Leita í fréttum mbl.is

Vigdís hittir naglann á höfuðið! Upplýsingar lykilatriði

Vigdís FinnbogadóttirVigdís Finnbogadóttir, hinn glæsilegi fyrrum forseti okkar, er í löngu og ítarlegu viðtali í jólablaði DV. Þar fer hún yfir ýmis mál, gömul og ný. Hún kemur m.a. að ESB-málinu og í því sambandi segir hún orðrétt:

,,Ákvarðanir í þessum málum, ekki síst í ESB-málinu, verður líklega afdrifaríkasta og tilfinningaþrungnasta ákvörðun Íslandssögunnar. Af þeim sökum er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld, ríkisfjölmiðlar og menntastofnanir gangi fram fyrir skjöldu og leggi sitt af mörkum til að móta upplýsta og markvissa umfjöllun um allar helstu staðreyndir þessa veigamikla máls.

Þegar þessu er hreyft heyrist gjarnan úr horni að þetta sé ógerlegt því málið sé svo flókið. En það eru ýkjur og fyrirsláttur og í rauninni aðför að lýðræðinu.“

Og hún heldur áfram: ,,Ef yfirvöld stæðu sig í staðreyndasöfnun og upplýsingamiðlun af þessu tagi myndi það draga úr sundurþykkju með þjóðinni og auka líkurnar á skynsamlegri afstöðu hennar til málsins. Það er því til mikils að vinna,“ segir Vigdís Finnbogadóttir í DV.

Auðveldlega er hægt að taka undir þessi orð Vigdísar. Samkvæmt skilgreiningu er Ísland upplýsingasamfélag og er t.d. í efstu sætum á heimsvísu hvað varðar útbreiðslu internetsins. En það er ekki nóg. Stjórnvöld verða að sýna ákveðna forystu í þessum efnum og vera sá hvati sem Vigdís nefnir, til þess að upplýsa almenning og þjóðina í heild sinni. 

Þetta er kjarni málsins, sem Vigdís nefnir hér, óupplýst þjóð getur ekki tekið upplýsta ákvörðun! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Góð byrjun væri að þýða og kynna Lissabon sáttmálann fyrir þjóðinni.

Frosti Sigurjónsson, 26.12.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allt þetta upplýsinga-blabla hefur ekkert að segja í hugum þeirra sem ætla sér einfaldlega að troða okkur inn í þetta yfirríkjabandalag.

Jón Valur Jensson, 26.12.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það má ef til vill taka undir þetta með Vigdísi.

Vandin er bara sá að þetta er meira spurningar um framtíðar horfur en upplýsingar úr fortíðinni.

Þessum spurnigum þarf til dæmis að svara.

1. Hvaða líkur eru á að ESB verði sjálfstætt ríki á næstu árum ?

2. Hvaða líkur eru á að ESB fari í stríð á næstu árum ?

3. Eru opinber markmið ESB að rætast eða er þetta stefnulaust bákn sem engin veit hvara endar.

Svo þarf að huga að gæðum upplýsinnganna. Grein sem kom í mogganum á dögunum og birt var á þessu bloggi frá Carl Bildt og Ole Rehn er dæmi um áróður sem torveldar fólki að taka upplýstar ákvarðanir.

Guðmundur Jónsson, 26.12.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband