orðið 1,24%. Sé horft til ársins 2005 hefði Ísland greitt 10,5 milljarða króna til sambandsins.

Tollasamningar féllu úr gildi 
LÍÚ aðhyllist viðskiptafrelsi og leggur áherslu á nauðsyn góðra samskipta við ríki Evrópusambandsins jafnt sem önnur, nú sem fyrr. Ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi féllu niður núgildandi tollar á útfluttar sjávarafurðir til aðildarríkja ESB en samtímis féllu úr gildi allir tvíhliða tollasamningar Íslands við ríki utan sambandsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.12.2009 kl. 17:37

16 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Auðvitað tek ég mark á grænbókinni Jón en það verður samt að gera sér grein fyrir hvers eðlis grænbækur eru.  Þar eru ýmsar hugmyndir settar fram en þær eru aðeins hugmyndir og margar þeirra ná ekki fram að ganga.  Betri mynd kemst á þetta þegar hvítbókin kemur út á næsta ári.  Því tel ég traustara að miða við raunverulegar reglur sambandsins en að benda á eina hugmynd af mörgum í grænbók.  Það er annars bara jákvætt að ESB sé að endurskoða sjávarútvegsstefnu sína sem er meingölluð.  Það væri ofsagt að segja að ég hefði miklar áhyggjur samt því ég sé engin haldbær rök fyrir því að aðrar þjóðir ættu að fá aðgang að staðbundnum stofnum okkar og veit jafnvel og þú að ef okkur tekst ekki að tryggja yfirráð yfir þeim mun þjóðin hafna aðild.  Samninganefndir Íslands og ESB vita þetta líka.

Mér þykir leiðinlegt að heyra að þú hafir sakað mig um að gera alvarlegar efnislegar villur í grein minni án þess að hafa einu sinni lesið hana.  Veit ekki til þess að þú þekkir nógu vel til mín eða minna verka til að geta réttlætt slíkt.

Gleðileg jól, sömuleiðis.  Reyndu að hafa ekki of miklar áhyggjur af endurskoðun á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins á þessari helgu hátíð :)

Ingvar Sigurjónsson, 25.12.2009 kl. 13:19

17 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Haraldur, ég var ekki að gera lítið úr 30% af fiskútflutningstekjum okkar.  Ástæðan fyrir því að ég einbíndi á hin 70% var að Brynja hélt því fram í grein sinni að allur sá fiskur yrði kominn í hendur útlendinga stuttu eftir aðild sem er alger vitleysa.  Það er jafnmikil vitleysa að halda því fram að við munum ekki semja áfram um hin 30 prósentin þó ferlið muni breytast.

Sem dæmi má nefna að ef við semjum nú um ákveðinn flökkustofn við Noreg og ESB þá mun það breytast þannig að við munum fyrst semja innan ESB um okkar skerf af ESB kvótanum og ESB semur síðan við Noreg.  Ég get ekki séð að staða okkar gagnvart þessum 30% muni versna við það.  Ég er ekki að halda því fram að hún muni batna heldur einfaldlega að ósköp lítið muni breytast.

Ingvar Sigurjónsson, 25.12.2009 kl. 13:20

18 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Loftur, þetta er ekki vettvangur til að copy-paste heilu skýrslurnar.  Það nennir enginn að lesa svoleiðis athugasemdir.  Ef þú hefur ekkert til málanna að leggja sjálfur skaltu bara sleppa þessu.

Ingvar Sigurjónsson, 25.12.2009 kl. 13:22

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ingvar, það er augljóst af ritgerð þinni að þú hefur ekki kynnt þér málavexti. Viðbrögð þín benda ennfremur til þess, að þú sért beinlínis ófær um það. Ef það er rétt ályktun biðst ég afsökunar á að reyna að halda að þér staðreyndum málsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.12.2009 kl. 13:49

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ingvar, þú átt að vita, að grænbókin kom úr ranni Evrópubandalagsins (EB, ESB), og hvort sem þessari hugmynd um afnám reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika yrði hrundið í framkvæmd á næstu árum eður ei (það má vel vera, að þeim möguleika verði ekki flaggað á komandi vori, einmitt af því að Ísland er í 'umsóknarferli'!), þá opinbera þessar hugmyndir samt þá staðreynd, að reglan er EKKERT TIL AÐ TREYSTA Á, það er ekkert sem getur komið í veg fyrir, að henni verði fleygt út í hafsauga, ef EB og valdakjarni þess kýs það, og þeim mun auðveldara mun EB eiga með þetta sem hagstæð breyting verður á atkvæðavægi fyrir stórþjóðirnar þar árið 2014, hlutur sex þeirra stærstu fer úr 49,3% í 70,4%!, en hlutur Íslands yrði 0,06%! (sjá HÉR!).

Þess vegna er fráleitt fyrir okkur Íslendinga að taka mark á því, þegar þið ógagnrýnir fylgjendur bandalagsins reynið að "fullvissa" okkur um, að þessari reglu megi treysta! Þið kjósið í reynd óvissuna um sjálfa lífshagsmuni okkar, viljið skófla út tryggingum stjórnarskrárinnar fyrir því, að við höfum löggjafarvaldið í okkar höndum og ráðum yfir fiskveiðilögsögu okkar, í fánýtu oftrausti ykkar á forgengilega "reglu" þessa Evrópubandalags, sem við gætum aldrei ráðið við!

Það er fráleitt að neita því, að ríkjahópur eða sambandsríki, sem hefur innan borðs gamalt heimsveldi, sem barðist svo gegn einkarétti okkar á fiskimiðunum innan 50 og 200 mílna, að það sendi hingað vígdreka sína, muni slá hendinni á móti því að ná yfirráðum yfir fiskveiðum, sem yrðu ekki fjarri því að verða 25% aukning á öllum fiskveiðum Evrópubandalagsins!

PS. Lokaorð mín í gær áttu vitaskuld að vera þannig: "afdrifaríkustu afleiðingar hennar gætu samt átt eftir að koma í ljós – hér á Íslandsmiðum!

PPS. Það er margt gott í innleggi Lofts, t.d. (um þetta mál) undir millifyrirsögnunum 'Engin trygging fyrir hendi' og 'Engar varanlegar undanþágur', en kaflinn þar á undan, 'Reglan um hlutfallslegan stöðugleika', skýrir margumrædda 'reglu' fyrir hverjum þeim lesanda, sem ekki hafði sett sig inn í þetta.

Jón Valur Jensson, 25.12.2009 kl. 14:05

21 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Ingvar.
Burtséð frá öllu öðru, enda ekki þarft að slást um allt í einu, þá skipta þessi 30% okkur talsvert miklu. Í tilfelli Makríls, þá sé ég mjög illa hvernig við hefðum fengið að veiða hann hefðum við verið kominn inn í ESB áður en honum datt í hug að færa sig nær okkur. Miðað við enga veiðisögu, má næsta víst telja að við hefðum ekki fengið að veiða þann stofn. Þetta er ekki bara með og á móti ESB, með inngöngu værum við að semja af okkur framtíðarmöguleika okkar. Teli menn það þess virði þarf þá að kalla það því nafni og taka fúsan þátt í því að horfa á gallana jafnt og kostina...

Haraldur Baldursson, 25.12.2009 kl. 15:04

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ingvar, hvernig er hægt að ræða fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, án þess að nefna kvótaskipti (á milli aðildarríkja ESB) og kvótahopp (fölsun heimilisfangs útgerðarfélaga) ? Hvort tveggja hefur gjör-breytt þeirri stöðu sem nú ríkir miðað við stöðuna 1983, þegar sameiginlega sjávarútvegstefnan var innleidd með Reglugerð 172/83.

 

Í Reglugerð 172/83 sagði að hámarks-aflakvóta skuli skipt milli aðildarríkja þannig að hvert aðildarríki njóti stöðugleika í fiskveiðum úr viðkomandi fiskistofnum. Eins og ávallt er með Evrópusambandið var tilgangurinn annar en lýst var yfir. Eftirfarandi þrjú atriði voru sögð ráða skiptingunni: 

 

  1. Fyrri fiskveiðar. Veiðireynsla miðast við hefðbundna eða venjubundna veiði viðkomandi ríkja úr tilteknum stofnum á tímabilinu 1973-1978.
  2. Þarfir landsvæða sem eru háð fiskveiðum. Tillit er tekið til afkomu landsvæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum.
  3. Tjón vegna útfærslu fiskveiðilögsögu. Tillit er tekið til þess hvort aðildarríki hafi misst fiskimið utan lögsögu sambandsins vegna útfærslu annarra ríkja á fiskveiðilögsögu sinni.
 

Öll loforðin frá 1983 voru auðvitað svikin, enda hefðu annars ríkin einfaldlega haldið sinni fiskveiðilögsögu og þar með stöðugleika í fiskveiðum. Útgerðir á meginlandinu nýttu sér þau tækifæri sem þeim voru færð upp í hendurnar og kvótahopp varð vinsælt við Bretland, þar sem eru meiri og ríkulegri fiskimið en víðast annars staðar. Deilur sem af þessu spruttu komu til kasta Evrópudómstólsins. Meginniðurstaðan varð sú, að ekki væri hægt að banna að útlendingum að fjárfesta í veiðiheimildum í öðrum aðildarríkjum en hins vegar mætti setja reglur til þess að tryggja að viðkomandi útgerð hefði raunveruleg efnahagstengsl við landið eða landsvæðið sem kvótinn tilheyrir. Með öðrum orðum var kvótahoppið staðfest og þurfti ekki að koma neinum á óvart.

 

Hugtakið hlutfallslegur stöðugleiki er því bara blekking. Öflugar útgerðir geta nýtt sér bæði kvótahopp og kvótaskipti. Alger fjarstæða er að halda því fram að fullvinnsla sjávarafla myndi aukast hérlendis, ef landið væri innlimað í Evrópusambandið. Nú þegar hafa útgerðir ESB náð tangarhaldi á Íslendskum sjávarútvegi, því að nú þegar fer stórt hlutfall sjávaraflans til vinnslu erlendis. Þar að auki er skammt í að reglan um hlutfallslegan stöðugleika verði algjörlega lögð niður.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.12.2009 kl. 15:45

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er ekki aðeins reglan um hlutfallslegan stöðugleika fallvölt og forgengileg, heldur er sjálf reglan um veiðreynslu í tiltekinn árafjölda líka fallvölt og breytanleg; hún er ekki bundin inn í óbreytanlega stofnsáttmála, EB, heldur breytanlegt reglugerðarákvæði. Henni verður einfaldlega breytt, þegar það hentar ... hverjum? Jú, þeim valdamestu í valdablokkinni.

Jón Valur Jensson, 26.12.2009 kl. 00:36

24 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Haraldur, það er alveg rétt hjá þér að þessi 30% eru mikilvæg en það er ekki rétt sem margir halda fram að við missum samningsrétt okkar um þau þó við færum okkur frá einu samningsborði til annars.

 

Varðandi makrílinn erum við ekki í frábærum málum með hann eins og er ef ég skil málið rétt þó við stöndum utan ESB.  Við erum að veiða hann í óþökk annarra ríkja og auk þess á "röngum" tíma svo að við þurfum að nýta hann í bræðslu þegar hann væri mun verðmætari ef nýttur til manneldis.  Það má vel vera að það sé rétt hjá þér að ef við værum í ESB hefðum við minni gróða af þessum stofni en við þó höfum nú.  Það er þá bara einn af göllum aðildar.

 

Ég hef nefnilega aldrei haldið því fram að það væru ekki gallar við ESB enda væri það fáránlegt.  Eftir að hafa kynnt mér málið nokkuð vel, að því er ég tel, er hins vegar alveg klárt í mínum huga að kostirnir við aðild séu veigameiri fyrir okkur.  Það er eðlilegt að sumir séu ósammála því og ég hef gaman af að ræða við þá á málefnalegan og yfirvegaðan hátt.  Það er hins vegar erfitt þegar maður þarf að sitja undir ásökunum um að vera með "dæmalausan áróður", gera "ALVARLEGAR EFNISVILLUR" og að hafa ekki kynnt mér málin (og vera ófær um það) af mönnum sem geta hvorki sett fram rök né dæmi ásökunum sínum til stuðnings.  Það væri óskandi að þessi umræða kæmist á hærra plan.

Ingvar Sigurjónsson, 26.12.2009 kl. 14:30

25 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ingvar ég fagna líka málefnanlegri umræðu. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að það séu ekki kostir við inngöngu í ESB. Það sem mér hefur hins vegar gengið illa að fá fram hjá þeim sem þangað langar er hvað fáum við umfram EES samningin... þ.e. hvað færir innganga í ESB okkur meira ? Málefnanleg umræða kallar á skipulega vinnu... það mætti hugsa sé EXCEL skjal með fjórum dálkum :

Óumdeildir kostir ESB - Umdeildir Kostir ESB - Umdeildir gallar ESB - Óumdeildir gallar ESB

Málefnanleg umræða ætti að geta kristallað dálkana lengst til vinstri og lengst til hægri tiltölulega auðveldlega fram. Málefnanleg umræða myndi síðan draga fram rök með og á móti miðju dálkanna. Þannig næst fram grundvöllur til að taka afstöðu til.

Persónulega finnst mér ESB-sinnar mega verða handfastari í sínum málflutningi. Háfleyg umræða er, að mínu áliti, aðeins of ráðandi þeim megin girðingarinnar.

En ég myndi fagna því Ingvar að sjá þinn lista með þínum (þeir þurfa jú ekki að vera mínir) kostum umfram EES sem fólgnir væru í inngöngu í ESB.

Haraldur Baldursson, 26.12.2009 kl. 15:25

26 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að mínu mati, eru þeir á villigötum sem leita eftir kostum við inngöngu í ESB og ætla að taka afstöðu til málsins á þeim forsendum. Forsvarsmenn ESB hafa margoft útskýrt að kostir er ekki það sem umsóknarríki eiga að spyrja um, heldur hvað þau geta lagt til af verðmætum.

Forsvarsmenn líta á ESB sem hugsjón um Þriðja ríkið og hugsjónir mega kosta. Þess vegna er aðild mjög kostnaðarsöm og langt frá að hún borgi sig fjárhagslega.

Þar sem við ætlum ekki að gerast aðildarríki, ættum við að spyrja okkur hvort er hagkvæmara fyrir okkur að vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða gera samning um fríverzlun við ESB, eins og við höfðum frá 1972 og eins og Svissland hefur. Geta ekki allir verið sammála um að endurmat á EES-aðildinni sé nauðsynlegt, eftir 15 ára aðild ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.12.2009 kl. 16:10

27 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Ég er ekki viss um að ég leggi í Excel skjal svona á jólafríinu Haraldur en ég get nefnt þá kosti sem vega þyngst í mínum huga:

 

1. Myntbandalagið:  Óstöðugleiki íslensku krónunnar er óþolandi fyrir íslenskt atvinnulíf.  Evrunni myndi fylgja aukin stöðugleiki sem er nauðsynlegur til að fyrirtæki geta gert áætlanir fram í tímann og haldið sér réttu megin við núllið.  Það myndi bæta umhverfið til muna fyrir alþjóðleg fyrirtæki eins og CCP sem eru spennandi fyrir ungt vel menntað fólk og auk þess auðvelda erlendar fjárfestingar.  Reyndar sé ég ekki að íslenska krónan og opið hagkerfi geta farið saman.

 

Það myndi líka þýða lok verðtryggingar og þá væri hægt að taka lán á Íslandi án gengisáhættu en það er líka gengisáhætta á verðtryggðum lánum því gengi krónunnar hefur áhrif á verðbólgu sem hefur áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána. Einnig myndu vextir lækka en þeir hafa alltaf verið háir hér.

 

2. Niðurfelling tolla: 80% af inn- og útflutningsviðskiptum okkar eru við Evrópulönd.  Að fella niður tolla við þessi lönd hefur ótvíræða efnahagslega kosti.  M.a. myndi vöruverð lækka, sérstaklega matvælaverð sem er gott fyrir neytendur.

 

3. Pólitískt bandalag: Okkur hefur aldrei gengið vel að standa ein á pólitíska sviðinu eins og hefur komið í ljós að undanförnu.  Eðli NATO hefur breyst og við getum ekki lengur treyst á það sem pólitískt skjól.

 

4. Aukin áhrif: Margir gera lítið úr þessu og benda á fjölda atkvæða í Evrópuþinginu en það vita það allir sem vilja að ákvarðanir eru ekki teknar í atkvæðagreiðslum heldur í nefndarfundum þar á undan.  Að rödd okkar heyrist þar er ómetanlegt en hún gerir það ekki nú.  Busuttil Evrópuþingmaður frá Möltu sagði mér um daginn að það væri fráleitt að segja að ekki væri tekið tillit til hagsmuna smærri ríkja ef þau geta fært rök fyrir máli sínu.

 

5. Valddreifing: Það er þyrnir í augum margra að einhver völd færist til útlanda.  Þeir sömu ýkja iðulega hversu mikil völd það yrðu í raun.  Hins vegar finnst mér jákvætt að dreifa valdi á fleiri hendur.  Við höfum þurft að búa við spillingu í formi vinagreiða og klíkuskapar alla tíð.  Auðvitað er líka spilling í Brussel en almennt minnkar spilling ef fleiri deila völdum.  Maður spyr sig af hverju menn sem hafa hvað lengst notið góðs af klíkuskapnum á Íslandi berjast hvað harðast gegn ESB.

 

Afsakið langa ritgerð en þetta er það sem kemur fyrst upp í huga mér.

Ingvar Sigurjónsson, 27.12.2009 kl. 15:40

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Valddreifing"?! Þetta síðasta atriði þitt, Ingvar, er hreint hneyksli. Þú vilt færa vald héðan til meginlandsins, úrslitavöld yfir löggjöf um okkar mál. Er ekki spilling mannlegt fyrirbæri, eða er hún eitthvað bundin við Ísland? Hefurðu ekkert heyrt af mikilli fjármálaspillingu sem komið hefur í ljós í Evrópubandalaginu og yfirhylmingum vegna hennar, já, nánast ofsóknum þeirra, sem reynt hafa að koma upp um hana?

Ég gef mér ekki tíma nú til að fara í saumana á þessum atriðum þínum í heild, en mikil er trúgirni þín sem lýsir sér hér víða.

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 20:54

29 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ingvar.
Ég fagna alltaf málefnanlegum umræðum...líka þegar jafn langt liggur á milli manna, eins og mér sýnist tilfellið vera hjá okkur. Mig langar, á hlaupunum að skjóta svörum inn við lista þínum...eins málefnanlega og mér er unnt.

1) Ég óttast að áhrif stjórnmálamanna og mörkuð stefna okkar í peningamálum hafi unnið okkur verulegt tjón. Krónan hefur ekki fengið að virka sem það ágæta tól sem hún getur verið. Við núverandi aðstæður er hún okkur þó afar verðmæt, tel ég. Ég horfi þar til útflutnings okkar, sem ég lít á sem okkar líflínu. Með Evruna, tel ég okkur allsendis ómögulegt að kljást við lækkandi heimsmarkaðsverð á sjávarafurðum (ég tel álið eiginlega ekki með, því þó verðið sé í himinhæðum núna, þá markast það af styrjöld á mörkuðum í hrávöru... kínverjar eru þar afskapplega duglegir að selja Dollara fyrir hráefni). Evran á líka inni gríðarlega lækkun held ég og því sé held ég að Evran væri alls ekki leiðin út úr núverandi stöðu.

2) Tollar... jú vissulega væri það einn af kostum ESB aðildar, því verður tæplega á móti borið.

3) Ég sé þetta ekki sem þann kost sem ýmsir mæra. USA voru okkur náin bandamaður. Þeim hurðum hefur svo sannarlega verið lokað (sumir myndu segja skellt). En ef við skoðum það aðeins nánar hvað það var sem USA sá hérna. Jú þeir voru að skoða þá mikilvæga útflutningsgrein okkar sem kalla mætti hernaðarmikilvægi. Það er nokk sama hver sendir hingað kjarnorkusprengju til að granda okkur. Við erum það mikilvæg varnarstöð í samhengi heimstyrjaldar að mótaðilinn sendir örugglega eitt stykki hingað.
Teljist þau rök halda vatni, má þá ekki finna þessari útflutningsgrein annan markað. Rússland og Kína hafa áreiðanlega vilja til að koma sér fyrir með smá aðstöðu gegn vægu verði (fyrir þá...fúlgur fyrir okkur). Við erum sjálfstæð þjóð sem getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir...er það ekki annars ?

4) Ekki gekk ISG vel að landa stöðu um daginn. Þó það sé ekki mælikvarði allra hluta, þá sé ég þessi áhrif mjög ýkt í umræðunni. Við munum ná einhverjum áhrifum í gegnum aðra, en aldrei mjög markverðum. En þó ég hafi ekki mikla trú á þeim, skal ég ekki útiloka að við náum stöku sinnum eyrum þeirra sem í raun ráða.

5) Mikið heldur vill ég dreifa valdi inn í sveitir og bæi okkar og virkja lýðræðið til miklu fleiri málaflokka. Ég held að við séum í sérlega góðri stöðu, sitjandi á botninum, til að rífa okkur upp með því að raða spilum að nýju. Læra af löndum eins og Sviss og Bandaríkjunum. Almennar kosningar um mun fleiri mál í anda Sviss og kosningar embættismanna í anda USA.. einhverra staðfæringar þurfum við sjálfsagt, en þarna liggja að mínu áliti meiri tækifæri en í Brussel-væðingu.
Ég trúi því að lífsgæðin sækjum við best hér heima

  • með opnara samfélagi en fjórflokkurinn hefur fært okkur
  • með virkara lýðræði en nú er ástundað
  • óháðum eftirlitsaðilum til að fylgjast með Alþingi, SÍ, FME,.. í raun allri opinberri stjórnsýslu, einkaaðilum, .... (helst vildi ég sjá svissneska varðliða sinna þessu...þeir sem passa ekki lengur í múnderinguna í Páfagarði)
  • hver maður fái ávísun á kvóta (1/300.000) sem hann getur selt á markaði (og borgi þá sinn ~38% skatt af)
  • :

þetta yrði of langt hjá mér ef ég sleppi mér alveg... en við erum illa að ná vangadans um leiðir Ingvar... sem er allt í góðu. Ég þakka þér þó kærlega skoðanaskiptin.

Haraldur Baldursson, 27.12.2009 kl. 21:04

30 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú þarft ekki að afsaka þessa löngu ritgerð Ingvar, þótt ekkert þessara atriða sé mikils virði. Öll þessi atriði hafa verið reifuð um það bil 100 sinnum og jafn oft verið hafnað. Fjöllum aðeins um myntbandalagið.

 

Þú ferð rétt með að óstöðugleiki Krónunnar er skaðlegur öllum almenningi, en er jafn mikill ávinningur fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta sér stöðugar gengissveiflur og þó sérstaklega nær stöðugt gengisfall hennar. Hins vegar er lítill ávinningur fólginn í því að varpa einum (IKR) sýndar peningi (fiat money) fyrir borð og taka upp annan (EUR).

 

Það að taka upp Evru í myntbandalaginu er álíka heimskulegt og að ganga í Evrópusambandið. Við værum í báðum tilvikum að varpa frá okkur mikilvægu ákvarðanavaldi. Að taka upp Evru einhliða væri hins vega miklu skynsamlegra, svo framarlega sem því fylgdi örugglega ekki ESB-aðild. Þetta hefur með það að gera, að ekki yrði auðveldlega komist þaðan út aftur. Sýndarpeningur eins og Evran getur hrunið að verðgildi og sveiflur hennar miðast örugglega ekki við hagsmuni Íslends.

 

Ef Evran er tekin einhliða upp, eða enn frekar ef hún er notuð sem stoðmynt fyrir innlendan gjaldmiðil, þá eru möguleikar til að skipta henni út fyrir hendi – ef á þarf að halda. Um þetta hef ég skrifað mikið og hugsað meira. Þú getur fundið eitthvað efni til dæmis á eftirfarandi slóðum:

 

 

Vertryggingin hverfur við upptöku alvöru penings (real money), því að gjaldmiðillinn sjálfur verður verðtryggingin. Vextir munu einnig lækka og eignabruninn sömu leiðis. Eftir sem áður þarf að vera hægt að bregðast við miklum áföllum eins og efnahagskreppum og þá reynir ávallt á stjórnvöld að draga saman ríkisreksturinn. Núverandi ríkisstjórn hefur algerlega brugðist á því sviði eins og öðrum. Að reka ríkissjóð með 100 milljarða Króna halla á ári er glæpsamlegt skilningsleysi. Raunar myndi þessi ríkisstjórn bregðast við allar aðstæður.

 

Okkar bezti kostur er “fastgengi undir stjórn Myntráðs”. Með því fyrirkomulagi tökum við upp “reglu-bundna peningastefnu” (rule-bound monetary policy), leggjum niður Seðlabankann og með honum “hókus-pókus” aðgerðir í peningamálum. Við tökum upp “alvöru pening” og höfnum “sýndar peningi”. Við nýtum okkur skynsemi Austurríska hagfræðiskólans, í stað spilavítis hugmynda Chicago skólans.  Sem stoðmynt fyrir innlendan gjaldmiðil undir myntráði, jafnast enginn gjaldmiðill á US Dollar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.12.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband