Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Kristján Vigfússon: Pólitík fyrst, svo almenningur?

Kristján VigfússonÍ nýjum pistli á Pressunni, gerir Kristján Vigfússon, svokallaða IPA-styrki að umtalsefni sínu. Athygli hefur vakið að nokkrir ráðherra VG, ætla ekki að nýta sér þá eða nota í sínum ráðuneytum. Kristján skrifar:

,,Fréttir berast af því úr röðum Vinstri Grænna að ráðherrar þar á bæ ætli ekki að nýta sér styrki frá Evrópusambandinu sem miða að því að færa stjórnsýslu til betra horfs á Íslandi til hagsbóta fyrir almenning.

 Þessir styrkir eru kvaðalausir og ekki eru fordæmi fyrir því að ríki sem hefur sótt um aðild hafi hafnað þessum styrkjum. Nægir þar að nefna frændur okkar Svía og Finna. Ég veit ekki hvort viðkomandi ráðherrar hafa lesið nýlega skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá því í maí sl. um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ef þeir hafa ekki lesið hana þá vildi ég minna þá á að stjórnsýslan er fyrir almenning.  Grípum aðeins niður í þeirri skýrslu og þeirri einkunnagjöf sem íslenska stjórnsýslan fær:
„Íslensk stjórnsýsla, eins og hún birtist í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, „Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir“, er brotakennd og einkennist af skorti á ábyrgð.“
 Hinn faglegi grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur, ekki bara vegna ómarkvissra pólitískra inngripa í störf hennar heldur einnig vegna smæðar eininga hennar, persónutengsla og ónógrar áherslu á faglega starfshætti."

Kristján ræðir svo áfram um skýrsluna og kemur m.a. inn á starfsmanna og ráðningamál í ráðuneytum, en það nokkuð sem hefur verið í umræðunni að undanförnu, m.a. vegna ráðningar í starf upplýsingafulltrúa í Sjávarútvegsráðuneytinu.

Í lok pistilsins segir Kristján: ,,Ég trúi því ekki að þessir styrkir verði afþakkaðir en ef það verður reyndin þá er ljóst að viðkomandi stjórnmálamenn láta pólitík koma á undan hagsmunum borgaranna."

Pistillinn í heild sinni

Er þetta ekki bara gamla "Bjarts-í-Sumarhúsum"-syndrómið" að birtast? Að berja höfðinu í steininn, hvað sem á dynur!


Pat Cox: Lausn möguleg á fiskveiðimálum

RÚV birtir frétt um Pat Cox á vef sínum í kvöld sem hefst svona: ,,Pat Cox, fyrrverandi forseti Evrópuþingsins, telur lausn mögulega í fiskveiðimálum í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið." Lesa meira hér

Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB - Nei-sinnar "hoppandi"!!

Eva JolyDV greinir frá í litlu "Sandkorni" að Nei-sinnar Íslands séu hoppandi fúlir yfir ummælum Evu Joly í Silfri Egils um síðustu helgi, þess efnis að Ísland ætti að ganga í ESB og rétti staðurinn fyrir landið væri innan sambandsins, en ekki áhrifalaust fyrir utan.

Þetta er nefnilega sannleikur sem Nei-sinnar þola ekki að heyra. 

Joly er þingmaður Evrópuþingsins og þekki ESB vel, talar því af reynslu. Eva, er líka, eins og margar konur - skynsöm kona.

Hvað segja t.d. húsmæður Íslands um möguleikann á 10-20% lækkun matvæla? Þær kaupa flestar inn.

Fyrir meðalfjölskyldu myndi lækkun matarverðs við aðild þýða sparnað sem nemur flugferð fjögurra manna fjölskyldu til Bretlands eða Norðurlandanna, á ári! Við erum s.s. að tala um umtalsverðar upphæðir!

Viðtal Egils og Joly:

Sandkorn DV


Reykjavík vill verða "Græn borg Evrópu"

Reykjavík

MBL segir frá því í dag að Reykjavíkurborg og fulltrúar frá henni taki nú þátt í ráðstefnu þar sem "grænar borgir" verða valdar. Í fréttinni segir: ,,Að sögn S. Björns Blöndals, aðstoðarmanns borgarstjóra, mun Jón halda kynningu á ráðstefnunni „European Green Capital“ á morgun. Þá verða grænu borgir Evrópu fyrir árin 2012 og 2013 útnefndar og segir Björn að Reykjavík komi þar til greina."

Jón Gnarr mun flytja erindi á ráðstefnunni.

Hamborg er græna borgin í ár, en hér má lesa allt saman um þetta.

Það væri nú spennandi að sjá Reykjavík takast á við að að vera "græn borg." Þær verða m.a. að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og setja sér metnaðarfull markmið á því sviði.


Pat Cox: ESB ásælist ekki auðlindir Íslands!

Pat CoxEyjan segir frá: ,,Pat Cox, fyrrverandi þingmaður á írska þinginu og fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu, hvetur Íslendinga til að hugsa með stolti og sjálfstrausti til aðildar að Evrópusambandinu. Þá segir hann það lýsa vanþekkingu á ESB að halda að sambandið ásælist auðlindir Íslands.

Pat Cox er forseti European Movement International og hélt fyrirlestur í dag í boði Alþjóðamálastofnunar H.Í. og Sterkara Íslands – samtaka sem mæla með aðild að ESB.

Pat Cox segir Íra eiga tvo fullveldisdaga – hinn fyrri miðast við sjálfstæði landsins frá Bretum árið 1922, en hinn síðari með ákvörðun um að ganga í Evrópubandalagið árið 1972 og með fullri inngöngu ári síðar.

„Fyrri áfanginn skýrir sig sjálfur, en með þeim síðari byggðum nýja brú fyrir meira frelsi og fleiri tækifæri fyrir alla Íra,“ sagði Cox og benti á að innganga í ESB hefði aukið umsvif Íra í Evrópu án þess að dregið hefði úr viðskiptum við Bandaríkin. Þetta hafi því verið „win-win“ staða.

ESB ásælist ekki auðlindir Íslands

Cox ræddi efnahagsástandið á Írlandi, sem átt hefur undir högg að sækja undanfarin misseri. Sagði hann Íra, rétt einsog fleiri, einfaldlega hafa gengið of langt þegar lausafé flæddi yfir hinn vestræna heim.

„Við þurfum þó ekki aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og við þurfum ekki gjaldeyrishöft, enda staða okkar varin með evrunni,“ sagð hann og bætti við að á Írlandi hefðu hvorki verðbólga né vextir hækkað, líkt og á Íslandi.

Cox sagði það lýsa vanþekkingu á Evrópusambandinu að halda því fram að sambandið hyggðist ásælast auðlindir Íslands. Slíkt hefði sambandið hvergi gert. „Evrópusambandið gæti hagnast á því ef þið finnið nýjar orkuauðlindir – en þá þarf það líka að borga fyrir það fullu verði,“ sagði hann."

Öll frétt Eyjunnar

Fjöldi manns hlýddi á Pat Cox í hátíðarsal H.Í. í dag.


Vigdís Hauksdóttir: Almenningsálitið skiptir ekki máli - Klúðrið algert!

Vigd�s Hauksd�ttirMálið er mjög vandræðalegt! Í því afhjúpast örvænting Nei-sinna, kunnáttuleysi og flumbrugangur, sem miðar að því að hindra íslensku þjóðina í að fá að taka upplýsta afstöðu til aðildarsamnings að ESB.

Vigdís Hauksdóttir (Framsóknarflokki)  fór mikinn á Rás 2 seinnipartinn, en þar var hún að reyna að verja sig og sína samflutningsmenn í þessu hallærislega máli. Þetta "gleymdist" sagði hún og hún sagðist ekkihafa ,,munað eftir því" að þriggja mánaða frestur verður að vera frá því að þingályktunartillaga er samþykkt, þangað til að hægt er að greiða þjóðaratkvæði um hana. ,,Ég hefði átt að vita þetta," sagði Vígdís, sem er lögfræðingur að mennt og samþykkti sjálf lögin á sínum tíma, sem hún gleymdi að reikna með!

Það sama má segja um formann Nei-sinna, Ásmund Einar Daðason, sem einnig samþykkti þessi lög á sínum tíma.

Þá reyndi hún einig að skella skuldinni á starfsfólk Alþingis, sjá hér. Þaðverður að teljast ómaklegt.

Nú vill Vigdís láta breyta ný-samþykktum lögum um þjóðaratkvæði og láta breyta þeim, eins og hentar ÞEIM og ÞEIRRA áhugamálum! Svona gera menn ekki, eins og einhver sagði!

Vigdís sagði að í raun snerist þetta ekki um ESB, heldur að rjúfa kyrrstöðuna í samfélaginu. Hún fullyrti að það ,,væri svo mikið álag" á stjórnkerfinu að það réði ekki við ESB-málið líka!

Málið er í góðri vinnslu hjá Utanríkisráðuneytinu, en þeir sem leggja kannski helst stein í götu málsins eru ákveðnir ráðherrar, sem virðast vera búnir að ákveða að þeirra ráðuneyti og þeirra svið verði illa undir aðild búin, ef til aðildar kemur!

Vigdís sagði almenningsálitið litlu máli skipta í þessu samhengi, en samkvæmt könnunum vill meirihluti Íslendinga láta viðræðurnar hafa sinn ganga og greiða síðan atkvæði um aðildarsamninginn.

Þetta þola Nei-sinnar ekki. Þessvegna er gripið til þessara ráða. Þeim ferst það bara ekki betur úr hendi en raun ber vitni. Mál Nei-sinna er algjört klúður!

 


Tillaga um áframhaldandi frost!

IS-ESB-2Eins og fram hefur komið í fréttum hefur lítill hópur þingmanna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að samhliða atkvæðagreiðslu um stjórnlagaþing verði einnig greitt um það að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka. Tillagan er hér

Í "röksemdarfærslunni" með tillögunni segir m.a: ,,Naumur og ósannfærandi meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókninni gefur ríka ástæðu til að kanna hug þjóðarinnar til málsins." Það var MEIRIHLUTI fyrir tillögunni á sínum tíma! Þannig virkar MEIRIHLUTALÝÐRÆÐI. Vita viðkomandi þingmenn (og formaður Nei-hreyfingarinnar, Ásmundur Einar Daðason) ekki þetta?

Það væri nú hægt að fara fram á kosningu um ansi mörg mál ef hugtakið "ósannfærandi" ætti að ráða för!

Svo er nöldrað yfir kostnaði: ,,Ekki verður séð að samhliða verði svigrúm hjá löggjafanum að innleiða þær reglugerðir og tilskipanir sem Evrópusambandið krefst á aðlögunarferlinu. Að auki hleypur kostnaðurinn við aðlögunarferlið á hundruðum milljóna sem ríkissjóður hefur ekki tiltækar nú um stundir. Rekstur ríkissjóðs er meira og minna fjármagnaður með erlendum lánum og virðist lítil breyting á þeirri staðreynd í sjónmáli. Rétt er að forgangsraða í ríkisrekstrinum og óhæfa að leggja af stað með svo kostnaðarsamar aðgerðir þegar svo stendur á." (Feitletrun ES-blogg)

Já, hversvegna er ríkissjóður jafn illa staddur og raun ber vitni? Fróðlegt væri að heyra svar frá þeim tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eru flutningsmenn, um ástæður þess!

Kostnaður við aðildarumsókn eru smápeningar miðað við þær hrikalegu afleiðingar sem slök efnahagsstjórn hefur kostað Íslendinga á liðnum árum, jafnvel áratugum. Við aðild að ESB er talið að Íslendingar muni spara um 70-80 milljarða á ári í minni vaxtakostnað. Þetta nægir í raun til þess að láta á málið reyna!En rökin fyrir aðild eru mun fleiri, sjá t.d. hér.

Svo kemur þetta eins og (léleg) rúsína í pylsuendanum: ,,Evrópusambandið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum og mun fara í gegnum róttæka endurskoðun á starfsháttum sínum næstu missiri og ár. Á meðan framtíðarhorfur Evrópusambandsins eru í óvissu er óskynsamlegt af Íslendingum að sækjast eftir aðild án þess að meiri hluti þjóðarinnar sé að baki umsókninni."

Mjög mörg lönd standa frammi fyrir miklum erfiðleikum um þessar mundir. Ekki er atvinnuástand glæsilegt í Bandaríkjunum. Og hvaða róttæka "endurskoðun án starfsháttum" er verið að tala um? Okkur hér á blogginu er ekki kunnugt um þær! Þvert á móti er stjórnkerfi ESB vel "fúnkerandi" og þar eru teknar mikilvægar ákvarðanir á hverjum degi. Ákvarðanir sem sumar hverjar hafa áhrif á okkur Íslendinga. En við höfum ekkert um þær að segja! Erum á hliðarlínunni  - og með gjaldmiðil í öndunarvél, sem enginn þorir að láta "anda" á eigin spýtur. Til mikilla hagsbóta og framfara fyrir atvinnulíf og fjölskyldur þessa lands. Eða hittó!

Þeir sem flytja þessa tillögu vilja hindar þjóðina í að taka afstöðu í þessu mikilvæga mála, hindra hana í því að fá að kjósa um aðildarsamning. Hún er flutt í þeirri von að þjóðin segi NEI og að umsóknin verði dregin til baka. Kannanir sýna hinsvegar að þjóðin vill aðildarviðræður og samning til að kjósa um.

Maltverjar stigu það ógæfuskref af leggja umsókn um aðild að ESB á ís. Þetta var það versta sem gerðist í þeirra aðildarferli, segja kunnugir! Maltverjar hafa það fínt innan ESB.

En sú tillaga sem runnin er undan rifjum Nei-hreyfingarinnar, er tillaga um áframhaldandi frost, um kyrrstöðu, um óbreytt ástand.

Á tímum þegar Ísland þarf einmitt að stórefla samskipti og samvinnu við aðrar þjóðir.


Verkefni með einhverfum styrkt af Leonardo (ESB)

Í Fréttablaðinu kemur fram í dag: ,,Allt að átján íslenskir einstaklingar með einhverfu verða þjálfaðir til starfa við hugbúnaðarprófanir á Íslandi á hverju ári hér eftir. Það eru Sérfræðingarnir, sem er sjálfseignastofnun nátengd Umsjónarfélagi einhverfra, sem sér um verkefnið.

Fram kemur á vefnum New Europe að verkefnið byggi að danskri fyrirmynd en þar hefur fólk með einhverfu unnið að hugbúnaðarprófunum fyrir fyrirtæki á borð við Microsoft, Oracle, Cisco og Lego. Hjörtur Grétarsson, stjórnarformaður Sérfræðinganna, segir að gert sé ráð fyrir að þjálfun fyrstu einstaklinganna hefjist fyrir jól."

Verkefnið er styrkt af Leonardo, menntaáætlun ESB 

Öll frétt FRBL


Bjór úr íslensku byggi

BjórÞað er alltaf gaman að segja frá nýjungum. Ein þeirra er sú að nú er hægt að nota íslenskt bygg við að brugga og framleiða íslenskan bjór, en okkur þykir jú bjór góður, eins og öðrum. Þ.e.a.s. þeir sem drekka bjór.

Byggið er ræktað á bænum Belgsholti, þetta er því hluti af íslenskum landbúnaði.

Frétt Stöðvar tvö 

Hér er svo skýrsla frá því í fyrra sem heitir "Kornrækt á Íslandi - Tækifæri til framtíðar, af www.bondi.is 


Heimssýn segir ósatt um orkumál

StraumurÍ bloggfærslu hjá Nei-samtökum Íslands, Heimssýn, er sagt að ,,Evrópusambandið leitar fyrir sér eftir auknum valdheimildum til að stýra orkuauðlindum aðildarþjóða í þágu heildarhagsmuna sambandsins."

 Vitnað er frétt af vefnum www.theparliament.com og er fyrirsögn "fréttar" Heimssýnar bein þýðing á fyrirsögn fréttar The Paliament. 

Sé hún hinsvegar lesin kemur HVERGI  fram að ESB sækist eftir einhverjum auknum valdheimildum til að stýras orkuauðlindum aðiladaþjóða í þágu sambandsins! Í inngangi segir: ,,The European commission is set to reveal a major blueprint it says is designed to secure EU energy supply beyond the next decade."

"Secure" þýðir í þessu samhengi að tryggja sér eitthvað og í framhaldinu er rætt hvernig eigi að ná ákveðnum markmiðum í sambandi við orkumál. Eining er rætt um fimm forgangsatriði, en eitt þeirra miðar að því að tryggja samkeppni í orkumálum og orku á hagstæðu verði.

Markmiðin líta svona út:

The new energy strategy identifies five "priorities", including:

An efficient use of energy "that translates into 20 per cent savings by 2020".

An "integrated market providing competitive prices, choices and security of supply;

Technological leadership delivering innovative and cost-efficient solutions;

Secure and safe provision of energy and

"Strong international partnership, notably with our neighbours."


En þetta þjónar ekki hagsmunum Heimssýnar, þar eru það hagsmnunir að snúa upp á sannleikann, og jafnvel búa til nýjan. Þetta mun verða gert í miklum mæli á komandi vikum og mánuðum. 

Evrópa er einn stærsti "efnahagsmótor" heims! Það er ekki skrýtið að rætt sé um ORKU á þeim bænum. Nei-sinnar reyna hinsvegar hvað þeir geta til þess að snúa málum þannig að nú sé ESB að reyna gleypa þetta í sig. Sem er rangt. Svo einfalt er það! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband