Leita í fréttum mbl.is

Guðbjörn og Sjálfstæðisflokkurinn - Evrópustefna

Guðbjörn GuðbjörnssonGuðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari og þróunarstjóri hjá Tollinum er mikill Sjálfstæðismaður. Hann er duglegur bloggari og mikill Evrópusinni. Guðbjörn skrifar áhugaverða grein á blogg sitt um Sjálfstæðisflokkinn og afstöðu hans til Evrópumála. Hann segir meðal annars:

,,Sjálfstæðismenn ættu að mínu mati einnig að endurskoða afstöðu sína til ESB, en stefna sambandsins smellpassar við helstu áhersluatriði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins, enda sambandið í eðli sínu frjálslynt og hægri sinnað. Varast ber að blanda saman hagsmunagæslu Breta og Hollendinga fyrir sína sparifjáreigendur og sína ríkissjóði og langtímahagsmunum Íslendinga er felast að mínu mati í ESB aðild. Eðli málsins samkvæmt berst ESB fyrir hönd sinna aðildarríkja og sinnar löggjafar. Það væri einkennilegt ef svo væri ekki. Við eigum hins vegar að halda okkar striki í ESB aðildarviðræðunum, en um leið halda vel á okkar hagsmunum í Icesave málinu. Við þurfum að sannfæra ESB um að við viljum greiða það sem okkur ber að greiða og það sem við erum fær um að greiða. Þetta eigum við að taka upp í aðildarviðræðunum og í því felst felst ekki þversögn. Við stöndum sem er í deilum við tvö af aðildarríkjum sambandsins en ekki sambandið sjálft. ESB því - rétt eins og stjórnarandstaðan hefur réttilega bent á - einmitt rétti vettvangurinn til að útkljá slík deildumál, er varða einmitt EES samninginn og ESB löggjöf. Ég átta mig ekki á þeirri þröngsýni er einkennir afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins og marga flokksmanna í þeim efnum er snúa að ESB og grunar að þarna ráði sterkar hagsmunaklíkur útgerðarmanna og fjármagnseigenda of mikið ferðinni. Bjarni Benediktsson ætti að gera allt sem hann getur til stýra Sjálfstæðisflokknum frá vegferð einangrunarhyggju og óhóflegri þjóðernishyggju, sem flokkurinn virðist núna stefna hratt í. Slík heimóttarleg stefna er í þágu ákveðinna hópa í þjóðfélaginu fer Sjálfstæðisflokknum afskaplega illa."

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á bloggi höfundar á http://blog.eyjan.is/gudbjorn/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Málstað Evrópusinna er enginn greiði gerður með því að nota orð eins og "einangrunarstefnu" um þá sem vilja ekki ganga í ESB.

Ég þekki marga sem vilja ekki ganga í ESB en engann hef ég hitt sem vill einangra Ísland frá umheiminum. Þvert á móti eru þeir sem vilja ganga í ESB áhugasamir um að Ísland eigi frjáls viðskipti og þar sem þau eru hagstæðust hverju sinni.

Þeir efasemdamenn um ESB aðild sem ég þekki vilja allir eiga góð viðskipti og samskipti við Evrópu t.d. með EES, en líka rækta bein viðskipti við aðrar þjóðir.

Það mætti í raun færa rök fyrir því að það fælist einangrunarhyggja í því að ganga inn í tollabandalag með 7% heimsins þegar við erum í dag með frjáls viðskipti við miklu stærri hluta heimsbyggðarinnar.

Svo má deila um ávinningin af því að ganga í tollabandalag við þann hluta heimsins sem spáð er minnstum hagvexti næstu áratugina.

Frosti Sigurjónsson, 23.12.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband