Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
14.4.2009 | 20:11
ESB-aðild, landbúnaðar og byggðamál
Alþjóðamálastofnun H.Í. stendur fyrir málþingi næstkomandi fimmtudag um ESB og byggðamál undir yfirskriftinni: Áhrif Evrópusambandsaðildar á landbúnaðar- og byggðamál. Frummælendur eru:
John Bensted-Smith, framkvæmdastjóri landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu
The EU Agricultural Policy: Challenges and Impact for a Member State
Yves Madre, landbúnaðarfulltrúi frönsku fastanefndarinnar gagnvart ESB.
Málstofan fer fram á ensku.
Sjá einnig: http://www3.hi.is/page/ams
Allir velkomnir.
14.4.2009 | 11:36
Vísbending um rök fyrir aðild að ESB
Hægt er að sjá hluta af umfjöllun Vísbendingar með því að smella hér:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 10:16
Kjör neytenda (les. almennings) myndu batna við aðild að ESB
Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur svarað nefnd á vegum stjórnarráðsins um þróun Evrópumála og í svari hans kemur fram að hann telur að kjör neytenda myndu stórbatna við aðild Ísland að ESB. Þetta mat talsmanns neytenda er í takt við skýrslur og álit Neytendasamtakanna.
Frekari upplýsingar:
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1027
Í frétt á heimasíðu Talsmanns neytenda segir meðal annars:
"Kjör neytenda myndu stórbatna við aðild Íslands að ESB eða fljótlega í kjölfar hennar"
Talsmaður neytenda telur réttindi neytenda lítið breytast þó að aukaaðild Íslands að ESB yrði að fullri aðild. Öðru máli gegni hins vegar um kjör neytenda, sem myndu stórbatna - sem og möguleikar íslenskra aðila til þess að bæta stöðu neytenda hérlendis.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2009 | 21:31
Seðlabanki Evrópu: Engin hraðleið að Evru
Skýrsla IMF sem mælir með fljótri evruuupptöku ESB-ríkja utan evrusvæðisins, sem leið út úr efnahagslegum ógöngum hefur vakið töluverða athygli á Íslandi. Nokkrir aðilar á hafa tekið þessu sem svo að þetta opni leið fyrir Ísland til að taka upp evru einhliða. Það er mikill misskilningur.
Þetta á fyrst og fremst við aðildarlönd ESB sem eru að bíða eftir því að fá samþykki að taka upp evruna. Því var slengt fram í einhverjum fjölmiðlum að mælt væri með einhliða upptöku, á meðan kjarni málsins var sá að mælt var með evruupptöku sem efnahagsmeðali, jafnvel þó það væri gert án án formlegrar aðildar að evrusvæðinu.
Hinsvegar er það ljóst að það er pressa á ESB að slaka á Maastricht-skilyrðunum eða koma á einhvern hátt til móts við ESB-ríki sem vilja fljótt inn í evru. En það er dæmigert fyrir suma stjórnmálamenn að þeir stökkva á þetta sem einhverja opnun fyrir Ísland að taka upp evru einhliða eða í samstarfi við ESB án ESB-aðildar.
Í Financial Times stendur þetta: ,,Jean-Claude Juncker, prime minister of Luxembourg and chairman of the Eurogroup of finance ministers, has stressed that countries wishing to adopt the euro could not take short cuts. A eurozone finance ministry official said yesterday all eurozone finance ministers had discussed the issue in past months and backed Mr Juncker."
Ennfremur: ,,Market analysts were sceptical. "It's not realistic," said Gabor Ambrus, an economist at 4cast, the London consultancy. "The ECB has said they they won't take responsibility for the non-eurozone countries. Politically, it would also be difficult to sell to European voters."
Málið snýst um að Seðlabanki Evrópu getur ekki tekið ábyrgð á löndum sem EKKI taka upp Evruna með eðlilegum hætti og eru ekki hlutar af Evrusvæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst málið um traust og ábyrgð. Kannski nokkuð sem við Íslendingar verðum að endurheimta á komandi misserum. Aðildarviðræður við ESB eru mjög mikilvægur þáttur í því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 12:15
Reynsla Finna af Evrunni í Spegli RÚV
Í Speglinum, þ. 6.4 ræddi Jón Guðni Kristjánsson við hinn finnska Illka Mytti, sem þekkir vel til reynslu Finna af ESB og notkun Evrunnar þar í landi, en Finnar tóku hana upp árið 2002. Mytti er ráðgjafi í fjármálaráðuneyti Finna.
Um er að ræða viðtal sem Evrópusamtökin vilja hvetja alla áhugamenn um þessi mál að kynna sér.
Bein krækja: http://dagskra.ruv.is/ras2/4462972/2009/04/06/0/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2009 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 09:55
Haftakrónan (Króna=höft) í Fréttablaðinu

,,Bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan lýsa því yfir að hávextirnir og höftin séu til bráðabirgða og skapa þurfi skilyrði til þess að tuttugu þúsund ný störf verði til. Vandinn er sá að á hvorugt borð eru menn með aðgerðir á prjónunum sem glæða von um að þær aðstæður komi þegar til lengri tíma er litið sem leyst geta þjóðina undan oki gjaldeyrishafta og böli atvinnuleysis.
Hvernig má það vera að raunhæfar framtíðarlausnir eru ekki í boði í aðdraganda kosninga? Sennilegasta skýringin er að enginn þungi er í kröfunni um úrbætur, hvorki frá fólkinu né fyrirtækjunum. Nauðsynlegt uppgjör við fortíðina á allan huga fólks. Af því leiðir að lítil orka er aflögu til að knýja á um lausnir."
Krækja á leiðarann: http://www.visir.is/article/2009357723581
Evrópusamtökin taka að fullu undir með Þorsteini og telja málið mjög mikilvægt. Þeir aðilar sem skynja mikilvægi þessa máls þurfa því nú að herða róðurinn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Lífskjör landsmanna eru í húfi, svo einfalt er það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 20:57
Jagland um möguleg áhrif inngöngu Íslands í ESB
Í Speglinum síðastliðið föstudagskvöld var að finna viðtal við Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og núverandi (en fráfarandi) forseta norska þingsins (Stortinget). Það var Gísli Kristjánsson, sem tók viðtalið, en í því kemur m.a. fram að Jagland telur að innganga íslands í ESB myndi valda miklum "skjálfta" í norskum stjórnmálum. Jagland er sjálfur hlynntur aðild Noregs að ESB.
Hlusta: http://dagskra.ruv.is/ras2/4462971/2009/04/03/0/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 12:47
Líkindi við EFTA-umræður
Á margan hátt má líkja umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu við umræðurnar hér á landi í tengslum við inngöngu Íslands í fríverslunarsamtök EFTA árið 1970. Andstæðingar aðildar að EFTA (og síðar EES) beittu fyrir sig þjóðernisrökum, á meðan fylgismenn aðildar bentu á efnahagslegt gildi aðildar.
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst hefur skoðað umræðuna og skrifað ágæta grein í tímarit Háskólans á Bifröst.
Í grein Eiríks kemur meðal annars fram að Gylfi Þ. Gíslason formaður Alþýðuflokksins og menntamálaráðherra var einn ötulasti talsmaður aðildar að EFTA. Þingmenn Alþýðubandalagsins voru hins vegar helstu andstæðingar aðildar.
Hægt er að nálgast grein Eiríks á þessari slóð:
http://bjss.bifrost.is/index.php/bjss/article/viewFile/21/45
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 11:26
Athyglisverðar greinar
Vert er að benda áhugamönnum um Evrópumál á tvær greinar sem birtast í Morgunblaðinu í dag.
Hin fyrri er eftir Magnús Orra Schram og ber yfirskriftina HAGSMUNIR HVERRA? Þar ræðir hann um hagsmunamat sjálfstæðismanna gagnvart ESB og segir m.a.: ,,Ekki vega hagsmunir heimilanna heldur þungt í hagsmunamati sjálfstæðismanna. Með inngöngu í ESB myndu vextir lækka, verðtrygging hverfa og matarverð lækka um 25%. Nei, segja sjálfstæðismenn. Það virðist gleymast í hagsmunamati sjálfstæðismanna að heimilin í landinu greiddu 130 milljarða árið 2007 fyrir að hafa krónu (vaxtamunur á evru-svæðinu og Íslandi)."
Hið síðari er eftir Tryggva Haraldsson, stjórnmálafræðing og ber yfirskriftina: EVRÓPUFORDÓMAR VINSTRI GRÆNNA. Þar ræðir Tryggvi sérkennilega afstöðu VG til Evrópu og ESB og segir m.a.:,,Það skítur því skökku við að Vinstri grænir skuli samþykkja ályktun á laugardeginum sem kveður á um að Íslandi sé best borgið utan ESB og samþykkja svo daginn eftir aðra ályktun þess efnis að aðildarumsókn Íslands að ESB skuli leidd til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Og síðar skrifar Tryggvi:,,Það er einnig fáránlegur misskilningur innan Vinstri grænna að ekki sé hægt að sinna mikilvægum verkefnum innanlands þótt sótt sé um aðild að Evrópusambandinu. Þeir segja oft að brýnni verkefni séu fyrir hendi. Slíkt er svona svipað og að hafa ekki tíma til að spenna beltið í bílnum þar sem það sé svo gott lag í útvarpinu. Það er einfaldlega rangt og einungis ætlað til að slá ryki í augu kjósenda."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 11:06
Gjaldeyrismál
Ágæta áhugafólk um Evrópumál!
Ísland er í þeirri sérkennilegu stöðu að æðsta löggjafarvald þjóðarinnar hefur bannað notkun myntarinnar í alþjóðaviðskiptum! Samt eru stjórnmálaflokkar í kjöri sem ekki hafa skýra sýn á því hvers konar stefnu Ísland eigi að taka í gjaldmiðilsmálum framtíðarinnar. Evrópusamtökin hvetja alla Íslendinga til að styðja þá stjórnmálaflokka sem hafa skýra sýn í gjaldmiðilsmálum því þetta er eitt mesta hagsmunamál íslensks almennings og fyrirtækja bæði í nútíð og framtíð.
Viðskiptaráð hefur sent frá sér ályktun varðandi gjaldeyrismál. Þar segir meðal annars:
,,Staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar er óviðunandi. Eftir þrot bankanna á síðasta ári og inngrip stjórnvalda á gjaldeyrismarkaði með setningu víðtækra hafta er íslenska krónan rúin trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þessi staðreynd takmarkar verulega umsvif íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi sem og almenna getu landsins til utanríkisviðskipta. Um þessar mundir stendur krónan einnig í vegi fyrir flæði erlends fjármagns inn í landið en við því má íslenska hagkerfið ekki til lengri tíma.
Haftakróna líkt og nú er við lýði getur vart verið hugsuð sem framtíðarlausn, enda sýnir nýleg endurskoðun á löggjöf um gjaldeyrisviðskipti hversu óskilvirkt stýritæki gjaldeyrishöft - og höft almennt - eru. Engu að síður er ekki ljóst hvernig krónan verður losuð úr viðjum hafta án þess að því fylgi veruleg veiking á gengi hennar með tilheyrandi áföllum fyrir hagkerfið. Þegar horft er til lengri tíma eykur óbreytt fyrirkomulag í gjaldeyris- og peningamálum þjóðarinnar l! íkur á stöðnun og efnahagslegri einangrun Íslands. Þess vegna er vart hægt að líta framhjá því að upptaka annarrar myntar hér á landi, í fullri sátt og samráði við alþjóðasamfélagið, gæti orðið verulega til bóta fyrir innlendan efnahag, jafnt til skemmri og lengri tíma. Í raun stendur valið ekki lengur á milli áframhaldandi sjálfstæðrar peningastefnu og upptöku annarrar myntar, heldur má færa gild rök fyrir því að valið standi einfaldlega á milli upptöku annarrar myntar eða framhaldi á núverandi stöðu.
Lausn á þessu vandamál er líklega mikilvægasta viðfangsefnið í dag, enda munu örlög heimila og atvinnulífs að miklu leyti ráðast af gengisþróun næstu missera. Þessir aðilar eiga heimtingu á því að stjórnmálaflokkar landsins skýri með markvissum og greinargóðum hætti hvernig þeir hyggjast taka á þessu stærsta hagsmunamáli samtímans. Það felst mikill skortur á framsýni í þeim málflutningi að um sé að ræða seinni tíma vandamál og því þurfi ekki að kynna lausnir þegar í st! að. Að sama skapi felst í því virðingarleysi gagnvart þeim fjölmörgu h eimilum og fyrirtækjum sem eiga allt sitt undir þróun á gengi krónunnar á komandi misserum."
Skoðunina í heild má nálgast hér.
http://www.vi.is/files/Hagkerfi%20í%20viðjum%20örmyntar_1341101631.pdf
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir