Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
17.10.2010 | 23:21
RÚV 80 ára: - "einn góður" úr safni Sjónvarpsins
RÚV er 80 ára á þessu ári og var opið hús í dag í Efstaleitinu af því tilefni. Undanfarið hefur Sjónvarpið verið að birta ,,gamla og góða bita" úr safni sjónvarpsins, það síðasta sem ritari sá var frétt um árekstra í Ártúnsbrekkunni í miklu fannfergi í október 1967.
Þetta er nokkuð vel til fundið hjá RÚV og ætlum við hér á blogginu aðeins að bæta við þetta og sýna ,,einn góðan" úr safni sjónvarpsins, sem er þó bara frá því í fyrra.
Það er Helgi Seljan, þá hjá Kastljósinu, sem ræðir við Jón Bjarnason um samráð bænda.
Til hamingju RÚV!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2010 | 17:10
Eva Joly: ESB mun ekki gleypa auðlindir Íslands - hægt að ná góðri lausn í sjávarútvegi
Eva Joly var gestur í "Silfrinu" í dag, en hún lætur nú af störfum fyrir embætti sérstaks saksóknara. Hún er þingmaður Evrópuþingsins og þekkir það vel. Eyjan birti frétt um viðtalið við hana:
,,Eva Joly, sem nú er að láta af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknari, telur hagsmunum Íslendinga best borgið innan Evrópusambandsins. Þá segir hún það þjóðsögu að ESB ásælist auðlindir Íslands, þvert á móti eigi Íslendingar möguleika á hagstæðum samningum um sjávarútveg.
Ég tel að þar eigi þið heima, meðal okkar í Evrópu. Þið yrðuð dýrmætur félagi, með ykkar löngu lýðræðishefð, auðlindir ykkar og þekkingu, sagði Joly.
Þið eruð hluti af Evrópu og þið hafið nú þegar tekið upp allar reglur , en án þess þó að hafa áhrif á þær. Þið þurfið að vita að innan ESB eru ákvæði um aðlögun smáríkja einsog ykkar svo þið gætuð bæði orðið hluti af Evrópu og haft áhrif á stefnuna, sagði hún.
Eva Joly er þingmaður á Evrópuþinginu. Hún segir það mikinn misskilning að vald innan ESB færi eingöngu eftir fólksfjölda aðildarríkjanna. Sjálf væri hún sem græningi hluti af minnihluta á Evrópuþinginu, en hún telur græningja hafa mikil áhrif á stefnu ESB, mun meiri en sem sem nemur þingstyrk þeirra."
Hún segir það rangt að ESB ásælist auðlindir Íslands: ,,
Það er bara þjóðsaga (að ESB ásælist auðlindir Íslands). Sannleikurinn er sá að þið getið samið um mál í aðildarsamningum og þar sem þið búið ekki við grannþjóðir gætuð þið náð hagstæðum samningum um sjávarútveg ykkar, sagði hún aðspurð.
En ESB er einnig pólitískt samband. Þið þarfnist Evrópu núna, sagði Eva Joly og benti á að hún teldi heillavænlegra fyrir Ísland að geta haft áhrif á stefnu ESB frekar en taka eingöngu á móti tilbúnu regluverki."
Í viðtalinu kom einnig fram að hún telji það mjög líklegt að Ísland geti náð hagstæðum samningi hvað varðar sjávarútvegsmál.
MBL er einnig með frétt um málið
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
17.10.2010 | 11:25
Makrílviðræður ganga vel - ekkert Makrílstríð sjáanlegt
Í fréttatilkynningu á vef Sjávarútvegsráðuneytisins, frá 14.10, kemur fram: "Í dag lauk viðræðum strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Færeyja og Noregs, um stjórn makrílveiða á næsta ári sem hófust í London sl. þriðjudag. Fundurinn var gagnlegur og var ákveðið að halda viðræðunum áfram í London eftir hálfan mánuð."
Út úr þessu má lesa að þarna sé ekkert stríð í gangi, menn eru einfallega að ræða málin og reyna að finna lausnir. Eða?
17.10.2010 | 11:16
Morgunfundur í Iðnó á fummtudaginn: Hvernig má auka pólitíska samstöðu um að ljúka aðildarviðræðum?
Á vef Sterkara Ísland kemur fram:
Hvernig má auka pólitíska samstöðu um að ljúka aðildarviðræðum?
Opinn morgunfundur í Iðnó, fimmtudaginn 21. október 2010, kl. 8:15 - 9:30
DAGSKRÁ
Kaffibolli og rúnnstykki í upphafi fundar.
Semjum og látum þjóðina ákveða
G. Valdemar Valdimarsson, form. alþjóðanefndar Framsóknarflokksins
Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi
Geta þingmenn náð höndum saman?
Umræður í pallborði
Birkir Jón Jónsson, alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, varaformaður VG
Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 23:30
Iðnaðarframleiðsla eykst á Evru-svæðinu og í ESB
Iðnaðarframleiðsla á Evru-svæðinu jókst um 1% á milli júlí og ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eurostat. Fyrir allt ESB var aukningin 0.8%.
Iðnaðarframleiðsla jókst í 18 ríkjum ESB á milli mánuðanna júlí og ágúst, mest í Grikklandi, um 5.6% og Litháen og Slóveníu, 5,2%. Portúgal jók einnig við sig, tæp 4%.
Samdrátturinn varð mestur á Írlandi og í Danmörku, 13.6% og 6.6.%
Framleiðsla af vörum og þjónustu er um 10% meiri í ESB nú en fyrir ári síðan.
Sjá hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2010 | 23:05
Wikipedia-vefur um stjórnlagaþingsframbjóðendur
Eins og fram hefur komið í fréttum stendur stjórnlagaþing fyrir dyrum og kosningar til þess. Á vef Wikipedia má sjá lista yfir frambjóðendur til þess.
Það má einnig sjá fyrir hverju menn ætla að berjast, verði þeir kosnir. Tökum nokkur dæmi:
Lýðræði, mannréttindi og samfélagslega ábyrgð
Vörn gegn græðgi og afglöpum. Persónukjör. Vönduð vinnubrögð á stjórnlagaþingi. Breið sátt.
Aðskilnaður ríkis og kirkju. Ítarlegri mannréttindakafli
Stjórnarskráin á að endurspegla bestu manna yfirsýn eftir yfirvegun og rökræður. Til þess verks þarf að koma með opnum huga.
Mannréttindi kvenna og barna, femínismi
Aukið lýðræði
Á móti ESB
Jöfnuður og jafnrétti, jafnt vægi atkvæða, eitt kjördæmi, persónukjör, reglur um þjóðaratkvæði.
Ferskir straumar og stefnur, hefðir, venjur, mannréttindi, alþingi styrkt, réttaröryggi, umhverfi, náttúruauðlindir, sjálfbær þróun
...svo dæmi séu tekin!
Yfirgnæfandi meirihluti frambjóðenda er frá Reykajvík.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 11:53
“Nei” er líka ávísun á breytingar!
,,Samkvæmt Bændablaðinu hefur bændum í Finnlandi fækkað um helming frá því að landið gekk í Evrópusambandið. Samkvæmt úttekt Vísbendingar hefur norskum bændum fækkað heldur meira á sama tíma og þróunin virðist hafa verið svipuð hér á landi.
Vakin er athygli á þessum upplýsingum í frétt í Fréttablaðinu í dag en þær eru góð áminning þess að höfnun þjóðar á Evrópusambandsaðild er enginn trygging þess að samfélagið standi í stað. Yfirgnæfandi líkur eru á því að störfum í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði muni halda áfram að fækka á næstu árum og áratugum, líkt og undafarin ár og áratugi, óháð því hvort Íslendingar gangi í ESB eða ekki.
Ný störf þurfa að skapast á öðrum vettvangi. Einn af ávinningunum við aðild Íslands að ESB er sá að hér skapast stöðugra rekstrarumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem er sambærilegt við það umhverfi sem slík fyrirtæki njóta í nágrannalöndunum. Stöðugur gjaldmiðill og lægri vextir munu þó ekki bara nýtast þessum fyrirtækjum heldur líka þeim sem starfa í sjávarútvegi og landbúna."
Heimild: www.sterkaraisland.is
16.10.2010 | 10:03
Pat Cox: Góður gestur frá Írlandi á leiðinni!
Ísland í ESB að vera eða vera ekki frjálst val sjálfstæðrar þjóðar
Iceland in EU to be or not to be the free choice of a sovereign people
Pat Cox er forseti European Movement International. Hann sat á írska þinginu 1989 1994 og síðar á Evrópuþinginu 1989-2004 þar sem hann var forseti 2002- -2004. Hann stýrði já-hreyfingunni á Írlandi þegar Lissabon sáttmálinn var samþykktur.
Pat Cox er frábær ræðumaður og hefur mikla reynslu. Hann var sjónvarpsmaður á Írlandi og síðar þingmaður þar í landi. Þá var hann kosinn á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum írsku þjóðarinnar. Síðar varð hann æðsti embættismaður Evrópuþingsins þegar hann var kjörinn forseti þess. Pat Cox er nú formaður evrópsku Evrópusamtakanna European Movement.
Pat Cox hefur mikla yfirsýn yfir stöðu smáríkis í Evrópusambandinu og gjörþekkir störf Evrópuþingsins.
Enginn ætti að láta Erindi Pat Cox fram hjá sér fara.
Erindið verður í hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 20. október kl. 13.
Fundurinn er öllum opinn.
Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri er Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ
16.10.2010 | 09:59
Tvær kreppur e. Ólaf Þ. Stephensen (leiðari FRBL)
Leiðari FRBL í dag heitir TVÆR KREPPUR og er eftir Ólaf Þ. Stephensen ritstjóra. Þar segir Ólafur m.a.:
"Fjármálakreppan hefur komið illa við mörg vestræn ríki en flest eru þau laus við gjaldmiðilskreppuna sem Íslendingar eiga við að etja. Írar, Grikkir og Spánverjar glíma við niðurskurð, skattahækkanir og atvinnuleysi, rétt eins og Íslendingar. Hjá þeim hefur verðbólgan hins vegar ekki ætt af stað eins og gerðist hér þegar krónan hrundi, með tilheyrandi afleiðingum fyrir kaupmátt fólks. Almenningur í evruríkjunum hefur heldur ekki mátt horfa upp á skuldirnar sínar vaxa um tugi prósenta eins og íslenzk heimili hafa gert. Hér hafa skuldirnar rokið upp, annaðhvort vegna þess að þær eru tengdar við verðbólguna sem tók kipp þegar krónan hrundi eða vegna þess að þær voru tengdar við erlenda gjaldmiðla. Við búum sömuleiðis við gjaldeyrishöft og hærri vexti en önnur lönd sem hafa lent í fjármálakreppu, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að gengi krónunnar falli ekki enn meira. Að þessu leyti er hlutskipti almennings á Íslandi tvöfalt verra en í ríkjum sem glíma eingöngu við fjármálakreppu."
Síðar skrifar hann:
,,Hagsmunasamtök heimilanna hafa krafizt þess að "lánskjör í íslenskum krónum verði samkeppnishæf við þau lönd sem Íslendingar hafa gjarnan borið sig saman við," eins og talsmaður samtakanna orðaði það hér í blaðinu í síðustu viku. Þetta er því miður óframkvæmanlegt án þess að skipta um gjaldmiðil. Kjör á lánum í krónum verða aldrei sambærileg við lánskjör þar sem gjaldmiðlar eru stöðugri. Áhættunnar vegna mun enginn lána íslenzkar krónur nema með einhvers konar verðtryggingu. Af sömu ástæðu verða vextir hér að vera hærri en í nágrannalöndum til að tryggja sparnað; enginn vill eiga krónur nema fá álag á vextina"
Og Ólafur lýkur leiðara sínum svona:
,,Það er algeng klisja að leggja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið til hliðar á meðan fengizt sé við "brýnni verkefni". Eru mörg verkefni brýnni en að koma okkur út úr gjaldmiðilskreppunni með upptöku evrunnar og tryggja íslenzkum heimilum evrópsk lánskjör? Það mun vissulega taka nokkur ár. Þeim mun meiri ástæða er til að byrja strax."
Varla er hægt að vera meira sammála Ólafi. Gjaldmiðilsmál Íslendinga eru óásættanleg. Króna í "öndunarvél" getur ekki gagnast heimilum og atvinnulífi! Hún er meiriháttar hindrun á vegi sem er nú þegar erfiður yfirferðar, þ.e. vegurinn upp úr kreppunni!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 18:44
Eygló Harðardóttir: Styður ekki að umsókn að ESB verði dregin til baka
,,Ég mun ekki styðja að umsókn Íslands að ESB verði dregin til baka," sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í pallborðsumræðum á málþingi um aðild Finna og Svía að ESB, sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.
Eygló sagðist vera í flokki þar sem þetta mál væri mjög umdeilt, en hún virðist þeirrar skoðunar að lýðræðið eiga að fá að hafa sinn gang og styður því ekki að umsóknin verði dregin til baka.
Fjölmenni var á málþinginu, en m.a. var sagt frá því kvöldfréttum RÚV.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir