Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Ungverjar glíma við umhvefisslysið

Frá því er greint á EuObserver að ESB hafi þegar í dag sent sérfræðinga til Ungverjalands í kjölfar hins alvarlega umhverfisslyss, sem varð þar í síðustu viku.

Sérfræðingarnir eru m.a byrjaðir að fyrirbyggja frekari hamfarir, en þeir koma m.a frá Belgíu, Frakkland, Svíþjóð, Austurríki og Þýskalandi.

Talið er að um 700.000 rúmmetrar af menguðum úrgangi frá álverksmiðjunni í Ajka hafi runnið úr varnargarðinum sem brast. Sjö létu lífið og yfir hundrað haf þurft að leita til læknis, aðallega vegna brunasára.

Búið er að handtaka eiganda verksmiðjunnar.

Video frá The Guardian


Ungverjar biðja ESB um aðstoð vegna ál og umhverfisslyss

Álver í KínaEins og fram hefur komið í fréttum varð alvarlegt umhverfisslýs í Ungverjalandi í vikunnu, þegar stífla með úrgangi úr álveri brast. Fjórir létu lífið. Samkvæmt fréttasíðunni Euractive hefur ríkisstjórn Ungverjalands beðið ESB um aðstoð við hreinsunarstarf.

Sett verður í gang það sem kallað er "European Civil Protection Mechanism" sem vinnur með mál sem þessi. ESB-löndin eru aðilar að þessu samstarfi (sem er hnattrænt), en Króatía og EES-löndin; við, Noregur og Lichtenstein, eru líka með.

(Álverið á myndinni tengist ekki Ungverjalandi) 

 


Össur "utanríkis" : Makríllinn orðinn íslenskur þegn (DV)

Össur SkarphéðinssonÍ DV segir eftirfarandi: ,,Makríllöndin, þar á meðal Evrópusambandslöndin, geta sjálfum sér um kennt því þau komu lengi vel í veg fyrir að Íslendingar fengju að koma að borðinu þar sem menn semja um veiðarnar,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í tilefni bréfs þriggja framkvæmdastjóra Evrópusambandsins til hans og Jóns Bjarnasonar út af makríldeilunni. Össur og Jón hafa þegar svarað bréfinu sameiginlega.

,,Annars er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að þessir þremenningar í Brussel séu fyrst og fremst að friðþægja gagnvart reiðum Skotum sem sjálfir hafa með öðrum veitt 200 þúsund tonn af makríl umfram það sem heimilt er. Þá er nú ótalið það sem ekki kemur fram í löndunartölum. Okkar tölur eru þó öruggar, og hægt að treysta þeim, en það vita allir, og Evrópusambandið best, að tölur þeirra eru ekki þær nákvæmustu í heimi,” segir Össur.

Hann segir að við blasi að makríllinn sé búinn að „slá tjöldum sínum við Ísland til frambúðar“. Það sjáist af því að hann hrygni nú kringum allt land.

,,Þar með er makríllinn orðinn íslenskur þegn, og eðlilegt að Íslendingar vilji veiða hann í samræmi við það,” segir utanríkisráðherra."

Öll frétt DV, sem á líka myndina!


Már Guðmundsson hélt líka ræðu á aðalfundi SF

Á sama fundi hélt Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, einnig ræðu, sem hann nefndi "Upp úr öldudalnum." Í henni reyndi hann að meta "ástand og horfur" í íslenskum efnahagsmálum. Ræða Más er 11 síður að lengd og má lesa hér en í lok hennar segir Már:

"Að lokum vil ég segja þetta: Takist okkur að ljúka því
ætlunarverki að endurreisa traust á íslenskt efnahagslíf sem er
kjarninn í áætlun stjórnvalda með AGS og þar með talið að
komast út úr höftunum og opna aðgang að erlendum
lánsfjármörkuðum munum við komast upp úr öldudalnum.
Hitt er
svo annað mál hversu hröð sú sigling verður sem þá tekur við.
Það getur verið að við þurfum að sætta okkur við minna í þeim
efnum en áður. Það er þó alls ekki víst. Sé rétt á spilunum haldið
getur lítið land með okkar legu og auðlindir haft margvíslega
möguleika. Það sem við megum hins vegar ekki gera aftur er að
reyna að þvinga hagkerfið hraðar en það kemst með hrikalegum
afleiðingum fyrir stöðugleikann." (Feitletrun: ES-blogg)

SpennitreyjaOg hvar stendur þá hnífurinn í kúnni? Er það ekki óviðunandi staða í gjaldmiðilsmálum sem er hér að bremsa allt? Hvaða erlendi aðili, sem undir EÐLILEGUM kringumstæðum myndi kannski vilja fjárfesta hér, treystir (og getu runnið) með gjaldmiðli í höftum (les: spennitreyju) ?? 


Þorsteinn Már í Fiskifréttum: Lítill fiskur í stórri tjörn

Þorsteinn Már BaldvinssonEinn reyndasti útgerðarmaður Íslands, Þorsteinn Már Baldvinsson, er umfjöllunarefni í athyglisverðri grein í nýjasta hefti Fiskifrétta. Er greinin byggð á erindi Þorsteins á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, SF.

Aðalumfjöllunarefni greinarinnar (og fyrirlesturs Þorsteins) er samanburður á íslenskum og norskum sjávarútvegi. 

Hann bendir m.a. á að Norðmenn standi sig mun betur í markaðsstarfi en við. Hann segir einnig að Norðmenn séu mun umsvifameiri í fiskveiðum en við.

Við lestur greinarinnar fær lesandinn það á tilfinninguna að Þorsteinn sé e.t.v. að benda á það að kannski þvert á það sem menn halda, þá sé Ísland ekki risastór fiskveiðiþjóð: ,,Íslenskur sjávarútvegur er lítill í alþjóðlegu samhengi. Við erum nánast eins og lítill fiskur í stórri tjörn." Lesa má alla grein Þorsteins hér (á bls. 6-7)

En hvað kemur þetta ESB-málum við? Jú, við fulla aðild myndi íslenskur sjávarútvegur fá 100% tollfrjálsan aðgang að mörkuðum í Evrópu. Slík myndi t.d veita íslenskum sjávarútvegi forskot á Norðmenn í þessu samhengi.

Grein Þorsteins er afar áhugaverð. 

(Mynd: Viðskiptablaðið) 

 


Skýrsla um garðyrkjubændur og ESB - væntanleg áhrif hér

GrænmetiSamtök Garðyrkjubænda sendu í vikunni frá sér skýrslu, sem Hagfræðistofnun H.Í. hefur gert og ber heitið Staða og horfur garðyrkjunnar – Ísland og Evrópusambandið.  Í byrjun hennar segir:

 ,, Í þessari skýrslu er fjallað um stöðu garðyrkjunnar og undirgreina hennar. Horft er sérstaklega til reynslunnar af afnámi tolla á tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 og hvað hægt sé að læra af þeirri reynslu. Þar að auki eru áhrif frekara tollaafnáms metin út frá fyrri reynslu og skoðað hver gætu orðið áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á stöðu garðyrkjunnar. Þessi skýrsla er unnin að beiðni Sambands garðyrkjubænda og hófst vinna haustið 2009 og lauk í ágúst 2010.“

Sé rýnt í niðurstöður hennar kemur í ljós að aðild að ESB myndi hafa breytingar í för með sér fyrir þessa litlu atvinnugrein (um 400 heilsársstörf, í um 140 fyrirtækjum, með framlag til landsframleiðslu upp á 0,15%, sem hefur minnkað með árunum.)

Sérstaklega er horft til Finnlands varðandi samanburð: ,, Af reynslu Finna má sjá að landbúnaðurinn hefur tekið örum breytingum frá aðild. Bú hafa stækkað en þeim hefur fækkað en landsvæði undir ræktun ýmiskonar landbúnaðarvara hefur þó ekki mikið breyst. Svipaða sögu er að segja af garðyrkjunni í Finnlandi.Fyrirtækin hafa stækkað mjög ört á þessu tímabili en að sama skapi hefur þeim fækkað en þó er það flatarmál sem notað er undir ræktina óbreytt. Samsetning framleiðslunnar hefur breyst. Opnun markaðar hefur gert það að verkum að innlendir aðildar eru hættir að rækta margskonar blóm og hafa þess í stað fundið sínu fyrirtæki farveg í ræktun á pottaplöntum eða öðrum tegundum grænmetis og ávaxta.“

Síðar er bent á þetta: ,, Skjót aðlögun í tekjum ræktenda í finnskum gróðurhúsum eftir aðild er athyglisverð. Tekjusamdráttur var töluverður strax við aðild en árið eftir höfðu tekjur aukist og náð fyrra stigi. Svo virðist sem finnsk garðyrkja hafi aðlagast betur inngöngu í ESB en finnskur landbúnaður í heild sinni. Það má einnig merkja af nýlegri gögnum frá aldamótum til ársins 2008 en þar má sjá að hlutfall styrkja af tekjum ræktenda í gróðurhúsum hefur farið lækkandi. Tekjur ræktunarinnar hafa verið að aukast undanfarin ár en á sama tíma hafa styrkir staðið í stað sem bendir til þess að ræktunin sé sjálfbærari í dag en árin eftir aðild.“

Í skýrslunni segir að aðild myndi alls ekki leiða af sér dauðadóm yfir garðyrkjunni í heild sinni, ,,en ræktendur og ráðamenn þurfi þó að undirbúa sig undir breytingar á samsetningu innlendrar ræktunar.

Skýrslan sýnir e.t.v. vel að í komandi aðildarviðræðum þarf sérstaklega að huga að stöðu og málefnum garðyrkjubænda. Íslenskt grænmeti er í háum gæðaflokki og íslenskir neytendur kunna að meta það.  

 

 


Össur og Jón skrifuðu ESB svarbréf

Makríll á sundiÍ sambandi við bréf frá ESB vegna deilna um makrílveiðar hafa Össur Skarphéðinsson og Jón Bjarnason ritað svarbréf. Það má lesa hér

Málið sýnir kannski e.t.v. að samningaviðræður um sjávarútvegsmál verða ekki eins og að drekka vatn, þegar aðildarviðræður Íslands og ESB hefjast af fullum krafti á næsta ári.


John Lennon lifir!

John LennonHeimurinn minnist John Lennon í dag, sem hefði orðið 70 ára, hefði hann lifað. Lennon var hinsvegar skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 8. desember 1980. Hann lifir hinsvegar enn í hugum okkar.

Hann fæddist í Liverpool á Englandi og stofnaði þegar fram liðu stundir frægustu, og að margra mati, bestu hljómsveit heims, The Beatles eða Bítlana. 

Aldrei hafa tveir menn, þ.e. Lennon og (Paul) McCartney náð að upphefja tónlistarsköpun á sviði dægurtónlistar á jafn hátt plan. Það má næstum segja að þeir séu eitt af undrum veraldar.

John Lennon var pólitískur, svo mikið að bandaríska ríkisstjórnin á dögum Richard Nixons óttaðist hann. Þetta má sjá í frábærri heimildarmynd, The U.S. vs. John Lennon.

Við Íslendingar reistum friðarsúluna, sem er fallegt og táknrænt listaverk, til minningar um frábæran listamann.

Einn af fallegri textum poppsögunnar er einnig eftir Lennon, IMAGINE

Imagine there's no heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today...

Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one

Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one 

 


Verður MAKRÍLLINN aðal málið?

Jón BjarnasonJón Bjarnason segir Ísland hafa fengið hótunarbréf frá ESB.

Ímyndum okkur innihaldið: "Hei, Ísland, hvað er eiginlega að ykkur, af hverju eruð þið að veiða allan þennan makríl? Við hérna í Brussel erum ekkert sérlega hress með þetta. Ef þið hættið ekki, þá hættum við að flytja inn evrópskan bjór til Íslands."

Þetta er að sjálfsögðu grín!

Í frétt á Eyjunni stendur: ,,Kallar Jón Bjarnason bréfið hótunarbréf í Morgunblaði dagsins en hann heldur fast við þá skoðun sína að um tvö óskyld mál sé að ræða. Ekki aðeins skrifar undir Maria Damanaki, yfirmaður sjávarútvegsmála, heldur einnig stækkunarstjórinn Stefan Fühle og Karel De Gucht sem fer með almenn utanríkismál.

Eyjan spurðist fyrir um það í ágúst síðastliðnum hvort Jón óttaðist að hörð afstaða hans varðandi makrílveiðar hefðu áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB og vísaði hann því á bug þá með sömu rökum. Er velþekkt að Jóni hugnast aðild að ESB afar illa og hefur ráðherrann ítrekað lýst þeirri skoðun sinni."

Jón er nokkuð sniðugur í andsvörum, og sagði í sambandi við þetta í RÚV-útvarpsfréttum að ,,..nú erum við ekkert að fara inn í Evrópusambandið." 

Ræður hann því? 

Á ekki íslenska þjóðin að fá að kjósa um aðildarsamning? 

En þetta með makrílinn mun að öllum líkindum leysast og væntanlega mun aðild / ekki-aðild, EKKI ráðast vegna MAKRÍLS! Það eru stærri mál þar á ferð eins og vextir, verðbólga, gjaldmiðilsmál o.s.frv.


Össur og "utanríkis" Eistlands ræddu málin í Tallin

O.S.-I-Tallinn-2010Eftirfarandi frétt birtist á vef Utanríkisráðuneytisins: ,,Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með eistneskum starfsbróður sínum, Urmas Paet, í Tallinn í Eistlandi. Ráðherrarnir ræddu Evrópumál, samskipti ríkjanna og öryggis- og varnarmál. Utanríkisráðherra ræddi stöðuna í formlegum samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið og fór yfir helstu hagsmunamál Íslands. Hann reifaði mjög ítarlega sjónarmið Íslendinga í fiskveiðum og sjávarútvegi og lagði áherslu á stuðning Eista við þau. 1. janúar nk. bætist Eistland í hóp 16 ESB-ríkja sem tekið hafa upp evru, og ræddu ráðherrarnir hvaða lærdóma Ísland gæti dregið af því ferli og um samstarf smárra ríkja innan Evrópusambandsins.

Eistar hafa stutt vel við bakið á Íslendingum í kjölfar bankahrunsins, m.a. í ESB-umsóknarferlinu, minnugir viðurkenningar Íslendinga á sjálfstæði þeirra fyrir tæpum tveimur áratugum. Á næsta ári standa fyrir dyrum hátíðahöld i í tilefni þess að tuttugu ár verða frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt. Á meðal þess sem á dagskrá verður, er sérstakur Íslandsdagur, 21. ágúst 2011, og er vonast eftir góðri þátttöku íslenskra listamanna.

Að loknum fundi utanríkiráðherranna, hitti Össur þingmenn í vináttunefnd Íslands en Eistar telja Íslendinga meðal helstu vina- og samstarfsþjóða sinna. Þá átti utanríkisráðherra fund með formanni Evrópunefndar eistneska þingsins og aðstoðarbankastjóra eistneska seðlabankans þar sem ráðherra fór yfir stöðuna í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, ræddi samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda. Ráðherra heimsótti einnig höfuðstöðvar hátæknifyrirtækisins Skype sem eru í Tallinn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband