Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
20.4.2009 | 17:31
Straumhvörf í Evrópumálum?
Grein Benedikts Jóhannessonar í Morgunblaðinu í síðustu virðist hafa valdið straumhvörfum í Evrópuumræðunni hér á landi. Margir Sjálfstæðismenn virðast hafa áttað sig á mikilvægi þess að hefja viðræður við Evrópusambandið. Á eftirfarandi krækjum má lesa greinina:
http://heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=62658&ew_0_a_id=322873 eða
Gunnar Þórðarson, sem starfar í Úganda bloggar einnig um Sjálfstæðisflokkinn og Evruna
http://vinaminni.blog.is/blog/vinaminni/#entry-857434
En það eru að sjálfsögðu ekki bara Sjálfstæðismenn sem eru að blogga/skrifa um þessi mál. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er ein fjölmargra sem þekkir þessi Evrópumál mjög vel. Hún skrifar góða grein inn á bloggið sitt um Evrópumálin.
http://blog.eyjan.is/valgerdur/
Framsóknarmaðurinn Friðrik Jónsson hefur einnig verið mjög duglegur að blogga um Evrópumál.
http://fridrik.eyjan.is/
Við minnum svo enna og aftur alla þá sem áhuga hafa á Evrópumál að skoða listann á http://www.sammala.is
Hægt er að senda skeyti á sammala@sammala.is, ef fólk er ekki nú þegar komið inn á þennan lista.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 16:17
Meirihluti fyrir EVRUNNI í Svíþjóð
Í nýrri könnun sem gerð var fyrir Sænska ríkissjónvarpið (SVT) kemur fram að meirihluti Svía eru hlynntur upptöku Evrunnar. Er þetta í fyrsta skipti síðan 2003 sem meirihluti Svía vill taka upp Evru. Þá var henni hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú vilja 47% taka upp Evru, 45% eru á móti. Svíar virðast því vera að hallast á sveif með Evrunni.
Ástæður breytinganna er taldar af þrennum toga: 1) Gengi sænsku krónunnar hefur fallið umtalsvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarnar vikur og mánuði, 2) Svor virðist sem Svíar trúi nú meira á Evruna sem gjaldmiðill og hafi vanist að nota hana víðsvegar í Evrópu 3) Trú þeirra á ESB hefur styrkst.
Anders Björklund, leiðtogi Þjóðarflokksins (frjálslyndir), sem er hluti af hinni borgaralegu stjórn Svíþjóðar vill halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þegar á næsta ári. Þetta kom fram í umræðuþætti í SVT.
Frétt SVT er hér:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 11:14
EVRAN í MBL - Reykjavíkurbréf
Vert er að vekja athygli á umfjöllun sunnudagsútgáfu Morgunblaðisins á umræðunni um Evruna í Danmörku. Danir eru með sína krónu bundna við Evruna, en engu að síður er danska krónan berskjölduð gagnvart árásum spákaupmanna, sem smámynt í alþjóðlegu samhengi. Meiri en minni líkur eru á því að Danir muni ganga til þjóðaratkvæðis um Evruna árið 2011. Afstaða Sósíaíska Þjóðarflokksins (SF) mun þar ráða miklu, en þeir eru klofnir í málinu. Í umfjöllun blaðsins er að finna fjölda viðtala um málið. Lengri útgáfur af þeim er að finna á ESB-síðu MBL: www.mbl.is/esb
Í Reykjavíkurbréfi MBL er einnig að finn umræðu EVRU-mál hér á Íslandi og þá tillögu Sjálfstæðismanna um að taka upp EVRU, með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins(!) og í samvinnu við ESB! Þetta nýjasta ,,útspil" Sjálfstæðismanna er að finna í formi sérálits þeirra í nýrri Evrópuskýrslu. Höfundur Reykjavíkurbréfs veltir þessu fyrir sér og skrifar:
Sérálit sjálfstæðismanna virðist því reist á hæpnum forsendum. Það athyglisverðasta við það er að með því viðurkennir Sjálfstæðisflokkurinn að krónan dugi ekki og Ísland þurfi evru. Hvað gerist þá eftir að látið verður á það reyna hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti hjálpað okkur að fá evruna án þess að ganga í ESB? Ef það gengur ekki, hvaða ályktun ætla sjálfstæðismenn að draga af því? Að krónan verði að duga? Eða að eina leiðin til að fá nothæfan gjaldmiðil sé að ganga í Evrópusambandið? Af hverju geta menn ekki horfzt í augu við staðreyndir í stað þess að reyna að kaupa sér tíma með því að skálda einhvern gerviraunveruleika í utanríkismálum?
Þarf að segja meira?
18.4.2009 | 14:47
Hannibalsson og Arnalds í Krossgötum - Í vikulokin
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og Ragnar Arnalds fyrrum fjármálaráðherra, tókust á um Evrópu í Krossgötum Hjálmars Sveinssonar á RÚV í dag. Þar viðurkenndi Ragnar Arnalds m.a. að Íslendingar þyrftu væntanlega að skipta um gjaldmiðil á næstu árum. Jón og Ragnar hafa mjög andstæða sýn á Evrópu. Hægt er að hlusta hér.
Einnig var Evrópa ráðandi þema í VIKULOKUM Hallgríms Thorsteinssonar. Báðir þættir eru á Rás 1.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2009 | 10:34
Mikil Evrópuumfjöllun í blöðum dagsins
Vert er að vekja athygli á því að morgunblöðin tvö, MBL og FRBL eru ,,pökkuð" af fréttum og greinum um Evrópumál, nú í aðdraganda kosninga. M.a. er fjallað er um nýja Evrópuskýrslu, sem inniheldur fimm sérálit, lendingu stjórnarskrármálsins og afleiðignar þess, svo eitthvað sé nefnt
Grein í Fréttablaði dagsins eftir Jón Karl Helgason, dósent, er t.d. bæði skemmtilega skrifuð og áhugaverð. Þar fjallar hann m.a. um mótsagnarkennd ummæli nýs formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um Evrópumál á undanförnum vikum. Lesið grein Jóns Karls hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 10:14
Stútfullur Spegill af Evrópumálum
Spegillinn á RÚV, föstudaginn 17. apríl var að öllu leyti helgaður Evrópumálum. Þar var m.a. rætt við Benedikt Jóhannesson, sem vakið hefur mikla athygli fyrir grein sína í MBL frá 16.apríl (og hægt er að lesa á www.evropa.is). Einnig var rætt við hagfræðingana Ernu Bjarnadóttur (Bændasamtökin) og John Perkins. Bloggari mælir heilshugar með þættinum, en það er ekki vanþörf á vandaðri umfjöllun um Evrópumál, enda eitt stærsta málið sem þjóðin stendur frammi fyrir.
Slóð á þáttinn: http://dagskra.ruv.is/ras2/4462978/2009/04/17/
17.4.2009 | 12:01
Nauðsyn ESB-viðræðna

Á bloggi sínu á eyjan.is í dag segir hann meðal annars:
,,Ekkert atvinnulíf og þaðan af síður heimili þola þá vexti sem tilvist krónunnar veldur. Það verður enging uppbygging á þesusm vöxtum. Ef ekkert verður gert í þessum málaflokki á allra næstu vikum blasir við gríðarlegt fall fyrirtækja í landinu. Þau hafa haldið sér gangandi á eigin fjármagni, en nú blasir við að ekki verður lengra komist á þeirri braut.
Það er ótrúlegt að þetta skuli ekki vera aðalmál í pólitískri umræðu fyrir komandi kosningar. Ef ekki er verður af viðræðum við ESB á næstunni blasir við þjóðinni gríðarlegt fall og við blasir fjöldagjaldþrot íslenskra fyrirtækja og brottflutningur annarra. Gríðarleg aukning á atvinnuleysi sem mun verða langvarandi, jafnvel 10 15 ár."
Hægt er að lesa bloggið á þessari slóð:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 22:11
Hugleiðingar Benedikts í MBL
Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar og mikill Sjálfstæðismaður ritar harðorða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann færir rök fyrir því að hugsanlega lendum við Íslendingar í öðru efnahagslegu hruni ef ekki verður sótt um aðild að Evrópusambandinu.
Benedikt vekur athygli á því að raunvextir á Íslandi séu nú 10-15% meðan nágrannalöndin hafi fikrað sig nær núllinu við hverja vaxtaákvörðun. Því sé staða íslenskra fyrirtækja afar slæm gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Skuldir ríkisins stefni nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildi 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækki um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða megi af kjörum lána til ESB-ríkja sem eru nú í vanda, spari það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það sé um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella? spyr Benedikt.
Greinina er að finna í heild sinni á www.evropa.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2009 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 21:56
Yfir 7000 Sammála um aðildarumsókn
Rúmlega 7000 einstaklingar hafa skráð sig á www.sammala.is sem er vefsíða sem berst fyrir aðildarviðræðum við ESB.
Evrópusamtökin hvetja alla þá sem eru sammála til þess að skrá sig með því að senda tölvupóst á sammala@sammala.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2009 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 21:42
Sterkur pistill í Viðskiptablaðinu
Evrópusamtökin vilja vekja athygli á öflugum pistli Sigurðar M. Jónssonar í Viðskiptablaðinu í dag. Sigurður, sem er einn reyndasti viðskiptablaðamaður landsins, hefur í gegnum tíðina verið frekar efins um Evrópusamrunann. En nú hefur hann snúið við blaðinu af þeirri einföldu ástæðu að hann telur enga aðra leið færa til að koma íslensku efnahagslífi á réttan kjöl að nýju.
Pistilinn er í formi myndar, fæst í góða stærð með því að tvísmella á myndina og stækka síðan rammann, svo heil skjámynd fáist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir